Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 44
FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUCARDAGUR 32 Bjólfskviða hin nýja Við suðurströndina er Qölþjóðlegur hópur kvikmyndagerðarfólks og heimsfrægir leikarar að störfum við dýrustu kvikmynd sem hér hefur verið tekin. Myndin heitir Bjólfur og Grendel og sækir í norræna fornsögu með flóknum sviðsmyndum, búningum og bardagasenum. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir og María Erla Pálsdóttir skyggndust bak við leiktjöldin og spjölluðu við aðalfólkið á staðnum. Uppi á Reynisfjalli við Vík í Mýrdal er verið að taka upphafsatriði Bjólfskviðu þar sem ungur Grendel sér föður sinn drepinn. Hringur Ingvarsson leikur Grendel og pabbi hans, Ingvar E. Sigurðsson, leikstýrir syninum meðan myndavélarnar ganga: „Horfðu á vondu kallana! Vertu hræddur, klifraðu niður!“ Hringur stendur sig eins og hetja þrátt fyrir ungan aldur og felur sig fimlega fyrir Stellan Skarsgárd sem gengur valds- mannlega fram á bjargbrún í gervi Hróðgars konungs. Okkur er orðið skítkalt en það er aukaat- riBi. Við erum að fylgjast með myndgerð Bjólfskviðu. Maður fær gæsahúð við það eitt að fylgj- ast með meistara Stellan í þessari stuttu senu sem er tekin nokkrum sinnum. Gæsahúð í sérhvert sinn. Rotnandi hrosshausar Litla þorpið Vík í Mýrdal er óven- ju fjölmennt miðað við árstíma og fleiri tungumál en íslenska óma þar milli húsa. Skýringin á því er sú að það er verið að að taka upp myndina Bjólfur og Grendel um þessar mundir í næsta nágrenni og þorpið er miðstöð kvikmynda- gerðarfólksins. En það er ekki nóg með að þar sé mikill fjöldi fólks að störfum við kvikmynda- tökur heldur eru þar einnig mikil- menni á ferð, í ýmsum skilningi þess orðs. Sturla Gunnarsson leikstýrir sínu stærsta verkefni til þessa og hefur fengið í lið með sér Stellan Skarsgárd, Gerard Butler, Sarah Polley og Ingvar E. Sigurðsson ásamt öðru einvalaliði erlendra og íslenskra leikara. Andrúmsloftið á tökustöðum myndarinnar er magnað. Fyrr um daginn skoðuðum við höll Hróð- gars konungs og heimkynni hans manna í furðulegu og dularfullu landslagi inni á heiði fyrir austan Vík. Hluti af sviðsmyndinni er rotnandi hrosshausar. Þeir náðu ekki að fæla okkur í burtu en voru heldur óhugnanlegir þar sem þeir stóðu á staurum allt í kringum höllina, tilbúnir að hræða burtu óæskilega gesti. UPPHAFSATRIÐIÐ UNDIRBÚIÐ Kvikmyndagerðarmennirnir byggðu fjalls- brún ofan á Reynisfjall. Höllin er sérstök listasmíð sem er að miklu leyti búin til úr rekaviði og hefur þegar staðið af sér ís- lenskt hanífaraveður svo þessi leikmynd er greinilega ekkert tjasl. Afslöppuð stemning að tjaldabaki Þegar degi er tekið að halla, tenn- urnar farnar að glamra og við búnar að verða okkur úti um stefnumót við Stellan Skarsgárd keyrum við niður af fjallinu, skellum í okkur kakó og fáum hlýju í kroppinn áður en við brun- um austur að Höfðabrekku til að hitta kónginn. Stellan virðist hafa gaman af góðum umræðum og segir íslendinga skemmtilega að tala við. Hann segir að sér finnist yndislegt að geta talað um menn- ingu, bókmenntir og listir við nánast hvaða íslending sem er. Loks er mannskapurinn mætt- ur í kvöldmat og Sturla segir okk- ur að Gerry, skoski hjartaknúsar- inn sem leikur Bjólf, sé á leiðinni frá Reykjavík, verði kominn um tíuleytið og sé til í viðtal við okk- ur þá. Á meðan við bíðum sitjum við til borðs með Stellan sem og Tony Curran (sem íslenskir sjón- varpsáhorfendur kannast eflaust við úr Víkingasveitinni), Ronan Vibert og Martin Delaney sem hafa orð á sér fyrir að vera grall- ararnir á svæðinu. Á hverju langborðinu eftir öðru segir fólk það sama, að það sé vel þess virði að bíða eftir Gerry. Allir láta vel af honum og Stellan lætur okkur í té lítið, nei, stórt leyndarmál um líkamsvöxt Skotans. Alltaf gott að eiga eitthvað inni ef við- talið skyldi klikka. Klukkan tíu bólar ekkert á honum en við erum komnar í hrókasamræður um blaðaútgáfu, kvikmyndir, rit- höfunda og kvikmyndafram- leiðslu. Það er af nógu að taka. Hálftíma síðar stormar inn skeggjaður töffari í leðurjakka og veður á honum. Ekki fer á milli mála hver er þar á ferð og þykkur, skoskur hreimurinn gæl- ir við hlustirnar. Þegar Ingvar E. mætir á svæðið nokkru síðar hættir formlegt viðtalið, enda komið miðnætti og enn eftir að smella af nokkrum myndum. Ingvar tekur að sér að aðstoða við myndatökuna, sem er tja, miður hjálplegt en skapar nokk- ur skemmtileg augnablik. Á Höfðabrekku hljómar „Mustang Sally“ yfir mannlaust bílaplanið. Rory McCann, ramm- sterkur Skoti, hefur tekið að sér píanóleik og galvaskir víkingar syngja með í stillu næturinnar. Á morgun er annar langur töku- dagur fram undan. ■ FRÁ TÖKUSTAÐ Á REYNISFJALLI Stórleikarinn Stellan Skarsgárd (til vinstri) og leik- stjóri myndarinnar, Sturla Gunnarsson, bera saman bækur slnar áður en tökur hefjast. Þennan dag á að mynda vlg Hróðgars konungs á föður Grendels. ( baksýn er tignarlegt útsýni yfir Dyrhólaey, syðsta odda Islands. Heimsfrægð handan við hornið Síðasta mynd Gerry Butler var stórmyndin Phantom of the Opera sem er spáð að verði ein vinsælasta kvikmynd vetrarins. Við erum búnar að bíða nær heila kvöldstund á Hótel Höfðabrekku eftir að aðalleikarinn komi „heim" eftir nokkurra daga frí frá tökum. Klukkan tifar en okkur verður ekki haggað, ætlum ekki að missa af sjálfum Bjólfi fyrst við erum á annað borð þarna. Klukkan hálfellefu skundar hann inn, við rétt náum að kynna okkur þvl hann drífur upp vldeótökuvél og bendir okkur að sjá eitthvað á skján- um. Við höllum okkur upp að sitt- hvorum vanga hans og fylgjumst spenntar með Gerard Butler's Home Video, þ.e.a.s. honum og nokkrum öðrum leikurum hálfdrepa sig við goshverinn Strokk. Prakkararnir íjöfðu nauðsynlega þurft að fara al- veg að brúninni og máttu svo hlaupa í ofboði undan þegar hverinn gaus skyndilega. Öskrin og óhljóðin á myndbandinu benda ekki til að þarna séu hugumprúðar hetjur á ferð; eff-orðið í bland við taugaveikl- unarhlátur óma frá myndinni á skján- um og I nærmynd má sjá undrun og aðdáun í djúpbláum augum Bjólfs, hann er greinilega mjög hrifinn af ís- lenskum náttúruundrum. Enginn hlær hjartanlegar en hann sjálfur að eigin flfldirfsku og vitleysisgangi og viðurkennir að hann hafi hreinlega verið alveg dáleiddur af þessum heitu hverum. Þegar sýningunni er lokið bryddar hann upp á því hversu gam- all og reyndur hann sé orðinn, 34 ára. „Fyrir fimm árum hefði ég stungið fætinum ofan I en í dag er ég mun ró- legri og þroskaðri." Við lítum öll þrjú á vídeóvélina og springum úr hlátri, svo grípur Gerry myndavélina aftur og við horfum á þetta óborganlega atriði einu sinni enn meðan hann gargar milli hlátursgusanna: „How cool was that?" Ingvar ótrúlegur Við höfum fylgst með tökum í heilan dag í ágætis veðri - sem hefur verið af skornum skammti undanfarið - og séð ýmis undur eiga sér stað innan um allt þetta hæfileikafólk. Hvernig skyldi Gerry lítast á það sem búið er að taka hingað til? „Ég skal segja ykkur svolltið. Ég sá Ingvar gera nokkuð ótrúlegt með leik sínum um daginn; á fjórum sekúnd- um hreyfði hann við mér svo ég táraðist. Ég greip í Sturlu og var agn- dofa, rosalega sterkt! Svo er Stellan hérna, ég hef svo mikið álit á þeim manni og ber gríðarlega virðingu fyrir honum sem leikara. Þess vegna var ég svakalega spenntur að gera mynd með honum. Hafði ekki hitt hann áður en sá hann síðast I King Arthur og var alveg heillaður. Svo er hann allt í einu mættur á svæðið og svona lika hress, við náðum strax vel saman og það er gott að vinna með honum sem er mjög heppilegt því Bjólfur á I sérstöku sambandi við Hróðgar kon- ung." Sem töluverðir aðdáendur höfum við séð Gerry í myndum á borð við Tomb Raider 2, Reign of Fire, Dracula og í sjónvarpsseríunni Attila sem sýnd var í Sjónvarpinu í fyrra. Með Bjólfs- kviðu lítur út fyrir að hann ætli að halda sig áfram við epískar myndir. Já, ég hef gert slatta af þeim en ætlaði svo að reyna að sneiða hjá þannig myndum. Og reyndar finnst mér þessi mynd ekkert lík hinum, þær höfðu ekki dýptina og frumleg- heit Bjólfskviðu. Handritið er eitt það óvenjulegasta en fallegasta sem ég hef lesið. Ef ég á að vera hreinskilinn hugsa ég að Bjólfur og Grendel verði ekki fyrir alla. Hún verður eflaust eft- irlæti margra sem hafa þennan smekk og fyrir þá sem skilja hana verður hún eflaust mjög sterk og mun meira en bara næsta Hollywood mynd. Vann siðast með Andrew Lloyd Webber og Joel Schumacher Síðasta verkefni Butlers var Phantom of the Opera þar sem hann leikur sjálfan Óperudrauginn og er þegar farið að hrósa honum fyrir frammi- stöðuna þrátt fyrir að myndin verði ekki frumsýnd fyrr en um jólin. „Þangað til um þarsíðustu helgi hafði enginn séð myndina, ég sá hana sjálfur þá. Svo fengu fimm rit- stjórar tímarita að sjá hana, þar á meðal ritstjóri New York Times sem skrifaði lofsamlega grein um mynd- ina. Ég var persónulega mjög hrifinn af myndinni, fyrir utan það að þurfa að hlusta á sjálfan mig syngja! Ég þarf að sjá hana nokkrum sinnum aftur og slaka á svo ég geti hætt að einbeita mér að þvl að fylgjast með söngnum hjá mér en þetta er ein sú óvenjuleg- asta mynd sem ég hef séð, hreint stórfengleg! Joel Schumacher er ótrú- legur fagmaður og hafði góða stjórn á öllu. Hann var líka reiðubúinn að rétta Andrew Lloyd Webber tauminn þegar kom að tónlistinni. Við verðum líka að fá að heyra skoðun hans á íslandi og því sem hefur borið fyrir augu hans hér. Spyrja spurningarinnar klassísku: How do you like lceland? Og vonast eftir lof- rullunni sem við elskum að heyra frá útlendingum, og það stendur svo sannarlega ekki á henni: „Ég elska að vera hérna, og ég er ekki bara að segja það við ykkur, ég elska Reykjavík og allt landið! íslend- ingar eru líka yndislegir, gáfaðir, kærulausir með kímnigáfuna í lagi og konurnar eru gullfallegar, með sterk- an karakter, svalar og gefa strákunum ekkert eftir." Við stöndumst ekki mátið og leik- um eina Thule-auglýsingu fyrir hann, þá sem segir frá uppruna íslenskra fljóða og spyrjum hvort hann sé nokkuð fúll yfir þvl að víkingarnir skyldu stela öllum fallegu konunum frá heimalandi hans, svarið kemur án umhugsunar: „Ég stel þeim bara aftur!" ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.