Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 9. október 2004 FRÉTTABLAÐIÐ 33 V* ,$$$?*%£ Frjáls í heimi leikstjórans Sænski leikarinn Stellan Skarsgárd sló í gegn í Hollywood en snýr til gamalla tíma í Bjólfskviðu. Of seinar. Við erum of seinar í viðtal við Stellan Skarsgárd. Hann er farínn. Þegar búið er að hringja í hann og láta hann vita að við séum mættar gengur hann yfirvegaður að fundar- stað og það er ekki laust við að það fari um mann. „Tíu mínútur," segir hann. „Þið stáluð tíu mínútum af mínu lífi. Ég vil fá þær aftur." Þetta er ekki óskabyrjun á viðtali og hjart- slátturinn eykst. Hendurnar verða þvalar og afsakanir fljúga um loftið. Þá brosir hann. Honum tókst að koma okkur úr jafnvægi og maður fær á tilfinninguna að honum finnist það ekki leiðinlegt. Hann róar okkur niður, fær sér sæti og sígarettu og ræðir um hversu mikilvægur tíminn sé honum. Hann rifjar upp kvikmynd sem hann lék í þar sem meðleikari hans var ætíð of seinn. í hvert sinn sem það gerðist bætti Stellan við tímann sem þessi leikari skuldaði honum og hætti ekki fyrirlestrunum uns leikarinn ungi lærði að mæta tímanlega í tökur! Hvernig líkar þér með það sem komið er? Þegar ég kom hingað fyrst á æfingar á Höfn og hitti hópinn fann ég hvað þetta var hæfileikaríkt fólk, mjög vin- gjarnlegt og andrúmsloftið var gott. Eg hef unnið í Hollywood núna í tvö ár í mismunandi verkefnum og því vildi ég vinna meira við óháða kvik- myndagerð þar sem aðrir og mikil- vægari hlutir skipta máli. Æfingarnar voru með handritshöfundi, Sturlu og leikurum. Við töluðum um allt og hugmyndir skutu upp kollinum frá öllum. Mjög gefandi, , svo ég er ánægður með j það sem komið er. Mað- L ur veit þó aldrei hvernig í;í; myndin mun koma til §j með að líta út. En það j er alltaf þannig. Ég nýt j mín mjög í þessu verki. S; myndinni. Egóið yrði tafarlaust til trafala og sjónarhorn mitt færi að trufla persónulega sýn leikstjórans. Ég þarf því að kynnast j; leikstjóranum og hver m heimur hans er. Þegar |5 það er komið get ég í verið fullkomlega frjáls í þeim heimi. Mér dettur % ýmislegt í hug þegar ég i er að taka mynd en ég 1 þarf ekki alltaf að fá því framfylgt. Hugmyndirn- ar verða að koma frá L leikstjóranum. í raun og S veru þarf hann að velja ■ milli hugmynda. Hann gæti valið rangt en það er þó hans val á endan- En hvað var það sem heillaði hann við Bjólf og Grendel? Handritið er mjög gott. Ég las þýðingu Seamus Heany á Bjólfskviðu, sem er þetta langa Ijóð með löngum eintölum, og svo las ég handritið hans Andrews Rai konungurinn Hvað með leikstjóra Berzins. Það er einkar stellan í gervi Hróðgars. sem þig langar að vel gert og margrætt vinna með? með áhugaverðum persónum. Það Núna vil ég vinna með Sturlu og ég er fyndið, dramatískt, sorglegt og er að því. Ég hef ekki haft neina hreyfir við manni. Loks talaði ég við drauma um leikferil minn. Mig Sturlu og að hlusta á hann var nóg. dreymir ekki um að vinna með ákveðið hlutverk eða vinna með En hvort er þá mikilvægara, gott ákveðnum leikstjóra. Yfirleitt er það handrit eða góður leikstjóri svo þannig að ég vil vera að gera það leikhæfileikar fái að njóta sín? sem ég er að vinna að hverju sinni. Meginmetnaður minn liggur ekki í Ég er mjög skammsýnn á þann hátt. því að skara fram úr sem leikari held- Það er eitthvað Ijúft við að vita ekki ur að gera góða mynd. Góð mynd hvað ég geri í framtíðinni. Ég kem úr verður ætíð að koma frá einu við- hverju verkefni með nýja þrá til að fangsefni og þá persónulegu. Góðar gera eitthvað annað. Ég reyni að hafa myndir hafa sinn persónulega stíl og fjölbreytileikann sem mestan. Þannig hann verður að koma frá leikstjóran- missi ég ekki áhugann. Ég verð um. Það er langmikilvægast. hræddur ef ég veit of mikið fyrirfram. í Svíþjóð gæti ég verið spurður hvort Er leikari þá í raun að þjóna leik- ég væri til í að gera mynd árið 2007 stjóranum? og ég hugsa bara með mér „ég gæti Ég lít á sjálfan mig sem listamann verið dauður". Maður veit aldrei. Ég með ákveðið frelsi. Frelsi mitt leyfir veit ekki hvar ég verð árið 2007, mér þó aldrei að taka völdin á töku- kannski verð ég farinn að rækta stað. Þá myndi ég líklega rústa grænmeti einhvers staðar! ■ Hræddur á hverju kvöldi ÆVINTÝRALEGIR BÚNINGAR OG SVIÐSMYND Við höll Hróðgars konungs má meðal annars sjá þennan maðkétna rekavið og rotnaða hrosshausa á stöngum. kemur tengingin við söguhefð okkar íslendinga og þannig koma mínir tveir menningarheimar saman í einni sögu. Fyrir mér var sagan alltaf Ijóslif- andi, líkt og eitthvað sem hafði í gerst í alvörunni. Ljóðið var uppruna- lega ritað á fornensku fyrir meira en 1000 árum eftir að hafa lifað í munn- mælum í nokkur hundruð ár en sá sem skrifaði Ijóðið var kristinn, svo hann litaði söguna af kristnum gild- um. Grendel varð því tákn fyrir hið slæma en Bjólfur það góða og per- sónurnar nokkuð einlitar. Bjólfur er fyrirmynd hetjuímyndarinnar sem hefur síðan einkennt flestar sögur allt til dagsins í dag og Ijóðið sýnir bar- áttu góðs og ills á einfaldan hátt. Okkur Andrew langaði hins vegar að snúa þessu við og breyta hetjusögn- inni." Sturla telur samt að kunnugir áhorfendur ættu ekki að óttast breyt- ingarnar, hin rétta saga verði sögð þrátt fyrir að hann geri það með sín- um hætti, rétt eins og sagnaþulir áður fyrr sátu við eldinn og túlkuðu sagnir á sinn hátt. Það ætti því eng- inn að vera hræddur um afbökun á Bjólfskviðu en sá sem er hræddur í þessu verkefni er leikstjórinn sjálfur. Já, ég er skíthræddur á hverju kvöldi. Ég svaf ekki tvær nætur þegar verið var að reyna að koma víkinga- skipinu íslendingi á Jökulsárlón, það hafði enginn sagt mér hvers lags brjálæði þetta yrði! Við þurftum að bíða í þrjá daga meðan það var leyst, vont veður að skella á og ég ímynd- aði mér allt hið versta, hélt að ein- hver myndi deyja og það yrði allt mér að kenna. En þetta gekk á endanum. Skipinu var skellt á hliðina á trukk og flutt yfir brúna að næturlagi og svo látið síga niður í lónið, stórkostlegt!" Kostar tæpan miljarð Það fer ekki á milii mála hversu stórt fyrirtæki þessi kvikmyndataka er en áætlaður kostnaður er rúmar 900 milljónir króna. Sturla segir að vissu- lega sé fjármögnun alltaf erfið en fólk hafi séð möguleika í þessu verkefni og fjárfestar fengist í Kanada, Bret- landi og á (slandi. Hann er ekki frá því að velgengni Hringadróttinssögu hafi hjálpað til því þessar sögur „syndi út úr sama erfðapolli" en hann ítrekar að í Bjólfi og Crendel sé lögð áhersla á að raungera þjóðsögu, öfugt við stílinn í Hringadróttinssögu. Auk okkar manns Ingvars E. Sig- urðssonar eru erlendir stórleikarar í helstu hlutverkum í myndinni. Þar á finnst gaman að. Svo er hann bara svo fallegur!" En ennþá að minnsta kosti er., sænski leikarinn Stellan Skarsgárd, sem leikur Hróðgar konung, stærra nafn en Gerry Butler. Hvernig skyldi Sturlu hafa gengið að fá Svíann til liðs við sig? „Stellan er kóngurinn! Hann er sér- stakur leikari og mikill karakter. Það er gaman að fylgjast með honum í þessu hlutverki, fyrst er Hróðgar sterkur stríðskóngur en svo líða tutt- ugu ár og þá er tröllið Grendel búið að eyðileggja allt fyrir honum. Hann er alltaf pissfullur og einungis skugg- inn af sjálfum sér. Það var áskorun að reyna að fá Stellan í þetta því hann er vandlátur á hlutverk. Ég vildi endilega fá norrænt blóð í þetta, vildi blanda saman fólki frá þessum löndum sem tengjast Norður-Atlantshafinu. Stell- an kemur frá Svíþjóð, Gerry frá Skotlandi og svo Ingvar frá íslandi. Og hann er sko svakalegur! Við höf- um unnið saman í sjö mánuði vegna þessarar myndar. Fórum fjórum sinn- um til Englands til að útbúa gervið. Nick Dudmund (sem vann m.a. við Harry Potter myndirnar) hannaði það en það er byggt á leikaranum sjálf- um. Það var ótrúlegt að sjá persón- una vakna til lífsins. Ingvar kom ein- nig með út á land til að kanna stað- setningar fyrir tökurnar og það var^ unun að sjá hversu mikla orku hann sótti í jörðina sjálfa og landslagið, hann hljóp um svæðið og breyttist eiginlega í Grendel á meðan. Hann var fyrsta persónan sem varð til fyrir mér og mér var mjög létt því Grendel er ein erfiðasta persónan í myndinni. Leynd yfir Grendel Það ríkir mikil dulúð í kringum það^r hvernig Grendel mun líta út og allar myndtökur af honum eru bannaðar en Sturla lýsir honum sem stóru, kyn- þokkafullu „mótorhjólatrölli". Hring- ur, sonur Ingvars, leikur Grendel ung- an í myndinni og Sturla segir aðdá- unan/ert hversu duglegur hann sé. Það taki þrjár klukkustundir að setja gen/ið á hann en hann sitji bara ró- legur og þolinmóður allan tímann. Orðrómur um framhaldsmynd virðist vera á rökum reistur, Sturla segir að það sé nánast búið að ákveða það á þessum tímapunkti en eigi eftir að útfæra þá hugmynd nán- ar. Ef framhaldsmyndin verði að veruleika komi vel til greina að tökur fari aftur fram á íslandi, það þurfi bara að finna meiri pening. ■ Sturla Gunnarsson flutti til Kanada sex ára gamall en hefur snúið aftur til að láta draum sinn rætast og taka upp kvikmynd á Islandi. Þegar Sturla er spurður hvort hann tali móðurmálið svarar hann, á ís- lensku: „Ekki orð!" Viðtalið fer síðan allt fram á íslensku. Sturla er þreytu- legur. Það er augljóslega langur og erfiður tökudagur að baki. „Það er gaman að löngum dögum ef þeir eru skemmtilegir! Mig hefur langað að taka upp mynd á islandi í mörg ár en alltaf vantað réttu sög- una. Ég gat að vísu ekki hugsað mér að taka Islendingasögurnar því mér finnst þær verða að vera sagðar á ís- lensku, það myndi eyðileggja Njáls- sögu að taka hana á ensku en Bjólfs- kviða lifir hins vegar á því tungumáli. Þetta er elsta skrifaða saga enskrar tungu en er í raun norræn saga. Þar meðal er Skotinn Gerry Butler sem Sturla spáir að eigi eftir að verða stór- stjarna, „Gerry er ótrúlegur, góður leikari með sérstaka útgeislun. Ég hafði séð hann í nokkrum myndum, fannst oft ekki mikið til þeirra koma en hann var ótrúlega góður í þeim. Það þarf sérstaka hæfileika til að koma vel út í lélegri mynd. Markaðslega er hann líka eftirsóknan/erður því Phantom of the Opera sem kemur út um jólin mun verða stór mynd og ég spái því að hann eigi eftir að verða stórstjarna í kjölfarið. Það er gaman að vinna með honum, hann er góður og sterk- ur í myndinni, veður bókstaflega drullu upp að hnjám allan daginn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.