Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 9. október 2004 TAP FYRIR MÖLTU (slenska undir-21 árs landsliðið tapaði f blálokin fyrir liði Möltu. Undir 21 árs landsliðið: 1-0 tap gegn Möltubúum fótbolti íslenska liðið byrjaði leik- inn með miklum látum og virtist ætla að rúlla yfir Maltverja. En eftir aðeins 15 mínútur hætti liðið að spila sinn leik, hleypti Möltu inn í leikinn og jafnaði sig aldrei eftir það. Tækifærin voru vel til staðar að skora í upphafi leiks en ís- lensku strákunum voru ekki á skotskónum fyrir framan markið. í síðari hálfleik tóku Möltumenn síðan smám saman völdin og markið lá í loftinu lengi en kom ekki fyrr en á 93. mínútu. Markið gerði Cleaven Frendo með þrumu- skoti fyrir utan teig. Boltinn sigl- di hátt í fjærhornið. Algjörlega óverjandi fyrir góðan markvörð íslenska liðsins, Bjarna Þórð Hall- dórsson, sem varði þar að auki víti á 55. mínútu með glæsibrag. Það var mikill munur á þessu íslenska liði og liðinu sem spilaði fyrstu tvo leikina í riðlinum. Lyk- ilmenn náðu margir hverjir sér engan veginn á strik og sóknarlín- an var bitlaus. Emil Hallfreðsson átti nokkrar góðar rispur án ár- angurs. Hann var bestur í ís- lenska liðinu ásamt Davíð Þór Viðarssyni, Bjarna Þórði og Sölva Ottesen. Aðrir hafa lifað betri daga. „Við vorum alls ekki að spila okkar leik,“ sagði þjálfari liðsins, Eyjólfur Gjafar Sverrisson, eftir leikinn. „Við áttum ágætiskafla en annars var jafnræði með liðunum og við vorum heppnir að vera ekki komnir undir áður en þeir fengu vítið. Við fengum færi í byrjun en þau nýttust ekki og svona er bolt- inn. Það er sárt að fá aftur á sig mark svona í restina. Þetta var mjög svekkjandi. Ég get ekki neit- að því.“ ■ HM í sundi í 25 metra laug: Islandsmet hjá Ragnheiði sund Ragnheiður Ragnarsdóttir setti glæsilegt nýtt íslandsmet í 100 metra fjórsundi á heims- meistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Bandaríkjunum. Synti hún á tímanum 1:04:18 en fyrra metið, sem var 1:04:33, átti Ragnheiður sjálf og hefur hún því bætt metið verulega. Komst hún þar með í undanúrslit. Bæði Ragn- heiður og Hjörtur Már Reynisson keppa aftur á HM á morgun. ■ Hjá okkur er parið 70% afsláttur! Hlægileg tilboð á gríninu! Rýmum til fyrir nýjum tækjum Verðlækkun á Brather prenturum ogfjölnotatækjum! verðdæmi a Brother laserprentari - BHHL5030 aðeins kr. 29.900. • Prentar 16 síSur á mín. • 250 bls. papplrsbakki og handvirk mötun. • Reklar fyrirWindows® 98/Me/2000/XP. Mac® OS 8.6-9.2, OS X 10.1-10.2 • Linux samhæfSur. VERÐDÆMI B Brother Iitafjölnotatæki - 5 í einu! - BHMFC890 Lækkað verð 36.900 kr. • AfkastamikiS fjöinotatæki. • Litaprentari, litaljósritunarvél.litaskanni, litafax og myndsetur. • 4 aöskilin litablekhylki. • Afkastar allt aö 20 bls. á mínútu f svörtu, 16 bls. i lit. • Upplausn allt aS 2400x1200 dpi. 8 Mb minni. • 100 bls. papplrsbakki. • Háhraðatenging USB 2. Windows® og Mac® samhæft. VERÐDÆMI C Brother fjölnotatæki - BHDCP-8020 Lækkað verð 66.900 kr. • Afkastamikið fjölnotatæki. • Laserprentari, Ijósritunarvél og litaskanni. • Afkastar allt að 16 bls. á mlnútu. • Upplausn allt að 2400x600 dpi. • 32 Mb minni. • 250 bls. pappírsbakki. • 50 bls. frumritabakki.» Parallel og USB tenging m m m Ai your sidc. brother. Penninn Hallarmúla 2, sími 540 2000, Reykjavfk Penninn-Bókval, Hafnarstræti, 91-93, sími 461 5050, Akureyri Sölustaðir Pennans um land allt. • www.penninn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.