Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 9. október 2004 sport 41 Ceir aðstoðar ekki Viggó Geir Sveinsson mun ekki verða aðstoðar- maður Viggós Sigurðssonar hjá íslenska landsliðinu í handbolta en bæði Viggó og forysta HSÍ sóttist fast eftir því að Geir tæki starfið. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær og sagði að hann myndi hefja leit að aðstoðarmanni nú þegar. Geir sagði í sam- tali við Fréttablaðið í gær að það hefði læðst að honum sá grunur þegar hann ræddi við forystu HSÍ fyrr í vikunni að Viggó hefði alltaf verið fyrsti kostur því honum var boðin aðstoðarþjálfarastaðan á þeim fundi. „Ég kom inn í þessar viðræður með það fyrir augum að ég væri að fara ræða um landsliðsþjálfarastarfið en þegar á reyndi var sennilega eingöngu verið að bjóða mér starf aðstoðarmanns. Ég ákvað að hugsa það boð en eftir blaðamannafundinn á fimmtudaginn þegar Viggó var kynntur sem landsliðsþjálfari þá hvarf áhuginn smá saman. Ég vil taka það fram að ég er ekki svekktur yfir því að hljóta ekki starfið. Viggó er mjög hæfur þjálfari og hann á þetta fyllilega skilið," sagði Geir og bætti því við að hann myndi aldrei aftur þjálfa félagslið á (slandi. „Ég brann út á fjórum árum í þessu síðast og ætla mér ekki að gera það aftur. Ef menn hafa metnað þá er þetta full vinna fyrir lágmarkslaun því að það er ekki litið á þetta sem fulla vinnu. Það nennir enginn að standa í þessu til lengdar," sagði Geir sem viðurkenndi að landsliðið væri eina liðið sem hann gæti hugsað sér að þjálfa á fslandi. Eggert fagnar framsýni borgar og ríkis Eggert Magnússon, formaður KSf, var sæll og sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við varðandi þær fréttir að loks væri komið á hreint að Reykjavlkurborg og ríki myndu koma að stækkun Laugardalsvallar með myndarlegum fjárframlögum llkt og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Eggert sagði að hann fagnaði því að stjórnmálamennirnir hefðu sýnt þessa framsýni og sagðist vart geta beðið eftir því að sjá nýju stúkuna rísa. „Við munum hefja framkvæmdir bráð- lega og stefnum að því að vera tilbúnir með nýju stúkuna þegar við mætum Ung- verjum í byrjun júní á næsta ári. Það verð- ur gaman að sjá almennilega umgjörð á vellinum sem uppfyllir alþjóðlega staðla," sagði Eggert en ráðgert er að stækka völl- inn um þrjú þúsund sæti, úr sjö þúsund upp í tíu þúsund. Reykjavíkurborg mun leggja til 200 milljónir í verkefnið, Ríkið aðrar 200 milljónir en KSl mun greiða um 300 milljónir sem sambandið fær í styrki frá Knattspyrnusambandi Evrópu og Al- þjóða knattspyrnusambandinu. Uppnám vegna leiks Fjölnis og Hauka „Það er alveg á hreinu að þarna spilum við ekki aftur nema gulltryggt sé að lagfæring- ar hafi verið gerðar," segir Sverrir Hjörleifs- son, formaður stjórnar körfuknattleiks- deildar Hauka. Leikklukka sú sem notuð er í íþróttahúsi Fjölnis þar sem Haukar mættu til leiks I fyrrakvöld bilaði á örlagastundu með þeim afleiðingum að Fjölnir vann leikinn með eins stigs mun. Haukar kærðu leikinn til Körfuknattleikssambandsins, sem hóf þegar í stað aðgerðir til að koma í veg fyrir endurtekningu en liðin mætast aftur á sama stað á morgun í Hópbíla- keppninni. Unnið var að því í gær að setja upp nýja töflu og kemur í Ijós í dag hvort verði af leiknum. Sverrir segir það lágmarkskröfu að hlutir sem þessir séu I lagi. „Gangi ekki að lagfæra hlutina heimtum við að leikið verði annars staðar en það er afar blóðugt að vita til þess að hlutir sem þessir eigi sér stað í stórum leikjum." Hjá Körfuknattleiks- sambandinu er málið litið alvarlegum aug- um. Hannes Birgir Hjálmarsson framkvæmda- stjóri, sem var á leiknum þegar atvikið átti sér stað, segir eðlilegt að Haukar séu ósáttir og vissulega hafi atvikið sett blett á þennan spennandi opnunarleik í Inter- sport-deildinni. „Það er ( þessum töluðu orðum verið að setja upp nýjan búnað í Fjölnishúsinu og við vonumst til að leikur- inn geti farið fram á settum stað. Hvað varðar kæru Haukanna mun mótanefnd KKf taka á þvi máli og niðurstöðu hennar er að vænta fyrr en seinna." Baráttan um Bretland á Old Trafford í dag Wayne Rooney og Rio Ferdinand snúa aftur inn í enska landsliðið gegn Wales í undankeppni HM í dag. fótbolti Enska landsliðið endur- heimtir tvær af sínum stærstu stjörnum þegar liðið tekur á Wales í undankeppni HM 2006 í dag. Wa- yne Rooney er búinn að ná sér af meiðslum og Rio Ferdinand hefur lokið sínu átta mánaða leikbanni og er því einnig klár í slaginn. Ferdinand hefur ekki spilað í landsliðinu í rúmt ár en Rooney lék síðast með liðinu í átta liða úr- slitum Evrópumótsins í Portúgal í sumar. Sven-Goran Eriksson hef- ur látið það frá sér að hann ætli að setja Ferdinand strax inn í liðið og við hlið Sol Campbell sem er ein- nig að koma aftur úr meiðslum og því er ekkert pláss í liðinu fyrir þá John Terry og Ledley King sem spilað hafa síðustu leiki. Eriksson hefur líka gefið þau skilaboð að enska liðið verði með þriggja manna sókn í leiknum og Rooney spili þar fyrir aftan þá Michael Owen og Jermain Defoe. Enska liðið hefur verið ganrýnt að und- anförnu en liðið gerði 2-2 jafntefli í Austurríki og vann 2-1 sigur á Pólverjum í Varsjá. Leikstaðurinn, Old Trafford, er merkilegur fyrir margar sakir ekki síst þar sem fjórir leikmenn munu spila þar á vanalega heima- velli sínum því Manchester United á þrjá leikmenn í enska lið- inu, Ferdinand, Rooney og svo Gary Neville og hjá Wales mun Ryan Giggs spila sögulegan leik því hann hefur aldrei leikið í úti- liði á Old Trafford enda verið hjá United allan sinn feril. Það eru fleiri dramatískar tengingar í Leikhús draumanna hjá liðunum, David Beckham er mættur aftur á Old Trafford sem og þjálfari Wa- les, Mark Hughes sem spilaði í ár hjá United. Hughes skoraði einnig sigurmark Wales í síðasta lands- leik þjóðanna sem var í Wrexham fyrir tíu árum en það er aðeins einn af 14 sigurleikjum Wales í 97 landsleikjum þjóðanna. England hefur unnið 62 af leikjunum. Wa- les hefur ekki komist í úrslita- keppni stórmóts síðan á HM 1958 Hughes hefur tekið við Blackburn og er því væntanlega að stjórna sínum síð- asta lands- leik og gæti því endað á sigri í barátt- unni svo nefndri um Bretland. KlAr Wayne Rooney spilar sinn fyrsta landsleik i rúma þrjá mánuði i dag. át <3 Rúðuþurrkur með slitmæli fyrir allar gerðir Toyota Öryggi þitt í umferðinni veltur á útsýninu og rúðuþurrkurnar Þurrkublöðin smellpassa og ná yfir mesta hugsanlegan flöt á eru því eitt mikilvægasta öryggistæki bílsins. Toyota Optifit framrúðunni. Sjáðu betur út úr bílnum þínum í vetur. þurrkublöðin eru búin sérstökum slitmæli sem gerir þér viðvart Komdu og fáðu það öruggasta sem völ er hjá viðurkenndum þegar skipta þarf um þurrkublað. þjónustuaðilum Toyota. Optifit rúðuþurrkur, verð frá 490 kr. Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570-5070 TODAY TOMORROW TOYOTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.