Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 9. október 2004 FRÉTTABLAÐIÐ 43 VEIÐI: GUNNAR BENDER SKRIFAR UM VEIÐI. Það veiddust um 45 þúsund laxar HAFSTEINN ORRI INGVASON með góða veiði úr Langá á Mýrum, sem skilaði 2242 löxum þetta sumarið. Gott veiðisumar er á enda og ein- hverjir fengu sína fyrstu laxa. Bara á Fellsströnd og Skarðsströnd veiddu fjórir ábúendur maríu- laxinn sinn, sem verður að teljast harla gott á ekki stærra svæði. Tveir þessara laxa veiddust í Búð- ardalsá, einn í Fagradalsá og einn í hliðará Haukadalsár í Dölum. Veiðitölurnar úr veiðiánum er flestar komnar í hús, Rangárnar gáfu saman 5.996 laxa, en Einar Lúðvíksson, var ánægður þegar við ræddum við hann á bökkum Eystri- Rangár, veiðitíminn úti og aðeins klakveiðin eftir í ánni. Gangurinn var líka góður í Mið- fjarðará sem gaf 2.268 laxa og minnir á gömlu góðu dagana í ánni þegar veiðimenn veiddu vel og mikið af fiski á öllu vatnasvæðinu. Víðidalsáin var líka feiknagóð og þeir Rögnvaldur Guðmundsson og Lúther Einarsson voru við veiðar þar nokkrum sinnum í sumar. Leirvogsáin stóð sig líka feikna- vel og gaf yfir 800 laxa á tvær stangir og þegar veiðitíminn var úti var mikið af laxi eftir í ánni. Það er erfitt að henda reiður á hvað margir laxar komu á land í sumar, en líklega hafa þeir verið kringum 45 þúsund og mörgum þeirra var sleppt aftur. Þó svo að ekki sé að sýna sig að veiða og sleppa aðferðin sé að skila ein- hverju til baka. í þeim laxveiðiám þar sem hefur verið sleppt í nokk- ur ár, hefur alls ekki verið skila sér nein betri veiði, nema síður sé. Veiðimaðurinn sem við ræddum við var að koma úr laxveiðiá í Húnavatnssýslu, sagði að lax sem hann veiddi og hafi greinilega verið sleppt áður í ána, var með sveppasýkingu í bak og fyrir, hann var drepinn í hvelli. Ari og Bjarni í slaginn Það stefnir í spennandi kosingu á aðalfundi Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem haldinn verður í nóvember, um formann félagsins. Bjarni Júlíusson gaf kost á sér fyrir skömmu og núna í gær gaf Ari Þórð- arson einnig kost á sér. Bjarni sat í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavík- ur í 8 ár og Ari hefur setið í fræðslu- nefnd félagsins núna í 4 ár. ■ ERÉTTIR FÓIKI Matt LeBlanc, sem lék Joey í gamanþáttunum Friends, hefur neitar því að hafa eitt sinn stundað kynmök með öðrum manni í aftur- sæti limósínu. Bílstjóri limósínunnar, Damian Plumleigh, heldur þessu fram í viðtali við banda- ríska slúðurblaðið National Enquirer. Plumleigh þessi stóðst lygapróf sem blaðið skikkaði hann í, sem eykur nokkuð á trúverðugleika hans. LeBlanc, sem er hamingjusamlega kvæntur, hefur neitað sögusögnunum harðlega og segist aldrei hafa sofið hjá karl- manni. -ggA Poppprinsessan Britney i S ney /** Spears skvetti úr kók- glasi á Ijósmyndara sem Ær W 4 myndaði hana fyrir utan sjoppu í Bandaríkjunum. S Kevin Federline, eiginmaður Britney, var á staðnum og sagði Ijómyndaranum að i þetta fengi hann að laun- • um fyrir að hætta sér of nærri stjörnunni. f Leikstjórinn Michael Moore, ætlar að halda áfram að bjóða háskóla- nemum ókeypis núðlur og undirföt ef þeir kjósi demókrata í kom- andi forsetakosning- isj( um ( nóvember. Full- ®^y trúar repúblikana- H flokksins urðu æfir er þér fréttu af uppátækinu og hót- uðu að lögsækja Moore. Hann segir að um grínádeilu sé að ræða og ætlar ekki að gefa sig. Matt Stone og Trey Parker, höf- undar þáttanna South Park, hafa sigrað ( baráttu sinni við kvik- myndaeftirlit Bandarikjanna. Eftirlitið bannaði fyrir skömmu nýja brúðu- mynd þeirra fé- laga, Team Amer- ica: World Police, börnum yngri en 17 ára. Fór það víst fyrir brjóstið á irlitinu þe_ tvær brúðanna sáust I ástarleik í einu atriðanna, auk þess sem Hans Blix, vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna, var étinn lifandi af hákörl- um í eigu Kim Jong-ll, leiðtoga Norð- ur Kóreu. Ekkert verður því af NC-17 stimplinum sem átti að vera á mynd- inni. Leikkonan Angelina Jolie hefur óskað fyrrum eiginmanni sínum Billy Bob Thornton til hamingju rk með að hafa fengið stjörnu ™ á frægðarstétt Hollywood. ■>r* „Til hamingju! Með ást og 'C virðingu að eilífu, Angie," stóð í flennistórri auglýs- ingu ( dagblaðinu Daily Variety þar sem fjöl- margir vinir Thornton létu í Ijós hamingjuóskir sínar. Flesta konur sem gista á Hilton- hótelunum myndu kjósa að sofa hjá Brad Pitt ef þær fengju eitthvað um það valið. í könnun hótelkeðjunnar kom fram að 28% kven- na vildu eyða nótt- inni með hjarta- knúsaranum Pitt. Á meðal karlkyns gesta var Carmen Electra, fyrrverandi Baywatch-stjarnan, vinsælust. Rafkaup Rafkaup Ljós & lampar “ Opið: Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga kl.13-16 Ármúla 24 • 108 Reykjavík Sími 585 2800 UÓSIN f BÆNUM, Suflurvart • RAFBÚDIN ÁLFASHEIÐI, Halnarflrfll • BVM0S, Mosfalltba • RAFBIÍÐ RÚ, Kaflavik • HUÚMSÝN, Akranexl • ÞRISTUR, (taflrfll KAUPF. HVAMMSTANBA • KH. BLÖNOUÚSI • KRÁKUR, Blönduásl • RAFSIÁ, Saufláikrák • RAFLAMPAR, Akurayrt • ÖRVGGI, Húsavik • SVEINN GUÐMUNDSS0N, Egllsttöðum • RAFALDA, Neakaupntafl • HS RAF, Etkfflrðl • KLDRUBÚÐ, Djúpavogl • LÚNIB, Höfn • KLAKKUR, Vík • F0SSRAF Salfotsl • GEISU, Vattmunnaeyjum Verð frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.