Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 62
„SHAKESKIN“-ÆÐI: KOMIÐ AF STAÐ Á ÍSLANDI, í ÞÝSKALANDI, HOLLANDI OG BELGÍU FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUGARDAGUR i Listamaður í Eden .y.fœr Ólafur Páll Gunnarsson, konungur Rokk- og Popplands, fyrir að vera lifandi, metnaðar- fullur og skemmtilegur iítvarps- maður sem kom bíómynd um Bubba á koppinn. ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM FRAMLAG BÓBÓ TIL LISTARINNAR. Allir dagar eru góðir hjá apanum í Eden í Hveragerði sem heitir reyndar fullu nafni Bóbó. Þessi vélknúni api er einn af okkar þekktustu og virtustu listamönn- um, persónulegur vinur minn og barnanna minna enda hef ég átt viðskipti við hann svo árum skipt- ir og hann kann vel að meta það enda mikill bissnessmaður í sér. Apinn Bóbó (eða Bó eins og vinir hans kalla hann) selur brandarann á 100 kr. og ef miðað er við að hann segi að meðaltali einn brandara á mínútu hefur hann tekjur upp á tæpar tvær milljónir á mánuði sem gerir hann að einum hæstlaunaðasta listamanni landsins. Hann er fjár- hagslega sjálfstæður, skrifar ekki greinar í blöðin, kemur ekki ná- lægt sjónvarpi eða útvarpi og kemur aldrei fram í viðtölum. Bóbó lifir af listinni og hefur það gott. Hann er hins vegar ekki hafinn yfir gagnrýni og margir hafa orð- ið til þess að benda á hversu ein- hæft og nánast einfeldningslegt það efni er sem hann lætur frá sér fara. „Halló, halló, halló! Af hverju eru hreindýr með horn, þau eru svo ljót með rúnstykki.“ Menn segja: þetta er nú enginn Laxness og hvar er lýríkin í þessu. Aðrir þekktir gagnrýnend- ur hafa komið Bóbó til varnar og haldið því fram að hann sé bein- línis framúrstefnulegur í skáld- skap sínum, verðugur fulltrúi samtímans, jafnvel holdgerving- ur hinnar frægu Póst módernísku stefnu. Ég ætla mér ekki að dæma um það en fullyrði fyrir minn hatt að hann stendur fyrir sínu og vel það. Nú um helgina stendur yfir yfirlitssýning á skrítlum Bóbós í gegnum tíðina. Fyrir aðeins 100 kr. gefst tækifæri til þess að hlýða á lista-apann góða reita af sér gamanmál í hæsta gæðaflokki. Ég hvet þess vegna bæði almúgann og listamenn landsins, til þess að leggja leið sína í Hveragerði og hlusta á boðskap Bóbós. Með hverri skrítlu fylgir plastdrasl í plastkúlu. Ég geri orð Bó að mín- um: „Hæ, eigum við að tala sam- an!“ ■ „Menn segja: þetta er nú enginn Laxness og hvar er lýríkin í þessu." Hristið hausinn og smellið af 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Lárétt: 1 offur, 5 fljótfærni, 6 lok ( hnefa- leikum, 7 tlmabil, 8 inngangur, 9 ræfil, 10 frá, 12 haf, 13 garg, 15 til, 16 mælieining, 18 skordýr. Lóðrétt: 1 greinargerðin, 2 óttast, 3 f röð, 4 amma, 6 söngla, 8 happdrætti, 11 fant- ur, 14 llkamshluta, 17 átt Lausn. eu ii 'uiji trl '191 ll 'sep '8 'eþA)| 9 'j| -ppujjoj V 'SJ £ 'jep Z 'uegespji 1 ijiDjgpi jneuj 81 'uj|e 91 'pe Sl '198 £1 '9!« II 'ie 01 'ujjbS 6 'jAp 8 'JP L 'ot| 9 'sej s 'UJ91 l :W?JP1 . VEISTU SVARIP? Svör við spurningum á bls. 6 Botnvarpa Pétur Blöndal Viggó Sigurðsson Allt stefnir í að „shakeskin“ verði nýjasta æðið víðs vegar um heiminn. Vinirnir Ólafur Thorarensen, Haraldur Agnar Civilek og Ingvi Þór Guðmunds- son eru upphafsmenn þess. Settu þeir nýverið á fót heima- síðuna shakeskin.com en þar gefur að líta digital-ljósmyndir af fjölda fólks sem hristir haus- inn og gerir hinar ýmsu kúnstir á meðan smellt er af. „Við erum búnir að fá alveg rosalega mikil viðbrögð frá Hollandi, Þýskalandi og Belgíu. Þetta er einna vinsælast í Hollandi og Þýskalandi. Við höf- um eitthvað auglýst þetta en þetta er aðallega „word of mouth“. Við gerðum í rauninni ekki neitt,“ segir Ólafur Thorarensen um þetta nýja æði. „Við byrjuðum á að taka svona myndir fyrir einu og hálfu ári síðan í einhverjum partíum," greinir Ólafur frá. „Halla datt í hug að setja upp vefsíðu með svona myndum. Svo var bara keyrt í þetta í síð- ustu viku, hent inn fullt af myndum og svo var þetta bara opnað.“ LAGERSALA TÍSKUFÖT OC SKÓR Höfum ákveðið vegna fjölda áskoranna að fram- lengja Lagerútsölunni fram yfir helgi. Höfum einnig bætt við fullt af dömu- fatnaði í öllum stærðum, bolum, galla- buxum, jökkum og fl. á frábærum verðum. Opið Laugardag 12-19 Sunnudag 12 - 16 Guðrúnarstíg 4-6 í húsi BOLUR & MARGT SMÁTT Grafarholti SHAKESKIN „Shakeskin“-æðið er farið að dreifa sér víðs vegar um heiminn. Annað hvort hrista menn hausinn með andlitið slakt eða framkvæma hestahljóð. Að sögn Ólafs getur fólk sent inn myndir af sér á síðuna og þeir ákveða síðan hvort hún komist inn eður ei. „Þú getur tekið mynd á tvenna vegu. Það er svona hristimynd eða prrr- mynd, sem er hljóð eins og hest- arnir gera,“ segir Ólafur og bætir við að um eitt hundrað myndir hafi þegar verið sendar inn víðsvegar að úr heiminum. Aðspurður segir Ólafur að vinnan við síðuna sé algjör snilld, sérstaklega vegna hinna góðu við- bragða. „Það virðast allir vera að tala um þetta núna,“ segir hann og bætir við að þeir hlakki mikið til þess þegar hinir tæknióðu Japanir uppgötvi „shakeskin". Þá fari boltinn fyrst að rúlla. freyr@frettabladid.is INNI UTI Nælur ( öllum stærðum og gerðum eru gríðarlega töff í dag. Þær geta verið í alls kon- ar litum og gerðum en öllu máli skiptir að þær séu nægi- lega stórar að þær grípi augað. Þær er hægt að næla í ýmsan fatnað, til dæmis jakkabarm, húfur, trefla og töskur. Ýmiss konar veggfóður er mikið í tísku núna. Það þykir flott að veggfóðra heilan vegg með risa- stórri landslagsmynd og má þar nefna myndir af skógum, fjöll- um eða fossum. Einnig hefur pastellitað veggfóður f seventís- stíl verið vinsælt um hríð. Peaches er elektrópönkgella sem syngur grófa texta með kynæsandi rödd sinni og tryl- landi takti undir. Hún hlýðir engum lögum og lætur vaxa villtan garð undir handarkrik- unum án iðrunar. Ekki minnkuðu vinsældir hennar þegar hún hélt tvenna tónleika hér á landi í sumar og margir misstu andlitið yfir sviðs- framkomunni. Algjör töffari. Gervineglur þykja ekki flottar lengur og keppast tískuhönnuðir við að klippa neglur fyrirsæta sinna niður f lítið sem ekkert. Nornalúkkið er þvl blessunarlega búið og geta stelpur hætt að borga morð fjár fyrir að láta setja gelneglur á fingurna. Það að mála hvert herbergi I íbúð sinni i hvert f sínum lit er ekki fallegt. fbúð sem lítur út fyrir að eigandi hafi fengið ókeypis prufur I málningarbúð er ekki flott. Ein- staklega ósmekklegt er þegar málað er með kokteilsósubleik- um, sinnepsgulum og mintu- grænum allt I sömu íbúð. Shaggy er ekki kúl lengur. Það er eitthvað afar hall- ærislegt við það að syngja með allt annarri röddu og hreim heldur en maður talar með. Mista Lova Lova er hallærislegri en flest og hættir vonandi fljótlega að troða Ijótum tónum I eyru okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.