Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Qupperneq 3

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Qupperneq 3
SVEITARSTJORNARMAL Tímarit um málefni íslenzkra sveitarfélaga. 2. ÁRCANCUR Útgefandi og ritstjóri: 19 42 JÓNAS GUÐMUNDSSON, eftirlitsmadur sveitarstjórnarmálefna. 2.-3. HEFTI Utanáskrift: „Sveitarstjórnarmál", Alþýáuhúsiá, Reykjavík. Skúli Pórðarson: UPPRUNI HREPPANNA. i. Margir ' fræðimenn hafa talið þjóð- skipulág íslendinga á þjóðveldistímanum að ýinsu leyti liið fullkomnasta ineðal germanskra þjóða á þeim tíma. Þeirri skoðun til stuðnings hefur einkum verið hent á þá staðreynd, að löggjáfarvald og dómsvald var aðskilið. Fleira hefur og verið fært fram þessu til stuðnings, svo sem það, að landinu var þegar á þjóð- veldistimanum skipt í hreppa, sem öðru fremur virðast hafa haft það markmið að annast um fátækrafra.mfærslu, og var hver hreppur sérstakt framfærsluhérað. En starfssvið hreppsfélagsins náði þó til margra fleiri mála, sem talizt gátu sér- mál þess. Er tryggingarstarfsemi hrepps- félaganna einkum talin órækur vottur um hinn mikla félagsþroska íslendinga um þær mundir, því að það voru lög, að hreppsmenn áttu að greiða þeim mönn- um ákveðnar skaðabætur, er urðu fyrir tjóni á nautgripum eða vegna bæjar- bruna. En slikt fyrirkomulag þekktist ekki neins staðar í norðanverðri Evrópn á því tímabili. Umdæmi, sem samsvara íslenzku hreppunum, þekktust ekki utan íslands, svo vitað sé. Kirkjan ein hafði fátækraframfærsluna á hendi og varði til hennar víðast hvar nokkrum hluta af tí- undinni og öðru, sem trúaðir menn gáfn fátækum i guðsþakkaskyni. Það hefur verið skoðun flestra, að lireppaskipunin sé algerlega islenzkt fyrirbæri, að landnámsmennirnir hafi ekki þekkl neina fyrirmynd, nema ef til vill hvað formið snerti, 'sem kynni að vera lekið frá hernaðarlegri uindæma- skiptingu einhvers staðar á Norðurlönd- um eða í Engíandi. Það mun vera óhætt að fullyrða, að menn vita enn þá alls ekki, hvermg hreppurinn er upprunninn, enda höfum við sa.ma sem engar aðrar heimildir um lireppana í fornöld en lagabálk jiann i Grágás, sem um ]>á fjallar, en af laga- hálki þessum getum við í aðalatriðunum séð, hvert starfssvið hreppsfélagið hafði um miðja 13. öld, því að þá er talið, nð Grágás sé skrifuð. Af lagabálki þessum virðist mega ráða, að Alþingi hafi litl fengizt við löggjöf í hreppsmálum, en að bændurnir sjálfir hafi í hverju héraði fyr- ir sig skapað sér venjur samkvæmt skil- yrðunum, sein voru mismunandi, og hafi þessar venjur og samþykktir, sein bænd- urnir sjálfir hafa gert, verið lög þeirra, þó óskráð væru. En einmitt vegna þess, að svo lítið hefur verið skráð af lögum og venjum hreppanna, er erfitt að rannsaka uppruna þeirra. En ai' þögn heimildanna um uppruna hreppaskipulagsins mætti helzt ætla, að þeir hefðu verið búnir að fá fast skipulag áður en ritöld hófst.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.