Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 10
8 S VEITARSTJ ÓRNARMÁL jöfnunarsjóðurinn sé tryggingarstofnun fyrir slíkt atferli. Annað mál er það, að þær geta, fyrr en varir, leitt til þrota, eða annara vandræða fyrir viðkomandi sveit- arfélag, og samkvæmt gildandi lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á að leggja nokkuð af árlegum tekjum hans fyrir, er nota megi til hjálpar nauðstöddum sveitar- félögum er svo ber undir. En þar sem ætla verður að þessi þáttur í starfsemi Jöfnunarsjóðs standi ávallt í nánu sam- bandi við fjárframlög til hans úr ríkis- sjóði, verður hann ekki gerður að frekara umtalsefni í þessu sambandi. Þrátt fyrir áðurgreindan annmarka á að meta styrkhæfi sveitarfélaga úr Jöfnunar- sjóði vegna mikils útsvarsþunga, tel ég þó sjálfsagt að það atriði eigi einnig að koma þar til greina. Eru þá þegar nefnd þrjú at- riði, sem leggja bæri til grundvallar jöfn- unarúthlutun, þ.e. þurfamannakostnað, út- gjöld vegna almannatrygginga og almenn- ur útsvarsþungi, en opin leið er til að gefa þessum liðum mismunandi gildi til áhrifa á úthlutunina. Gæti þá, t. d., komið til mála að margfalda tölur fyrsta og annars liðar til móts við siðast talda atriðið. En hvaðan er svo tekna að vænta fyrir slikan sjóð? í þeim tiltölulega takmörkuðu umræð- um, sem enn hafa orðið um „landsútsvör“ til Jöfnunarsjóðs eða tekjuöflunarsjóðs sveitarfélaga, hafa þó komið fram all- margar tillögur um tilvonandi gjaldþegna til hans. Um suma þeirra, s. s. banka og sparisjóði, Eimskipafélag Islands, Skipa- útgerð ríkisins o. fl., gegnir svo máli, að þessar stofnanir eru með lögum undan- þegnar útsvarsskyldu, enn sem komið er. Hvort lögleiðing útsvarsskyldu á þær myndi mæta minni mótspyrnu en ella ef greiðslur þeirra ætti að ganga til Jöfnun- arsjóðs, er ákveðið markmið hefði, er enn með öllu óreynt. Ösennilegt er það ekki ef það nær skilningi hjá þjóð og þingi, að hlutverk sjóðsins sé til almennra þjóð- þrifa. Að sjálfsögðu myndi slík gjald- greiðsla háð sérstökum fyrirmælum og takmörkunum, er ekki liggja undir al- mennum ákvæðum um niðurjöfnun út- svara. Annar flokkur gjaldþegna, sem nefndur hefir verið í þessu sambandi, eru atvinnu- rekstrarstofnanir rikisins, s. s. einkasölur og aðrar ríkisverzlanir, síldarverksmiðjur o. s. frv. Ennfremur almenn trygginga- starfsemi (önnur en almannatryggingarn- ar) heildverzlanir o. fl. Þessir aðilar hafa verið gjaldþegnar til sérstakra sveita áður, þó hin almennu ákvæði útsvarslaganna hafi að vísu ekki náð til sumra þeirra. Má búast við að þungt reiptog verði um að ná útsversréttindum á þá í hendur Jöfnunar- sjóðs, að m. k. að fullu, enda þótt starf- semi þeirra nái svo mjög til landsins alls. að heimilisfang þeirra eitt geti ekki, með neinni sanngirni, ráðið því, hvar útsvars- greiðsla þeirra kemur niður. Þriðji flokkur gjaldþegna til Jöfnunar- sjóðs, sem til greina mætti koma, eru t. d. þeir útlendir menn, sem hingað koma til starfa að tilhlutan ríkisstjórnarinnar, og eru greidd laun úr ríkissjóði. Ennfremur þeir útlendir menn, sem starfa á flugvell- inum í Keflavík og útsvarsskyldir verða að landslögum. Er sennilegt að fleiri gæti bætzt í þennan flokk, við nánari athugun. Þess er ekki að dyljast að tekjur til sliks Jöfnunarsjóðs eða tekjuöflunarsjóðs sveit- arfélaga eru allmikill vonarpeningur, enn sem komið er. Eigi að siður er stofnun og starfsemi slíks sjóðs svo mikið þarfa og réttlætismál, að því ætti að mega vinna fylgi. Til þessa tima hefir ekkert verið rætt eða ritað um það utan þingfunda Sam- bands ísl. sveitarfélaga. Mun það og reyn- ast svo, að Sambandið sé sá aðili, sem verði að beita sér fyrir málinu. J. G. P. Til þessa hefur rit þetta verið prentað i Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Þakkar ritnefndin prentsmiðjustjóra, Steingrimi Guðmundssyni góð ráð og alla aðstoð. Þetta er fyrsta heftið sem prentað er í Prentverki Akraness h.f.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.