Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 18
i6 SVEITARSTJÖRNARMÁL 3. Eptirleiðis má ekki byggja hús á Sauðárkróki nema úr timbri eða steini. Þetta tilkynni jeg yður hjermeð til þóknanlegrar leiðbeiningar.“ Samkvæmt skýrslum voru 4 íbúðarhús á Sauðárkróki árið 1874 en árið 1887 eru þau 12 og er virðingarverð þeirra þá talið 58.600 krónur. Þegar byggð fór að aukast á Sauðárkróki og samgöngur þangað vaxa. fluttust hinir opinberu embættismenn sýslunnar, and- legrar- og veraldlegrar stéttar búferlum þangað, og þá um leið embættin. SAUÐÁRKRÓKSSÓKN Samkvæmt Auðunnarmáldaga 1318 er Mattheusarkirkja að Fagranesi á Reykja- strönd, og á allt heimaland. Þar er prestur. Samkvæmt máldaga Ólafs biskups Rögn- valdssonar 1470 er þar heimilisprestur, og tekur heima 4 merkur, og utangarðs 5 merkur (þ. e. af hálfkirkjum og bænhús- um). Tollar eru greiddir af 13 bæjum. Að Sjávarborg var Andrésarkirkja sam- kvæmt Auðunnarmáldaga 1318. Árið 1399 er séra Steinmóður Þorsteinsson tekur við staðnum. er þaðan sungið að Gili annan hvern dag frá Mikaelsmessu til fardaga en frá Reynistað frá fardög- um til Mikaelsmessu. Enn fremur sungið til Sauðár annan hvern dag. Loks hefur prestur tekjur af Utanverðunesi, Keflavík og Hellulandi. Á þeim tíma hafa verið hálfkirkjur á Sauðá og Gili, en bænahús á hinum þrem bæjunum. Árið 1880 fluttist sr. Tómas Þorsteins- son, er þá var prestur til Reynistaðar, Sjávarborgar og Fagranessóknar, búferl- um til Sauðárkróks, og er þvi fyrstur prest- ur er setzt þar að. Með landshöfðingjabréfi 20. júni 1891 eru Fagraness og Sjávarborgarkirkjur lagð- ar niður, en heimilað að reisa kirkju á Sauðárkróki. Árið 1892, 4. sunnudag í jólaföstu (18. des.) var vígð hin fyrsta kirkja á Sauðárkróki. Árni Rjörnsson, síðar prófastur, er þá var prestur til Reynistað- ar, Sjávarborgar og Fagranessókna flutt- ist í fardögum 1894 til Sauðárkróks. Þar sem telja verður niðurlagningu hinna tveggja fornu kirkna merkilegan viðburð í sögu Skagafjarðar, og byggingu sóknarkirkju á Sauðárkróki þýðingarmik- inn atburð í sögu Sauðárkróks, þykir rétt að birta hér bréf landshöfðingja til biskups um þetta efni, og fer það hér á eftir: „Samkvæmt tillögum yðar, herra bisk- up, í þóknanlegu brjefi, dags. 10. þ. m. og eptir að löglegt samþykki hjeraðsfundar er þar til fengið, vil jeg hjermeð eptir ósk hlutaðeigandi safnaða, samkvæmt 4. gr. í lögum nr. 3, 27. febr. 1880, sbr. ráðgjafa- brjef 5. maí 1887, veita leyfi til: 1. að kirkjan að Fagranesi í Skagafjarð- arprófastsdæmi verði lögð niður. 2. að kirkjan að Sjávarborg í sama pró- fastsdæmi verði lögð niður, þannig að kirkjueigandi haldi sem sinni eign kirkjuhúsinu og sjóði kirkjunnar, eins og hann hefur verið í nýliðnum fardögum, en prestsmatan, 60 pd. smjörs, hvíli að sjálfsögðu á jörðinni Sjávarborg eins og hingað til. 3. að byggð verði í stað hinna niður- lögðu kirkna nægilega stór og sæmi- leg kirkja á verzlunarstaðnum Sauð- árkróki fyrir núverandi Fagraness- og Sjávarborgarsóknir; skulu þeirri kirkju lögð áhöld (ornamenta og instrumenta) hinna niðurlögðu kirkna, og svo tekjur Sjávarborgar- kirkju frá fardögum 1891 og sjóður og hús Fagranesskirkju, og verði hin nýja Sauðárkrókskirkja í umsjón og áþyrgð safnaðarins. er leggur fram hið nauðsynlega fje til byggingar- innar. Þetta er yður hjermeð þjónustusamlega tjáð til þóknanlegrar leiðbeiningar og frek- ari birtingar.“ SKÓLAR Árið 1881 var hafin bygging fyrsta barnaskólahúss á Sauðárkróki, og henni lokið 1882. 3. jan. 1883 hefst þar kennsla

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.