Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 19
SVEITARSTJÖRNARMÁL 17 fyrir börn. Fyrstu árin var Lárus lomas- son forstöðumaður og kennari skólans. Arið 1907 var reist þar nýtt barnaskóla- hús og byggingu þess lokið 1908. Varð þá Jón. Þ. Björnsson skólastjóri barnaskólans og gegnir hann því starfi enn. Sama ár stofnaði hann ásamt Sr. Árna Björnssyni, prófasti á Sauðárkrók, unglingaskóla Sauð- árkróks, sem starfað hefur síðan í húsnæði barnaskólans. 1946 var komið upp vísi að gagnfræðaskóla, og er núverandi sóknar- prestur Sr. Helgi Konráðsson forstöðu- maður skólans, ennfremur er þar hafin nokkur kennsla í iðnfræðslu. Nú er verið að Ijúka við að reisa nýtt og vandað barna- skólahús úr járnbentri steinsteypu. Er svo ráð fyrir gert, að auk barnaskólans fái Gagnfræðaskólinn og Iðnskólinn þar hús- næði. S V SLUM ANNSSETUR. Ekki var þeim embættismönnum er með sýslumannsvöld fóru í Skagafirði ætluð nein iörð til ábúðar. Þó skal þess getið að með konungsúrskurði 8. maí 1805 er jörð- in Viðvík lögð sýslumanni til ábúðar, móti eftirgjaldi í konungssjóð, en samkv. kon- ungsúrskurði, 25. sept. 1854, er jörðinni skipt við Hjaltastaði, til ábúðar fyrir prest- inn til Hóla, Viðvíkur og Hofstaða. Síðan er sýslumanni eigi ætluð nein ábýlisjörð. Allt frá fyrstu tið sátu því þessir valds- menn á ýmsum góðjörðum héraðsins. Má þar til nefna Hóla í Hjaltadal Reynistað, Hof á Höfðaströnd. Viðvík, Enni, Hjalta- staði, Stóru-Akra, Frostastaði, Víðivelli, Víðimýri o. fl. Alls eru það yfir 20 jarðir í Skagafirði sem vitað er um að hafi verið sýslumannssetur um lengri og skemmri tíma. Sá sýslumaður Skagafjarðar sem fyrst- ur flytur búferlum til Sauðárkróks, er Jó- hannes Davíð Ólafsson, en áður sat hann að Gili. Hann keypti nýtt íbúðarhús á Sauðárkróki og flutti þangað árið 1890. Hús þetta stendur ennþá. Síðan hafa sýslu- menn Skagafjarðar setið að Sauðárkróki. Nú, þegar Sauðárkrókur fékk kaupstað- arréttindi, samkv. lögum nr. 57, 24. maí 1947, varð núverandi sýslumaður, Sigurð- ur Sigurðsson, einnig fyrstur bæjarfógeti þar. LÆKNISSETUR. Árni Jónsson, sem skipaður var 15. apríl 1879 héraðslæknir í 9. læknishéraði sat fyrst á Sauðárkróki svo að Sauðá en flutti síðan að Glæsibæ og sat þar til 1892. Árið 1892, 11. júli er Guðmundur Magnússon, síðar prófessor, skipaður héraðslæknir, og setzt hann að á Sauðárkróki og hafa lækn- ar héraðsins ávallt setið þar siðan. Með lögum nr. 34, 16. nóv. 1907 er svo fyrir mælt. að læknissetur skuli vera á Sauðárkróki. Árið 1906 tók til starfa sjúkrahús á Sauðárkróki. Núverandi sjúkrahús er reist 1907. Læknir sjúkrahússins er héraðs- læknirinn, nú Torfi Bjarnason. Með kon- ungsúrskurði, 23. maí 1921, er sett á stofn apótek á Sauðárkróki. Fyrsti forstöðumað- ur þess og eigandi var Karl Mikael Lind- green. nú lyfsali í Middelfart á Fjóni. Kaupfélag Skagfirðinga var stofnað árið 1889. Auk verzlunar með allar innlendar framleiðsluvörur og sölu á erlendum vör- um starfrækir það nú sláturhús (frá 1908), frystihús (frá 1928), mjólkursam- lag (frá 1934), og saumastofu. Þá hefm- kaupfélagið hafið byggingu mjólkur- vinnslustöðvar á Sauðárkróki og í undir- búningi er bygging vélaviðgerðarverk- stæðis. Ennfremur er mikill áhugi meðal Skagfirðinga fyrir að koma þar upp verk- smiðju til ullariðnaðar. Sparisjóður Sauðárkróks var stofnaður 1886. Annast hann öll venjuleg sparisjóðs- störf. Árið 1906 var opnuð landssímastöð á Sauðárkróki. 31. desember sama ár veitti ráðherra, „samkvæmt lögum 20. okt. 1905, um ritsíma, talsíma o. fl., talsímafélagi Sauðárkróks leyfi til að stofna og starf- rækja talsímasamband um nefndan verzl- unarstað.“ Leyfið var veitt til áramóta

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.