Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 20
i8 SVEITARSTJÓRNARMÁL 1915 og með öðrum nánara tilteknum skil- yrðum. Fyrstur símstöðvarstjóri þar var Pétur Sighvatsson. Nú er þar símstöðvar- stjóri Þórður Sighvats sonur hans. Með auglýsingu landshöfðingja um póstmál, dags. 25. nóv. 1879, og sem gildi tók 1. jan. 1880 er svo fyrir mælt að bréf- hirðing skuli stofnuð á Sauðárkróki. Um 1890 er þar stofnuð póstafgreiðsla, og hef- ur verið þar síðan. Um langt árabil voru því tvær póstafgreiðslur í Skagafirði, hin að Viðimýri, en er nú lögð niður. Fyrsta árið var Jónas Jónsson póstafgreiðslumað- ur á Sauðárkróki, en síðan Kristján Blön- dal í 39 ár. Núverandi póstafgreiðslumað- ur er Valgarð Blöndal sonur hans. Helztu félög er stofnuð voru á Sauðár- króki fyrir aldamót. og enn eru starfandi, eru: Leikfélag Sauðárkróks, stofnað 1888. Hið Skagfirzka kvennfél., stofnað 1896. I.O.G.T. st. Gleym mér ei stofnuð 1897. U.M.F. Tindastóll var stofnað 1907. SAUÐÁRKRÓKSHREPPUR Árið 1907 er hinum forna Sauðárhreppi skipt í tvö sveitarfélög, Sauðárkrókshrepp og Skarðshrepp. Bréf stjórnarráðsins, dags. 9. apríl 1907, til sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu, um skiptingu Sauðárhrepps er svohljóðandi: .,Með brjefi yðar, herra sýslumaður, dags. 12. f. m., hefir stjórnarráðinu borizt erindi frá hreppsnefndinni í Sauðárhreppi í Skagafjarðarsýslu um skipting þessa hrepps í tvö sveitarfjelög ásamt meðmæl- um hlutaðeigandi sýslunefndar með því að skiftingin verði leyfð. Utaf þessu skal hjer með, samkvæmt sveitarstjórnarlögum 10. nóv. 1903, skipað svo fyrir sem hjer segir: 1. Sauðárhreppi í Skagafjarðarsýslu skal skift i tvö sveitarfélög, þannig að Sauðárkrókskauptún með jörðinni Sauðá verði hreppur út af fyrir sig og nefnist Sauðárkrókshreppur, og hinn hluti hins forna Sauðárhrepps verði hreppur út af fyrir sig .og nefn- ist Skarðshreppur. 2. öllum eignum, skuldum og sveitar- þyngslum hins núverandi Sauðár- hrepps þeim er verða þegar skipþng fer fram, skal skipt þannig milli hinna nýju hreppa, að í hlut Sauðár- krókshrepps komi 5/6 hlutar en í hlut Skarðshrepps 1/6 hluti, og eftir sama hlutfalli skal skifta sveitarþyngslum, er síðar kunna til að koma og eiga rót sína i félagsskap þeim, sem hing- að til hefir átt sjer stað milli hinna nýju hreppa. Þó er gjörð sú undantekning frá nýnefndri reglu um skifting eign- anna, að styrktarsjóður fátækra í Sauðárhreppi eða Gjafasjóður Sig- urðar Guðmundssonar frá Heiði, skal vera fyrst um sinn óskiftur og undir stjórn beggja hreppanna, en hinir ár- legu vextir af sjóðnum, sem til út- hlutunar koma, skulu skiftast þann- ig, að i hlut Sauðárkrókshrepps komi 2/3 hlutar, en í hlut Skarðshrepps komi 1/3 hluti. 3. Aðskilnaður hreppanna skal fram fara, þegar er hreppsnefndir hafa verið kosnar í báðum hinum nýju hreppum, og skulu vera 5 hrepps- nefndarmenn í Sauðárkrókshreppi en 3 í Skarðshreppi, en þær skulu síðan framkvæma skiftingu á eign- um og skuldum og sveitarþyngslum, en verði ágreiningur útaf skifting- unni, skal úr honum skorið af sýslu- nefnd. sem einnig skal kveða á um fjallskil og afrjetti. Þetta er yður hjermeð til vitundar gefið til leiðbeiningar og frekari aðgerða og birt- ingar að bví viðbættu, að með framan- greindri fyrirskipan er engin breyting gjörð á hinum forna Sauðárhreppi sem dómþinghá nie manntalsþinghá." Árið 1927 kaupir Sauðárkrókur jörðina Sauðá og er bar nú stórfelld ræktun. Þá hefur ennfremur verið keypt stór spilda af landi Sjávarborgar fyrir sumarbeiti-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.