Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 21
SVEITARSTJÖRNARMÁL 19 land handa kúm kaupstaðarbúa. Heitt vatn (50°) mun vera í landi kaupstaðar- ins, og fer nú fram athugun á því hvort hægt muni að virkja það til upphitunar íbúðarhúsa í kaupstaðnum. Árið 1912 var vatnsveita Sauðárkróks fullgerð og tók þá til starfa. Árið 1922 var kauptúnið raflýst, var þá reist oliuhreyfilrafstöð. 1933 var Sauðáin virkjuð. Nú er sú virkjun alls ónóg og er nú verið að virkja Gönguskarðsá. Þegar þeirri virkjun er lokið hefur kaupstaður- inn fyrst um sinn nægilegt rafmagn til ljósa, suðu og iðnaðar. og næsta nágrenni þans til ljósa. HAFNARMANNVIRKI — ÚTGERÐ. Jafnan hafa Sauðárkróksbúar stundað nokkuð sjó, jafnframt landbúnaði, verzlun 0. fl. Fyrst eingöngu á árabátum, en svo einnig á litlum vélbátum. Árið 1945 var stofnað tJtgerðarfélag Sauðárkróks og hef- ur það keypt 2 nýja vélbáta, ,Sæmund“, 50 smál., og „Eirík“, 73 smál. Árið 1946 voru saltaðar 10 þús. tunnur af síld á Sauðárkróki og nú er lokið við að byggja nýja síldarsöltunarstöð. Mikill áhugi er fyrir þvi að reisa niðursuðuverk- smiðju og tunnuverksmiðju, var sótt um það til nýbyggingarráðs, og var ráðið þessu meðmælt. Með lögum um síldarverksmiðjur ríkis- ins, frá 1945, var ráðgert að reisa síldar- verksmiðju á Sauðárkróki, en ekki hefur af því orðið ennþá. Er þess nú beðið með mikilli eftirvæntingu, hvað úr fram- kvæmdum verður. Þegar frá eru taldar tilraunir með bygg- ingu öldubrjóts fram af eyrinni norðan hafnarinnar, er ekki um hafnarmannvirki að ræða fyr en 1914 að byggð er báta- bryggja. Árið 1931 eru samþykkt fyrstu lög um hafnargerð á Sauðárkróki, og árið 1937 er hafin bygging núverandi hafnar og henni lokið árið 1939. Nú er lokið við að byggja bátakví innan hafnarinnar, og s. 1. sumar var unnið að því að dýpka höfnina, svo að nú geta þau íslenzk skip, er sigla hér við land, lagst þar að bryggju. KAUPSTAÐARÉTTINDI. Óskir um kaupstaðarréttirrdi fyrir Sauð- árkrók munu fyrst koma opinberlega fram i bréfi hreppsnefndar Sauðárkrókshrepps, er lagt var fram á aðalfundi sýslunefndar Skagafjarðar, 27. marz 1940. I útdrætti úr sýslufundargerð segir svo um þetta: „Állsherjarnefnd lagði fram, — viðvikj- andi beiðni hreppsnefndar Sauðárkróks- hrepps um kaupstaðarréttindi og til vara um fastan starfsmann, sem hefði á hendi framkvæmdarstjórn fyrir hreppinn — svofellda tillögu til ályktunar: 1. Sýslunefndin samþykkir, að hrepps- nefnd Sauðárkróks megi, ef nauðsyn- legt þykir, ráða sérstakan fram- kvæmdastjóra, sem vinni að fram- kvæmd sveitarmálefna, annist skrif- stofuhald og innheimtu eftir því, sem hreppsnefnd ákveður og á hennar ábyrgð. Greiðist kaup hans úr sveit- arsjóði eftir ákvæðum hreppsnefndar. 2. Sýslimefndin vill fallast á, að Sauð- árkrókshreppur verði sérstakt bæjar- félag, ef kauptúnsbúar telja sér það hagfelldara en vera áfram hrepps- félag innan sýslufélagsins, enda er bá gengið út frá, að viðunandi lausn fáist um fjárskipti hreppsfélagsins og sýslunnar. Jafnframt vill sýslunefndin brýna fyrir Sauðárkróksbúum, að þeir athugi þetta mál vandlega og geri þessa breytingu því aðeins, að rannsókn sýni, að hún sé til hagsbóta fyrir kauptúnið. Samþykkt með 13 samhljóða atkvæðum. Svohlióðandi viðaukatillaga kom fram í þessu máli: „Sýslunefndin ályktar að kjósa 3 menn utan Sauðárkrókshrepps til þess, ásamt mönnum kjörnum af hreppsnefnd Sauð- árkrókshrepps, að rannsaka hver skilyrði eru fyrir hendi til þess, að Sauðárkróks- kauptún verði gert að sérstöku bæjarfé- lagi, svo að hag kauptúnsins og sýslufé-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.