Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 23
S VEITARSTJ ÓRN ARMÁL 21 Karl Kristjánsson: „Það er löng leiðin til keisarans44 Þetta gamalkunna, rússneska máltæki: „Það er löng leiðin til keisarans,“ inni- heldur reynzlu fólksins, um að einvald- urinn var í mikilli f jarlægð við það, þegar leita þurfti til hans réttar eða annara úr- lausna. Þessi fjarlægð var ekki eingöngu vegarlengd á láði og legi í víðlendu ríki, heldur líka — og einkum — fjarlægð tignarmunar og vankynningar. Til eru margar átakanlegar sagnir um ferðalög einstakra manna á hinni lang- sóttu leið til „hans hátignar.“ Þar áttu sér stað margháttaðir hrakningar; líkam- legar þrekraunir og þjáningar, andleg auð- mýking, fjáreyðsla í farareyri. sóun ævi- stunda í biðir við hallardyr — jafnvel ár- um saman — o. s. frv. Og þó að tali ein- valdans yrði að síðustu náð, som ekki var alltaf, voru erindislokin eins vafasöm og leiðin til hans var torsótt og löng. Islendingar hafa aldrei þurft að leita til keisarans. En um margar aldir urðu þeir að fara á konungsfund með ýmis erindi sín. Það var stundum torveld leið og sein- farin, enda yfir haf að sækja til annars lands og annarar þjóðar manns. Nú þurfa Islendingar ekki lengur á konungsfund. Nú er lýðveldi á Islandi. Islendingar hafa skilyrði til þess að ráða málum sínum sjálfir, að svo miklu leyti, sem litil þjóð getur gert það í yfir- gangssömum heimi. Grundvallarhugsun fyrir breytingum á stjórnskipun allt frá einveldi til lýðveldis er sú. að koma á nærgætnari umhyggju hinna ráðandi afla, öruggara réttlæti, meiri sjálfstjórn, nærtækari úrlausnum og fljótfengnari. Lýðveldisskipulaginu er fyrst og fremst ætlað að stytta fólkinu þá leið, sem reynd- ist því alltof löng til keisarans. En er hún nú svo stutt og fljótfarin sem skyldi í lýðræðislandinu okkar þessi leið? Er hún að styttast ár frá ári fyrir vitur- legar aðgerðir og umbætur á torfærum? Finnst t. d. þér, sem vinnur sveitar- stjórnarstörf, fljótlegt að reka erindi „á hærri stöðum?“ Finnst þér löggjafinn með fyrirmælum sinum ryðja veginn eða spara þér og öðr- um krókana, svo sem vera ber? Finnst þér, að þeir menn, sem komnir eru að meira eða minna leyti í stað keis- arans eða kongsins og þjóna þeirra, skilja yfirleitt rétt, að hlutverk þeirra á að vera að stytta leið og greiða för? Hver treystir sér til þess að svara þess- um spurningum játandi? „Bréfdúfan flýgur hratt, en hraðara fara orðin, þegar þú síxnar." (Or umræðum símamálsins 1906). Mikil er tæknin orðin í því, að yfirstíga fjarlægðir á láði og legi. Þú biður um símtal við stjórnarvöldin í Reykjavík. Sértu norður í landi, þarftu að panta hraðsamtal, eigir þú að komast að hjá símanum, en þá gengur þetta fljótt, ef valdhafinn er viðlátinn. Þú berð fram erindi þitt í stuttu máli. Þér finnst, að úrlausnin ætti að geta feng- ist strax þvi að málið er einfalt. En svarið, sem þú færð, er venjulega á þessa leið: „Þetta þarf að liggja skiflegt fyrir." Þú skrifar, — og „bréfdúfan flýgur hratt." En svar kemur alltof sjaldan að vörmu spori. Stundum kemur það seint og um síðir. Stundum aldrei, — eða eftir dauð- ann. f bréfabók Húsavíkurhrepps er innfært afrit svohljóðandi bréfs, sem oddviti Húsa- vikurhrepps hefir skrifað:

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.