Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 24
22 SVEITARSTJ ÖRNARMÁL Húsavík, 21. sept. 1940. Hingað hefir nú borizt úrskurður hins háa ráðuneytis, dags. 8. maí s. 1., og bréf sjúkramáladeildar stjórnarráðsins, dags. 8. þ. m., út af umsókn N. N. (nafn manns) ins) í Húsavík, sem með Efnahagsskýrslu 15. maí 1937, sótti um styrk til dvalar á geðveikrahæli. Er maður þessi úrskurð- aður styrkhæfur. Vafalaust hefði maðurinn þakkað úr- skurðinn, ef hann hefði getað, en því mið- ur varð honum biðin eftir úrskurðinum of löng. Hann fyrirfór sér fyrir rúmlega tveim árum síðan. Virðingarfyllst. Til atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytisins, Reykjavík. Framanritað bréf sýnir merkjasteina furðulega langrar leiðar. Árið 1937, hinn 15. maí, er með Efna- hagsskýrslu, — svo sem lög gera ráð fyrir, — sótt um opinberan styrk handa geðbil- uðum manni til þess, að hann geti farið á geðveikrahæli og notið fyllstu umönnunar. Eftir hér um bil þriggja ára þagnarstund, eða 8. maí 1940, úrskurðar ráðuneytið manninn styrkhæfan. Enn verða „biðir og töf,“ því að nálega fjórir mánuðir líða þangað til sjúkramáladeild stjórnarráðs- ins, hinn 4. september 1940, skrifar bréf sitt og sendir úrskurðinn áleiðis til hlut- aðeiganda, sem aldrei komst á geðveikra- hælið, en hafði stytt sér aldur, og var bú- inn að hvílast í gröf sinni í meira en tvö ár, þegar „tilskrifið“ frá staðgengli keis- arans loksins kom. Þetta er í senn hlægileg saga — og raunaleg. Hún er sönn dæmisaga. Sögur af sama toga eru því miður alltaf öðru hverju að gerast. Hraðar póstferðir og hraðsímtöl fá ekki úr því bætt. „Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.“ (Tómas Guðmundsson). Af því að árangur símtala verður svo oft skoplega lítill, og þú getur ekki heldur treyst á svar við bréfi, þá tekstu ferð á hendur til höfuðstaðarins og hyggst að fá skjótar úrlausnir þannig. Og auðvitað er það helzta ráðið. Þú ert venjulega ekki lengi að komast til Reykjavíkur, en þegar þar er komið, tekur af þér hraðann — að likindum. Skrifstofur hins opinbera eru aðeins stutta daga opnar. Allur þorri forstöðu- manna stopular stundir til viðtals á skrif - stofuhum. Þeim virðist liggja „reiðinnar ósköp á“ til þess að sinna einhverju mikils- verðu, sem þú sennilega veizt þó ekki hvað er. Varla er það oft til að „setjast við hótel- gluggann,“ þó sjást sumir þeirra þar. Riðstofurnar eru stundum fullar af fólki, sem ekki kemst að dögum saman. Afgreiðslur málefna eru oft í margra höndum og' flóknar, meira en þig hafði órað fyrir í fyrstu. Þær hljóta að dragast í nokkra daga — viku — hálfan mánuð — eða lengur. Þú verður að láta þér skilj- ast, að þú ert ekki verkstjóri hér, þetta verður að hafa „sinn gang,“ og það kemur heldur ekkert málinu við, þó að þú álitir, að þér liggi „reiðinnar ósköp á.“ Þú verður að taka á þolinmæðinni. Ganga hæversklega á milli þeirra, er af- greiða skulu, og halda með því „málinu vakandi,“ eins og kallað er. Setjast þess á milli „við hótelgluggann og bíða,“ — bíða. Þetta kostar peninga, því að hótelið tek- ur sitt. Og þetta kostar þig hluta af lífi þínu, því að ævistundunum fækkar meðan þú bíður. Þú sérð eftir ævi þinni til þvilíkra biðferðalaga. Þetta eru of langar og dýrar leiðir á lítlum fleti. Tímans vegna hefðir þú eins vel getað farið umhverfis jörðina einu sinni eða oftar. ----------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.