Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Side 23

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Side 23
SVEITARST J ÓRNARMÁL 19 þeim, sem ekki vill hjálpa sér sjálfur". Af- skipti hins opinbera valds eru orðin svo marg- þætt og nærgöngul hverjum einstaklingi, að fjöldi manna liefur gefizt upp við að gera tilraun til að hjálpa sér sjálfur. Hér þarf að verða breyting á. Hin opinbera ofstjórn verð- ur að hverfa. Hver einstaklingur, sem er líkamlega og andlega hraustur, verður fyrst og fremst að gera kröfu til sjálfs sín, og fá að njóta sín fyrir þrotlausum opinberum af- skiptum. En segja má, að nú um skeið hafi fólkið verið \ranið á að heimta sem flest af öðrum. Árangur þeirrar óheillastefnu kemur æ betur í ljós, með stórfelldri fjölgun hugs- unarlausra og dáðlausra einstaklinga, sem eru byrði á þjóð sinni. Segja má með nokkrum rökum, að hér að framan hafi verið farið allþungum orðum um það fólk, sem gefizt hefur upp í lífsbarátt- unni úti á landsbyggðinni, og flúið til Reykjavíkur og annarra bæja. Sök þess er þó e. t. v. ekki önnur en sú, að það hefur gefizt upp við að andæfa í þeim þunga straumi, er til bæjanna liggur. Sá straumur hefur ver- ið, og er, magnaður af áhrifavaldi löggjafar- samkundunnar og bankanna, þ. e. handhöf- um peningavaldsins í landinu. Ef ung hjón vilja stofna heimili í sveit á íslandi, nú á þessum verðbólgutímum, þá geta þau feng- ið kr. 45.000,00 — f/orutíu og fimm þúsund krónur — til að húsa býlið. Um þetta hef ég nýjar, skjalfestar upplýsingar. En ef þau fá aðstöðu til að bvggja í Reykjavík, þá er laust lánsfé 2—4 sinnum meira a. m. k. Hvað sann- ar þetta? í fyrsta lagi, að þeir sem fjármagn- inu ráða, telja því betur varið til bygginga í borgum, jafnvel þó hver rúmmetri sé þar i/3 til Vi dýrari en í sveitum. Og í öðm lagi takmarkalaust vanmat á landbúnaðinum, og skilningsleysi á gildi hans fyrir þjóðarbú- skapinn í heild. — í upphafi þessa árs flutti forseti íslands athyglisverða ræðu. Hún var m. a. sterk ábending til allra hugsandi manna um það, hver stefnubreyting hér þarf að verða með dreifingu fjármagnsins. Hér þarf framkvæmdir án vettlingataka. Hvers vegna er ekki gerð raunhæf tilraun til þess að beina fólkinu þangað, sem það getur stundað arðgæfan atvinnurekstur? Hef- ur nokkurn tíma verið grennslazt eftir, hve margar fjölskyldur væru reiðubúnar til að hefjast handa um sjálfstæðan atvinnurekst- ur, ef þeim væri rétt örfandi hönd? Ef þjóðinni er alvara að lifa lífi sínu frjáls og óháð í landi sínu, þá þarf hér stefnu- breytingu. Það er ekki nóg að syngja hástöf- um í veizlum gildaskálanna: „Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa, sveitimar fyllast, akrar hylja móa. Brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýna skóga.“ Það þarf starf og meira starf, allra þeirra, sem hafa djörfung til að lifa lífi sínu frjálsir og hamingjusamir. Ef þjóðin sameinast í þeirri baráttu, þarf engu að kvíða. Gilsárstekk í Breiðdal, í janúar 1950. Páll Guðmundsson. FORSÍÐUMYNDIN er af framhlið Þjóðleikhússins, tekin af Pétri Thomsen. Ákveðið hefur verið að Þjóð- leikhúsið hefji starfsemi sína á sumardaginn fyrsta, 20. apríl, með sýningu á leikritinu „Nýjársnóttin" eftir Indriða Einarsson. Þjóðleikhússtjóri er Guðlaugur Rósin- kranz.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.