Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 42
38 SVEITARST J ÓRNARMÁL 1948 í Revkjavík og á því ári var lagt á hann útsvar þar. Reykjavíkurbær hélt fast við kröfu sína um lögtak og lögðu aðilar atriðin undir úrskurð fógetaréttarins í Reykjavík. í úrskurði fógetaréttar er tekið fram, að út- svarsgreiðandi hafi játað, að hann hafi flutzt til bæjarins í nóv. 1947 og dvalizt þar síðan. Ennfremur segir: Rétturinn lítur svo á, að enda þótt gerðarþoli (útsvarsgreiðandi) hafi á þessum tíma talið lögheimili sitt utan Reykjavíkur, þá sé dvöl hans hér á sama tíma þess eðlis, að hann hafi bakað sér út- svarsskyldu hér umrætt tímabil skv. ákvæð- um útsvarslaganna, nr. 66 frá 1945, og að umrætt útsvar sé réttilega lagt á hér, enda er það raunverulegur dvalar- og atvinnustað- ur manna, er að öllurn jafnaði ræður útsvars- skyldu þeirra, en eigi það, hvar þeir kunna að telja sér lögheimili hverju sinni. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, sem staðfesti úrskurðinn og dæmdi auk þess áfrýjandann til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. FRÁ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTINU. óheimiit að kjósa Bæjarstjóm í kaupstaðn- bæjarfulltrúa endur- . , , , , ■ , skoðanda að reikn- ™ A. kaUS 3 fundl Sin- ingum bæjarfyrir- um endurskoðendur að tækJa' reikningum bæjarfyrir- tækis nokkurs. Annar þeirra, sem kosinn var, átti sæti í bæjarstjóminni. Fram komu mót- mæli gegn því, að kjósa mætti bæjarfulltrúa sem endurskoðanda að reikningum bæjar- fyrirtækja. Forseti bæjarstjórnarinnar sneri :sér til félagsmálaráðuneytisins og óskaði úr- skurðar um réttmæti kosningarinnar. Ur- skurður ráðuneytisins féll á þá leið, að óheim- ilt væri að kjósa bæjarfulltrúa sem endur- skoðanda að reikningum bæjarfyrirtækja og ‘ógilti kosninguna. í forsendum fyrir úrskurðinum segir m. a. á þessa leið: Enginn bein ákvæði munu vera í lögum eða samþykktum, er segi fyrir um kjörgengisskilyrði endurskoðenda að bæj- arfyrirtæki þessu, hins vegar er fram tekið í lögum viðkomandi kaupstaðar, að yfirskoð- unarmenn bæjarreikninganna rnegi ekki eiga sæti í bæjarstjórn. Þar sem augljóst er, að sömu sjónarmið koma til greina um „hlut- levsi“ endurskoðenda einstakra bæjarfyrir- tækja og bæjarfélagsins í heild, má ganga út frá því, að lögjöfnun sé hér fyllilega heimil frá fyrrgreindu ák\'æði um yfirskoðunarmenn bæjarreikninganna, en samkvæmt því er óheimilt að kjósa mann endurskoðanda bæj- arh'rirtækis eigi hann jafnframt sæti í bæjar- stjóm. „SVEITARSTJÓRNARMÁL". Þetta hefti varð síðbúnara en skvldi, þar eð skýrslur um úrslit sveitarstjómarkosning- anna bárast nokkuð seint frá sumum sveitar- félögum, enda lauk kjöri bæjarstjóra í nokkr- um kaupstöðum mun seinna en ætla mátti. Það em vinsamleg tilmæli til sveitarstjóm- amianna, að þeir sendi ritinu leiðréttingar á missögnum, sem þeir kunna að verða varir við í frásögninni um sveitarstjómarkosning- amar. í næsta hefti mun meðal annars birtast grein eftir Karl Kristjánsson, bæjarstjóra, um Húsavíkurkaupstað. PRENTSMIÐJAN ODDI H.F., reykjavík

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.