Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1950, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1950, Blaðsíða 42
40 SVEITARSTJÓRNARMÁL Dómar og úrskurðir. FRÁ HÆSTARÉTTI. Genginn er Hæstaréttardóm- Ríkissjóð'ur — ° . stríðsgróða- ur i maii milli nkiss]oos og skattunnn. Vestur-Barðastrandasýslu og tapaði ríkissjóður málinu, þar eð dómur und- irréttar var staðfestur í Hæstarétti, en með dóminum var ríkissjóði gert að greiða sýslu- manni V.-Barðastrandasýslu f. h. sýslusjóðs rúmlega 85000 kr. auk 6% vaxta frá 31. maí 1949 til greiðsludags. Fjárupphæð þessi er vangoldinn stríðsgróðaskattur til syslusjóðs. Þá var og ríkissjóði gert að greiða málskostn- að bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: í 3. gr. laga nr. 21 frá 1942, um stríðsgróða- skatt segir $vo: Ríkissjóður greiðir 5% — fimm af hundraði — af stríðsgróðaskatti, sem innheimtur er cftir lögum þessum, til sýslu- félaga og þeirra bæjarfélaga, er engan skatt fá samkvæmt 2. gr. Fé þessu skal skipt í hlut- falli við þann tekjuskatt, sem til fellur í við- komandi sýslu- og bæjarfélögum. í 3. gr. laga nr. 10 frá 1941, sem felld voru úr gildi með lögum þessum, var samhljóða ákvæði að öðru leyti en því, að ríkissjóði bar þá að greiða sex af hundraði. Ríkissjóður greiddi til V.-Barða- strandasýslu árið 1941—1946 að báðum árum meðtöldum, sem hennar hluta í skatti þess- um, alls um 330 þús. kr. Sýslumaður V.-Barðastrandasýslu taldi hins vegar, að ekki hefði verið að lögum farið við úthlutun fjárins, nema árið 1942 og ætti hlut- ur sýslusjóðs fyrir árin 1941—1946, að vera rúmlega 415 þús. kr. — Mismunurinn er um 85 þús. kr. og gerði sýslumaðurinn kröfu til þessa fjár. Ríkissjóður gerði til þess kröfn, bæði í und- irrétti og Hæstarétti, að liann yrði sýknaður. — Þá kröfu byggði liann á því, að fvrrnefnd lög um stríðsgróðaskatt séu svo ónákvæm. að það hafi beinlínis verið tilætlun löggjafans, enda nauðsynlegt, að lögin skvldu fram- kvæmd á þaim hátt, að því er varði skiptingu fjárins, að sem réttlátastur jöfnnður fengist. Þar eð ríkissjóður taldi sig þannig hafa haft mjög óbundnar hendur í sambandi við fram- kvæmd laganna, kveður hann skiptingu stríðs- gróðaskattsins fyrir árið 1941 hafa verið á þann veg, að þau bæjarfélög, þar sem ein- ungis um óverlegan stríðsgróðaskatt var að ræða skv. 2. gr., voru ekki útilokuð frá hlut- deild í skiptingu skattsins skv. 3. gr. Hins vegar var tekjuskattur í hreppum þeim, þar sem á var lagður stríðsgróðaskattur, ekki lát- inn hafa áhrif á skiptingu skattsins innbyrðis. — Þessari skiptingu mótmælti sýslumaður, þar eð hún væri ekki í samræmi við ákvæði laganna. í forsendum dóms undirréttar, segir m. a. svo: „Eins og að framan getur á skv. 1. nr. 21 frá 1942 að skipta liluta af stríðsgróðaskatt- inum milli sýslufélaga og þeirra bæjarfélaga er engan skatt fá skv. 2. gr. laganna og skal fénu skipt í hlutfalli við þann tekjuskatt, sem til fellur í félögunum. í 2. gr. laganna segir, að ríkissjóður greiði hlutaðeigandi sveitarfé- lagi 45 af hundraði af þeim stríðsgróðaskatti, sem þar er á lagður og innheimtur. Sams kon- ar ákvæði var í 2. gr. 1. nr. 10 frá 1941, að því fráskildu, að þar skvldi greiða 40 af hundraði. Ekki verður séð, hvorki af lagaákvæðum þess- um né greinargerðum að lagafrumvörpunum,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.