Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 12
8 SVEITARSTJÓRNARMÁL e. Laganefnd: Jónas Guðmundsson, skrifstofustj., Reykjavík. Hallgrímur Benediktsson, bæjarfull- trúi, Reykjavík. Steindór Steindórsson, bæjarfulltrúi, Akureyri. Guðmundur G. Kristjánsson, bæjar- fulltrúi, Isafirði. Kristján Bjartmars, oddviti, St)'kkis- hólmi. Hermann Eyjólfsson, oddviti, ölfus- hreppi. Sigurður Jakobsson, oddviti, Anda- kílshreppi. Stefán Tryggvason, oddviti, Háls- hreppi. Vigfús Jónsson, oddviti, Eyrarbakka. 4. Ávarp forsætis- og félagsmálaráðherra: Forsætis- og félagsmálaráðherra, Stein- grímur Steinþórsson, flutti skörulegt ávarp. Rakti sögulega í stuttum dráttum þýðingu sveitarfélaganna á íslandi. Lagði áherzlu á mikilsvert hlutverk þeirra á líðandi stund og árnaði þeim allra heilla. Þá ávarpaði hann hina erlendu gesti og bauð þá í nafni ríkisstjómarinnar vel- komna til íslands. A eftir ræðu ráðherrans var þjóðsöng- urinn leikinn. Formaður sambandsins þakkaði ráð- herranum ræðu hans. 5. Ávörp erlendra gesta: Hinir erlendu gestir fluttu ávörp, kveðj- ur og ámaðaróskir frá sveitarfélagssam- böndum Jrjóða sinna. Á eftir hverju ávarpi var leikið þjóðsöngslag lands þess fulltrúa, er talað hafði. Form. sambandsins Jrakkaði ávörpin. 6. Skýrsla formanns. Formaður sambandsins, Jónas Guð- mundsson, gerði grein fyrir starfsemi stjórnenda sambandsins frá því, að síð- asti aðalfundur þess var haldinn og fer skýrsla hans hér á eftir: Engar breytingar hafa orðið á stjórn Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga, síðan hún var kosin, 16. okt. 1946. En stjórn skal kjósa á fyrsta landsþingi að loknum nýjum sveitar- stjómarkosningum. Stjómin hefur verið þannig skipuð: Jónas Guðmundsson, skrifstofustjóri, for- maður. Bjöm Jóhannesson, bæjarfulltrúi, Hafnar- firði, varaformaður. Jóhann Hafstein, bæjarfulltrúi, Reykjavík, ritari. Klemens Jónsson, oddviti, Bessastaða- hreppi, féhirðir. Bjöm Finnbogason, oddviti, Gerðahreppi, aðstoðarféhirðir. Stjómin hefur haldið fundi eftir því, sem þörf hefur krafið. Á landsþingi sambandsins á Akureyri, dag- ana 25. og 26. júlí 1948, var gefin skýrsla um störf sambandsins á árunurn 1946—1948, og er hún prentuð í 2—3 hefti Sveitarstjómar- mála 1948. Þar er sagt frá landsþinginu það ár, og vísast til hennar að því er snertir störf stjómar og sambandsins á fyrri hluta kjör- tímabils stjómarinnar. Hér á eftir verður nokkur grein gerð Rrir störfum stjómarinnar frá Jiví landsþinginu á Akureyri lauk, og þar til nú. Á fyrsta fundi stjómarinnar, að loknu því Jiingi, var tekin til meðferðar tillaga sú, er samþykkt hafði verið á Akureyri, um ráðn- ingu fasts starfsmanns í þjónustu sambands- ins. Stjómin varð ásátt um, að nauðsyn bæri til, að sambandið hefði fastan starfsmann og

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.