Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 14
10 SVEITARSTJORNARMAL sem til var ætlazt, að mestu á skrifstofu sam- bandsins, og hafa þau aukizt verulega síðan sambandsfélögin fóru að gera sér grein fyrir því hagræði, er því fylgir, að hafa sérstaka skrifstofu í Reykjavík, sem þau geta snúið sér til um margs konar fyrirgreiðslu. Skrifstofan er opin ákveðinn tíma á dag. Hún hefur með höndum öll bréfaviðskipti sambandsins, sér um fjármál þess þ. á. m. innheimtu árgjalda frá sveitarfélögunum, annast útgáfu tímaritsins Sveitarstjórnarmál að öllu, prentun, prófarkalestur, dreifingu, innheimtu áskriftargjalda og útbreiðslu þess, og er það tafsamara verk en fljótt á litið kann að virðast. Þá hefur og skrifstofan unnið að því, að fá þau sveitarfélög, sem utan við sambandið eru, til að gerast meðlimir. Hafa í því skyni nokkrum sinnum verið send bréf til allra þeirra sveitarfélaga sem enn hafa ekki gerzt meðlimir og þau hvött til þátttöku. Framkvæmdarstjórinn fór í þessu sam- bandi í ferðalag sumarið 1949 og heimsótti hreppana í Gullbringusýslu- og Árnessýslu. Átti hann tal við velflesta oddvita á þessum stöðum, hvort sem þeir voru í sambandinu eða utan þess. Af fjárhagsástæðum hefur ekki verið unnt að heimsækja fleiri sýslur en fyllsta ástæða er til að ætla, að slík ferðalög gætu verið hin þýðingarmestu. Á skrifstofuna koma og sveitarstjómar- menn, einkum oddvitar, til umræðu um ýmis þau mál, er þeir óska umsagnar eða upplýsinga um eða fyrirgreiðslu á. Skrifstof- an leitast við að koma málum þeirra á fram- framfæri eftir því, sem ástæður eru til. Látin hafa verið í té munnleg álit og leiðbeiningar um mörg þau viðfangsefni, er sveitarstjómar- menn eiga við að glíma í starfi sínu. Eins og vænta má eru það fyrst og fremst aðstoð við útvegun lána og lántökur, útsvars- og framfærslumál allskonar og fjárhagsmál sem hjálpa þarf til að greiða fram úr. Fyrirspurnir um sveitarstjórnarmálefni hafa margar borizt skriflega og þeim verið svarað eftir beztu getu. Ef tími hefur verið naumur, hefur verið spurt símleiðis og því svarað þegar í stað, eða í símtali síðar eða með bréfi að nánar atlmguðu máh. Skrifstofan hefur og haft með höndum viðtöl og viðskipti við ýmsar stofnanir í Reykjavík fyrir oddvita utan af landi. Hún hefur samið við Reykjavíkurbæ um útsvör, innt af höndum greiðslur til hans eða krafið hann um slíkt vegna útsvarsskipta og fram- færslumála. Séð hefur verið um áfrýjun á allmörgum úrskurðum til ríkisskattanefndar og reynt að fylgjast með málum sveitarfélaga þar. Við sveitarstjórnarkosningarnar í janúar og nú í júní annaðist skrifstofan prentun og sendingu kförgagna fyrir mjög mörg sveitar- félög. Var það tímafrekt og stundum erfitt að fá prentun, þar sem oft var naumur tími vegna óhagstæðra póstsamgangna. í sambandi við kosningar þessar, sendi skrifstofan út eyðublöð til útfyllingar varð- andi úrslit kosninganna og fleira, er máli þótti skipta. Svör bárust greiðlega. Með þessu móti verður í vörzlu sambandsins glöggt yfirlit um kosningarnar og er í ráði að sérstök kosningahandbók áþekk þeirri, er fé- lagsmálaráðun. gaf út 1946, komi út á vegum sambandsins eða ráðuneytisins nú á næstunni. Ýmsir oddvitar hafa fengið aðstoð skrif- stofunnar um innheimtu útsvara og hefur verið reynt að verða við því svo sem tiltæki- legt þótti. Á það má þó benda, að slík inn- heimta er miklum erfiðleikum háð, þar sem oftast er um litlar upphæðir að ræða, en í hlut eiga iðulega lítt fúsir greiðendur og erfitt um að finna heimili þeirra eða vita um atvinnurekanda, ef hann er þá nokkur, og iðulega er um deilukröfur að ræða. Skrifstofan hefur ásamt formanni og stjórn unnið að framkvæmd þeirra mála, sem lands-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.