Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 15
SVEITARST J ÓRNARMÁL 11 þingin hafa vísað til stjómarinnar til fyrir- greiðslu. Alþingi, ríkisstjóm og ríkisstofnanir hafa oftsinnis leitað umsagnar sambandsins um þau efni, sem snerta sveitarstjórnarmál al- mennt. Þannig samdi fjárhagsráð við það um greiðslur til oddvita og bæjarstjóra fyrir umboðsstörf. Alþingi hefur hvað eftir ann- að leitað umsagnar stjómarinnar um þýð- ingarmikil lagfrumvörp, sem varða sveitar- stjómar og framfærslumál. Ber að fagna þessu enda með því fengin byrjun að sam- starfi milli sveitarstjómarmanna og Alþingis um sveitarstjómamiál. Rétt þykir hér að gera nokkra grein fyrir einstökum þáttum í störfum sambandsins. NÝIR MEÐLIMIR. Eftirtalin 21 sveitarfélög hafa gerzt með- limir í sambandinu síðan á síðasta lands- þingi: Hofsóshreppur, Skagafj.s. Gnúpverjahreppur, Árn. Selvogshreppur, Árness. Geithellnahreppur, S.Múl. Grímsneshreppur, Ámess. Garðahreppur, Gullbr.s. Egilsstaðahreppur, S.-Múl. Tjörneshreppur, S.-Þing. Hrunamannahreppur, Árness. Vestur-Landeyjahreppur, Rang. Blönduóshreppur, A-Hún. Nauteyrarhreppur, N.-ís. Kirkjubæjarhreppur, V.-Sk. Barðastrandarlireppur, V.-Barð. Haganeshreppur, Skag. Hríseyjarhreppur, Evjaf. Dalvíkurhreppur, Eyjaf. Austur-Eyjafjallahreppur, Rang. Vatnsleysustrandahreppur, Gullbr. Hólmavíkurhreppur, Str.s. Flateyjarhr. S-Þing. Eru þá meðlimir sambandsins orðnir 125 að tölu. Því miður hefur aukningin ekki orð- ið eins mikil og skyldi eða æskilegt væri. í sambandinu eru þó öll fólksflestu sveitar- félögin, kaupstaðimir allir 13, og flest kaup- túnanna. Enn eru þannig utan sambandsins 104 sveitarfélög cru það aðallega landhreppar. Þess er að vænta, að þau sveitarfélög, sem enn hafa ekki sótt um inntöku í sambandið geri það á næstu árum. En almenn þátttaka í sambandinu frá sem allra flestum sveitar- félögum er grundvöllur að áhrifum þess og framkvæmdum öllum. í þeim 125 sveitarfélögum, sem í samband- inu eru, munu vera sem næst 110 þús. manns, en í þeim 105, sem utan við standa, ættu þá að vera um 30 þús. manns. TÍMARITIÐ SVEITARSTJÓRNAR- MÁL. Þegar Eiríkur Pálsson var ráðinn starfs- maður sambandsins tók hann við ritstjórn tímaritsins „Sveitarstjómarmál“. Jafnframt hélzt sá háttur, að sérstök ritnefnd væri við blaðið. Að vísu hefur hún átt þess lítinn kost að fylgjast með útgáfu ritsins, þar sem flestir nefndarmenn búa utan Reykjavíkur, og að henni hefur því lítið gagn verið fyrir ritstjórann. Sveitarstjórnarmál voru prentuð árið 1948 á Akranesi. En þar sem það var um margt óþægilegt varð að ráði að ritið væri prent- að í Reykjavík og hefur prentsmiðjan Oddi annazt prentun þess. Af ritinu hafa komið út, frá því á síð- asta landsþingi, átta hefti. Má því segja, að þar hafi áætlun þingsins verið fylgt. Kaupendatala ritsins hefur aukizt nokkuð. Hefur það einkum verið með þeim hætti, að sveitarsjóðir hafa samþykkt að kaupa eitt eintak handa hverjum sveitarstjómarmanni og fengið sjálfir eitt eintak til varðveizlu. Árgangurinn hefur til þessa verið seldur á kr. 20.00, þrátt fyrir alla hækkun, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.