Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Page 17

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Page 17
SVEITARST J ÓRNARMÁL 13 Fiá Þingvöllum. greiðslu og engin tillaga var samþvkkt um endurskoðun sveitarstjómarlaganna. Þess má hér geta, að stjórn sambandsins er kunnugt um, að félagsmálaráðuneytið hef- ur nú fyrir nokkru hafið endurskoðun sveit- arstjómarlaganna og er á vegum þess unnið að því, að samræma og fella í einn lagabálk lög um bæjarstjómir. Til þess mun ætlazt að síðar verði á sama hátt teknir til athugunar hinar aðrir þættir sveitarstjórnarmálanna. 2. Hælismálið. Á síðasta landsþingi var nokkuð skýrt frá störfum þeirrar nefndar, sem kosin var á landsþinginu 1946 í því skvni að safna skýrsl- um hvaðanæfa af landinu um það fólk, sem einu nafni er nefnt „vandræðafólk", og koma fram með rökstutt álit og tillögur um á livem hátt, hvar og hvemig verði komið upp heimili fvrir það fólk, sem hér kemur til greina. Á landsþinginu á Akureyri, lágu fyrir margs konar upplýsingar frá nefndinni varðandi þetta. En tillögur um lausn þessa vandamáls voru þá ekki bomar fram. Málinu var því vísað til stjórnarinnar og nefndarinnar að nýju til frekari úrlausnar. Þegar skrifstofa sambandsins tók til starfa var eitt af fyrstu verkum hennar að vinna úr þeim skýrslum, sem borizt höfðu. Skýrslur höfðu þá borizt frá 181 sveitarfélagi. Eftir að unnið hafði verið úr skýrslum sveitarfélaganna varð stjórnin sammála um að leggja það til að öll sveitarfélög landsins sam- einuðust um eitt slíkt öryrkjahæli, og að öryrkjahæli Reykjarvíkurbæjar, að Arnarholti á Kjalarnesi, yrði stækkað svo að það rúmaði nægilega marga vistmenn þessarar tegundar. Fóru fram langar og miklar umræður um mál þetta milli stjómarinnar og fyrirsvarsmanna Reykjavíkurbæjar og varð árangurinn sá að samið var frumvarp, er leggja skvldi fvrir Al- þingi, um þetta efni. Allt þetta endaði þó með því, að loksins nú

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.