Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 18
14 SVEITARSTJORNARMAL fáum dögum fyrir þing tilkynnti borgarstjóri að ekkert gæti orðið úr hinu fyrirhugaða sam- komulagi, og er málið þar með strandað í bili. Nánari grein verður gerð fyrir máli þessu, er það kemur hér til umræðu sem sérstakt dagskrármál, og mun ég því ekki rekja það nánar hér. 3. Umboðssrörfin. Síðasta landsþing fól stjórninni að stuðla að því, að ríkið greiddi sanngjörn laun fyrir umboðsstörf þau, er Fjárhagsráð hefur lagt bæjarstjórum og oddvitum á herðar. Fjárhagsráði var skrifað ýtarlega um þetta efni en svör fengust engin lengi vel. Einstaka oddvitar og bæjarstjórar skrifuðu ýmist sambandinu eða Fjárhagsráði með tilmælum um laun fyrir þessi störf. Ennfremur skrifaði Karl Kristjánsson, alþm., rökstudda grein um mál þetta í „Sveitarstjórnarmál". Fjárhagsráð var loks krafið ákveðinna svara, og er það loks svaraði kvaðst það þurfa samþykki ríkis- stjórnarinnar ef greiða ætti slíka þóknun. Síðan barst það svar að ríkisstjórnin sæi sér ekki fært að samþykkja greiðslur fyrir störf þessi. Þá var að tilhlutan stjómarinnar samin til- laga til þingsályktunar, þar sem Fjárhagsráði var lögð greiðsluskylda á herðar fyrir þessi störf. Tillaga þessi var falin Jóhanni Haf- stein, alþm., til flutnings á Alþingi. En þegar hér var komið málum, tilkynnti formaður Fjárhagsráðs stjórn sambandsins, að samþykkt hefði verið að greiða oddvitum og bæjarstjórum nokkra þóknun fyrir um- boðsstörf unnin á vegum Fjárhagsráðs. Þess- ar greiðslur munu síðan hafa verið inntar af höndum, enda hafa allar kvartanir um mál- ið nú hætt. Var mál þetta þar með leyst með þeim hætti, er landsþingið hafði óskað eftir. 4. Sícemmtana- og veitíngasícatrur. Á landsþinginu 1946 var samþykkt áskorun til sambandsstjórnar um að vinna að því, að skemmtanaskattur skyldi skiptast að hálfu milli ríkisins og þess sveitarfélags, þar sem skatturinn fellur til. Með lögum nr. 85 frá 1947 var ákveðið að skattur þessi skiptist þannig, að 40% rynnu í rekstrarsjóð Þjóðleikhússins, 50% gengju til félagsheimilasjóðs, en 10% til lestrarfélaga og til kaupa á kennslukvikmyndum. Með þessum hætti telur ríkisvaldið sig hafa orðið að verulegu leyti við kröfum sveitarfélag- anna um að helmingur skemmtanaskattsins rynni til þeirra, því að fyrir þann hluta sjóðs- ins, er fellur til félagsheimila, ber að styrkja sveitarfélögin sjálf eða annan félagsskap til að byggja samkomuhús, sem standa almenn- ingi opin til fundahalda og annarra félags- starfsemi. Með lögum nr. 53 frá 1949 var lögunum frá 1947 breytt á þann hátt að aðeins 40% gengju til félagsheimila og aðrir liðir lækkað- ir nokkuð, en tiltekin prósenta skattsins skyldi renna í Þjóðleikhússsjóð til að ljúka byggingu Þjóðleikhússins. Þegar lokið er greiðslu á byggingarkostnaði Þjóðleikhússins taka fyrri ákvæði um skiptingu skemmtana- skattsins gildi að nýju. I lögum frá síðasta þingi, nr. 65 frá 1950, var framlagið til félags- heimila lækkað niður í 35% unz byggingar- kostnaður Þjóðleikhússins er að fullu greidd- ur. Menntamálaráðuneytið skipaði í lok ársins 1948 þriggja manna nefnd til að gera tillögur varðandi skiptingu skemmtanaskattsins. Nefndina skipa: Torfi Hjartarson, tollstjóri, formaður. Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi og Jóhannes Elíasson, lögfræðingur. Ráðuneytið gaf vilyrði fyrir að stjórn sam- bandsins fengi væntanlegar tillögur nefndar þessar til umsagnar áður en þær yrðu lagðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.