Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Qupperneq 18

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Qupperneq 18
14 SVEITARST J ÓRNARMÁL fáum dögum fyrir þing tilkynnti borgarstjóri að ekkert gæti orðið úr hinu fyrirhugaða sam- komulagi, og er málið þar með strandað í bili. Nánari grein verður gerð fyrir máli þessu, er það kernur liér til umræðu sem sérstakt dagskrármál, og mun ég því ekki rekja það nánar hér. 3. Umboðsstörfin. Síðasta landsþing fól stjóminni að stuðla að því, að ríkið greiddi sanngjörn laun fyrir umboðsstörf þau, er Fjárhagsráð hefur lagt bæjarstjórum og oddvitum á herðar. Fjárhagsráði var skrifað ýtarlega um þetta efni en svör fengust engin lengi vel. Einstaka oddvitar og bæjarstjórar skrifuðu ýrnist sambandinu eða Fjárhagsráði með tilmælum um laun fyrir þessi störf. Ennfremur skrifaði Karl Kristjánsson, alþm., rökstudda grein um mál þetta í „Sveitarstjórnannál". Fjárhagsráð var loks krafið ákveðinna svara, og er það loks svaraði kvaðst það þurfa samþykki ríkis- stjórnarinnar ef greiða ætti slíka þóknun. Síðan barst það svar að ríkisstjórnin sæi sér ekki fært að samþvkkja greiðslur fyrir störf þessi. Þá var að tilhlutan stjómarinnar samin til- laga til þingsályktunar, þar sem Fjárhagsráði var lögð greiðsluskylda á herðar fyrir þessi störf. Tillaga þessi var falin Jóhanni Haf- stein, alþm., til flutnings á Alþingi. En þegar hér var komið málum, tilkynnti formaður Fjárhagsráðs stjórn sambandsins, að samþykkt hefði verið að greiða oddvitum og bæjarstjórum nokkra þóknun fyrir urn- boðsstörf unnin á vegum Fjárhagsráðs. Þess- ar greiðslur rnunu síðan hafa verið inntar af höndum, enda hafa allar kvartanir um mál- ið nú hætt. Var mál þetta þar með levst með þeim hætti, er landsþingið hafði óskað eftir. 4. Skemmtana- og veitingaskattur. Á landsþinginu 1946 var samþykkt áskorun til sambandsstjórnar um að vinna að því, að skemmtanaskattur skyldi skiptast að hálfu rnilli ríkisins og þess sveitarfélags, þar sem skatturinn fellur til. Með lögum nr. 85 frá 1947 var ákveðið að skattur þessi skiptist þannig, að 40% rynnu í rekstrarsjóð Þjóðleikhússins, 50% gengju til félagsheimilasjóðs, en 10% til lestrarfélaga og til kaupa á kennslukvikmyndum. Með þessum hætti telur ríkisvaldið sig hafa orðið að vcrulegu leyti við kröfum sveitarfélag- anna urn að helmingur skennntanaskattsins lyrnni til þeirra, því að fyrir þann hluta sjóðs- ins, er fellur til félagsheimila, ber að sfyrkja sveitarfélögin sjálf eða annan félagsskap til að byggja samkomuhús, sem standa almenn- ingi opin til fundahalda og annarra félags- starfsemi. Með lögum nr. 53 frá 1949 var lögunum frá 1947 breytt á þann hátt að aðeins 40% gengju til félagsheimila og aðrir liðir lækkað- ir nokkuð, en tiltekin prósenta skattsins skyldi renna í Þjóðleikhússsjóð til að Ijúka bvggingu Þjóðleikhússins. Þegar lokið er greiðslu á byggingarkostnaði Þjóðleikhússins taka fyrri ákvæði um skiptingu skemmtana- skattsins gildi að nýju. í lögum frá síðasta þingi, nr. 65 frá 1950, var framlagið til félags- heimila lækkað niður í 35% unz bvggingar- kostnaður Þjóðleikhússins er að fullu greidd- ur. Menntamálaráðuneytið skipaði í lok ársins 1948 þriggja manna nefnd til að gera tillögur varðandi skiptingu skemmtanaskattsins. Nefndina skipa: Torfi Hjartarson, tollstjóri, formaður. Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi og Jóhannes Elíasson, lögfræðingur. Ráðuneytið gaf vilyrði fyrir að stjórn sam- bandsins fengi væntanlegar tillögur nefndar þessar til umsagnar áður en þær yrðu lagðar

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.