Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 19
<?VEITARSTJORNARMAL 15 fyrir Alþingi, en til þessa mun nefndin ekki hafa starfað neitt. Um veitingaskattinn er það að segja, að ekki er útlit á að þess megi vænta, að ríkið gefi hann eftir til sveitarfélaganna. 5. Skattamál. í ágúst 1947 skipaði fjármálaráðherra nefnd til að endurskoða skattalöggjöfina og undirbúa frumvarp til nýrra laga um það efni. í nefndina voru skipaðir eftirtaldir menn: Gunnar Viðar, bankastjóri, formaður, Björn Björnsson, hagfræðingur, Guðm. í. Guðmundsson, bæjarfógeti, Jón ívarsson, forstjóri, og Steinþór Guðmundsson, kennari. Nefndin hélt alls yfir 80 fundi auk annarra starfa, og skilaði ráðherra frumvarpi til laga um tekjuskatt- og eignarskatt, ásamt ýtar- legri greinargerð og fylgiskjölum, þar á með- al um skattalöggjöf nokkurra ríkja. Allmikils ágreinings gætti milli einstakra nefndar- manna um ýmis atriði frumvarpsins og er frá því skýrt í greinargerðinni. Frumvarpið var afhent fjármálaráðuneytinu fyrri hluta ársins 1949. Þrátt fyrir það, að frumvarp þetta hafði að flytja ýmis nýmæli sem líkleg eru til bóta, varð þáverandi ríkisstjórn ekki ásátt um að leggja frumvarpið fyrir Alþingi. Síðari ríkis- stjórnir hafa og heldur ekki talið ástæðu til að leggja það fyrir Alþingi í heild. Nokkrar breytingar hafa þó verið gerðar á skattalögunum, t. d. viðurkennt skattfrelsi af eigin vinnu við eigið hús, og lækkun tekju- skatts af lágtekjum. 6. Úrsvarsmáí. Eins og þingfulltrúum er kunnugt, var lagt fram á Alþingi 1947 frumvarp um útsvör, er fól í sér allverulegar breytingar á útsvarslög- unum. Stjórn sambandsins fékk frumvarpið til umsagnar og var um það haldinn fulltrúa- ráðsfundur. Frumvarpið var síðar á árinu 1948 lagt fram að nýju ásamt tillögum full- trúaráðsins til breytinga á þvi. Frumvarpið komst til nefndar og sofnaði þar. Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp, er fól í sér afnám á ákvæðum útsvarslaganna um skiptingu á útsvari. Stjórn sambandsins fékk frumvarp þetta til umsagnar. Umsögn var send og var í henni vísað til umsagnar fulltrúaráðsins um frumvarpið um útsvör, að því leyti, sem hún fjallaði um útsvarsskipt- ingu. Ennfremur skoraði stjórnin á Alþingi að taka útsvarsmálin fyrir í heild og leggja frumvarpið frá 1948 fyrir að nýju, og bauðst til að stuðla að lagfæringu á því, og benti í því sambandi á að það væri að sjálfsögðu vafa- samur vinningur að breyta einstaka þáttum útsvarslaganna og draga með því allsherjar endurbætur á þeim á langinn. Alþingi samþykkti niðurfellingu útsvars- skiptanna nema í þeim tilfellum er maður flytti búferlum á útsvarsárinu. Þá samþykkti það og viðbótarútsvar á gjaldanda til handa atvinnusveit, þegar útsvar í heimilissveit er hlutfallslegra lægra. Aftur á móti taldi Alþingi sig ekki að þessu sinni hafa tóm til að taka útsvarsmálin í heild til meðferðar. 7. Löggæzla. Frumvarp um lögreglumenn, sem á sínum tíma var samið og hneig í þá átt, að ríkið greiddi lögreglukostnaðinn yfirleitt, hefur legið hjá ríkisstjóminni og eru ekki líkur til að það verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. En tihögur landsþingsins frá 1946 miðuðu að því, að allur kostnaður af löggæzlu yrði greiddur úr ríkissjóði. Tilraunir stjórnarinnar til að koma þeim ályktunum í framkvæmd hafa því engan árangur borið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.