Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 19
9VEITARST J ÓRNARMÁL 15 fyrir Alþingi, en til þessa niun ncfndin ekki hafa starfað neitt. Um veitingaskattinn er það að segja, að ekki er útlit á að þess megi vænta, að ríkið gefi liann eftir til sveitarfélaganna. 5. Skattamál. í ágúst 1947 skipaði fjármálaráðherra nefnd til að endurskoða skattalöggjöfina og undirbúa frumvarp til nýrra laga um það efni. í nefndina voru skipaðir eftirtaldir menn: Gunnar Viðar, bankastjóri, formaður, Björn Björnsson, hagfræðingur, Guðm. í. Guðmundsson, bæjarfógeti, Jón ívarsson, forstjóri, og Steinþór Guðmundsson, kennari. Nefndin hélt alls vfir 80 fundi auk annarra starfa, og skilaði ráðherra frumvarpi til laga um tekjuskatt- og eignarskatt, ásamt vtar- legri greinargerð og fylgiskjölum, þar á með- al um skattalöggjöf nokkurra ríkja. Allmikils ágreinings gætti milli einstakra nefndar- manna um ýmis atriði frumvarpsins og er frá því skýrt í greinargerðinni. Frumvarpið var aflient fjármálaráðuneytinu fyrri hluta ársins 1949. Þrátt fvrir það, að frumvarp þetta hafði að flvtja ýmis nýmæli sem líkleg eru til bóta, varð þáverandi ríkisstjórn ekki ásátt um að leggja frumvarpið fvrir Alþingi. Síðari ríkis- stjómir hafa og heldur ekki talið ástæðu til að leggja það fyrir Alþingi í heild. Nokkrar breytingar hafa þó verið gerðar á skattalögunum, t. d. viðurkennt skattfrelsi af eigin vinnu við eigið hús, og lækkun tekju- skatts af lágtekjum. 6. Útsvaismál. Eins og þingfulltrúum er kunnugt, var lagt fram á Alþingi 1947 frumvarp um útsvör, er fól í sér allvemlegar brevtingar á útsvarslög- unum. Stjórn sambandsins fékk frumvarpið til umsagnar og var um það haldinn fulltrúa- ráðsfundur. Frumvarpið var síðar á árinu 1948 lagt fram að nýju ásamt tillögum full- trúaráðsins til breytinga á því. Frumvarpið komst til nefndar og sofnaði þar. Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp, er fól í sér afnám á ákvæðum útsvarslaganna um skiptingu á útsvari. Stjórn sambandsins fékk frumvarp þetta til umsagnar. Umsögn var send og var í henni vísað til umsagnar fulltrúaráðsins um frumvarpið um útsvör, að því leyti, sem hún fjallaði um útsvarsskipt- ingu. Ennfremur skoraði stjórnin á Alþingi að taka útsvarsmálin fyrir í heild og leggja frumvarpið frá 1948 fyrir að nýju, og bauðst til að stuðla að lagfæringu á því, og benti í því sambandi á að það væri að sjálfsögðu vafa- samur vinningur að breyta einstaka þáttum útsvarslaganna og draga með því allsherjar endurbætur á þeim á langinn. Alþingi samþykkti niðurfellingu útsvars- skiptanna nema í þeim tilfellum er maður flytti búferlum á útsvarsárinu. Þá samþykkti það og viðbótarútsvar á gjaldanda til handa atvinnusveit, þegar útsvar í heimilissveit ei hlutfallslegra lægra. Aftur á móti taldi Alþingi sig ekki að þessu sinni hafa tóm til að taka útsvarsmálin í heild til meðferðar. 7. Löggæzla. Frumvaip um lögreglumenn, sem á sínum tíma var samið og hneig í þá átt, að ríkið greiddi lögreglukostnaðinn yfirleitt, hefur legið hjá ríkisstjóminni og eru ekki líkur til að það verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. En tillögur landsþingsins frá 1946 miðuðu að því, að allur kostnaður af löggæzlu yrði greiddur úr ríkissjóði. Tilraunir stjórnarinnar til að koma þeim ályktunum í framkvæmd hafa því engan árangur borið.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.