Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 21
SVEITARSTJORNARMAL 17 FRAMTÍÐARSTARFSEMI SAM- BANDSINS. Mér þykir að lokum hlýða að fara nokkr- um orðum um framtíðarstarfsemi sambands- ins. Sambandið er nú 5 ára gamalt svo ekki er aldurinn hár, enda eru þau verkefni ekki mörg, sem það hefur megnað að leysa til þessa. Ég vænti þess lengi vel, að svo gæti far- ið, að á þessu þingi tækist að ráða til fullrar lausnar því mikilvæga vandamáli, sem við höfum glímt við frá stofnun sambandsins — og á ég hér við hælismálið — en því miður brást sú von á síðustu stundu. Ekki dugar þó „að gráta Björn bónda heldur safna liði" til nýrrar atrennu í því máli og láta ekki undan fyrr en það lýkst á sæmilegan veg. En þegar ég lít nú aftur yfir þessi 5 ár, sem liðin eru frá stofnun sambandsins, finnst mér þó sem nokkuð hafi á unnizt. Sambandið hefur nú innan vébanda sinna rúman helm- ing allra sveitarfélaga landsins og í þeim sveitarfélögum eru um Vs hlutar allrar þjóðar- innar. Það hefur nú orðið fasta skrifstofu og fastan starfsmann í höfuðstað landsins og gef- ur út rit um málefni sveitarfélaganna, sem viðurkennt er sem ein áreiðanlegasta og bezta heimild um allt það er að sveitarstjóm- armálefnum lýtur og þar er að finna. Fjárhagsgrundvöllur sambandsins er sæmi- lega traustur og ég vænti fulls skilnings allra þingfulltrúa á nauðsyn þess að tillag til sam- bandsins verði hækkuð svo að það þurfi ekki að ganga á varasjóði sína vegna rekstursins. Það sem ég tel þó allra mest virði af því, sem unnizt hefur til þessa, er hin nána við- kynning og gagnkvæmi skilningur, sem sam- bandinu hefur tekizt að skapa milli margra sveitarstjórnarmanna og byggðariaga og ég er þess fullviss að í því efni á það eftir að vinna mikið og margþætt starf. Við höfum svo mikið af félögum og sam- tökum, sem vinna að því bæði beint og óbeint að skapa deilur og togstreitu milli ein- staklinga og félagsheilda, samtaka þar sem sjóndeildarhringurinn er svo þröngur og sjón- armiðin svo lág, að sífelldir árekstrar eiga sér stað, stundum jafnvel alveg að þarflausu. Þess vegna er ekki vanþörf á því, að til séu ein- hver samtök, sem stefna í gagnstæða átt. Samtök, sem hafa það að höfuðmarkmiði að jafna misklíðina í stað þess að auka hana, og skapa samhug meðal manna með ólík sjónar- mið í stað sundrungar. En það er einmitt í þá átt, sem Samband íslenzkra sveitarfélaga vill stefna. Við ættum allra manna hægast með að finna okkur ágreiningsmál, sem á svip- stundu mundu eyðileggja þessi ungu samtök okkar. Við vitum allir, að slík mál eru til, og ýmsir hefðu ef til vill hug á að hreyfa þeim hér. En við skulum gera okkur það strax Ijóst, að eftir þeirri leið fáum við engu áorkað til bóta, en mundum aðeins skaða samtök okk- ar. Með því að taka þau málin, sem við get- um sameiginlega, unnið að og viðurkennum allir að sveitarfélögunum og þjóðinni í heild sé vinningur að, að leyst verði með sam- komulagi, munum við geta varðveitt þetta samband okkar þar til því hefur tekizt að sigrast á öllum byrjnnarörðugleikum. Fyrir höndum er nú að taka upp öfluga baráttu fyrir nýrri og bættri sveitarstjórnar- löggjöf og ég segi það alveg hiklaust, að ég tel enga von um lausn í því efni fyrr en ákveðn- ar rökstuddar tillögur koma fram frá þessu sambandi um lausn málsins. Annað mikilvægt viðfangsefni væri það einnig, að koma á fót endurskoðunar-skrif- stofu, sem tæki að sér endurskoðun allra sveitarsjóðsreikninga landsins og legði grund- völlinn að sameiginlegu bókhaldskerfi fyrir sveitarfélög landsins. Sú skrifstofa ætti að starfa í nánu sambandi við skrifstofu sam- bandsins. Þá liggur það einnig fyrir að gera tímaritið Sveitarstjórnarmál enn betur úr garði en hægt hefur verið til þessa, og að koma á föst-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.