Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 21
SVEITARST J ÓRNARMÁL 17 FRAMTÍÐARSTARFS EMI SAM- BANDSINS. Mér þykir að lokum hlýða að fara nokkr- um orðum um framtíðarstarfsemi sambands- ins. Sambandið er nú 5 ára gamalt svo ekki er aldurinn hár, enda eru þau verkefni ekki mörg, sem það hefur megnað að leysa til þessa. Ég vænti þess lengi vel, að svo gæti far- ið, að á þessu þingi tækist að ráða til fullrar lausnar því mikilvæga vandamáli, sem við höfum glímt við frá stofnun sambandsins — og á ég hér við hælismálið — en því miður brást sú von á síðustu stundu. Ekki dugar þó „að gráta Björn bónda heldur safna liði“ til nýrrar atrennu í því máli og láta ekki undan Rrr en það lýkst á sæmilegan veg. En þegar ég lít nú aftur yfir þessi 5 ár, sem liðin eru frá stofnun sambandsins, finnst mér þó sem nokkuð hafi á unnizt. Sambandið hefur nú innan vébanda sinna rúrnan helm- ing allra sveitarfélaga landsins og í þeim sveitarfélögum eru um Vs hlutar allrar þjóðar- innar. Það hefur nú orðið fasta skrifstofu og fastan starfsmann í höfuðstað landsins og gef- ur út rit um málefni sveitarfélaganna, sem viðurkennt er sem ein áreiðanlegasta og bezta heimild um allt það er að sveitarstjóm- amrálefnum lýtur og þar er að finna. Fjárhagsgrundvöllur sambandsins er sæmi- lega traustur og ég vænti fulls skilnings allra þingfulltrúa á nauðsyn þess að tillag til sam- bandsins verði hækkuð svo að það þurfi ekki að ganga á varasjóði sína vegna rekstursins. Það sem ég tel þó allra rnest virði af því, sem unnizt hefur til þessa, er hin nána við- kynning og gagnkvæmi skilningur, sem sam- bandinu hefur tekizt að skapa milli margra sveitarstjómarmanna og bvggðarlaga og ég er þess fullviss að í því efni á það eftir að vinna mikið og margþætt starf. Við höfum svo mikið af félögum og sam- tökum, sem vinna að því bæði beint og óbeint að skapa deilur og togstreitu milli ein- staklinga og félagsheilda, samtaka þar sem sjóndeildarhringurinn er svo þröngur og sjón- armiðin svo lág, að sífelldir árekstrar eiga sér stað, stundum jafnvel alveg að þarflausu. Þess vegna er ekki vanþörf á því, að til séu ein- hver samtök, sem stefna í gagnstæða átt. Sarntök, sem hafa það að höfuðmarkmiði að jafna misklíðina í stað þess að auka hana, og skapa sarnhug rneðal manna með ólík sjónar- mið í stað sundrungar. En það er einmitt í þá átt, sem Samband íslenzkra sveitarfélaga vill stefna. Við ættum allra rnanna hægast með að finna okkur ágreiningsmál, sem á svip- stundu mundu eyðileggja þessi ungu samtök okkar. Við vitum allir, að slík mál eru til, og ýmsir hefðu ef til vill hug á að hreyfa þeim hér. En við skulum gera okkur það strax ljóst, að eftir þeirri leið fáum við engu áorkað til bóta, en mundum aðeins skaða samtök okk- ar. Með því að taka þau málin, sem við get- urn sameiginlega, unnið að og viðurkennum allir að sveitarfélögunum og þjóðinni í heild sé vinningur að, að leyst verði með sam- komulagi, munum við geta varðveitt þetta samband okkar þar til því hefur tekizt að sigrast á öllum byrjunarörðugleikum. Fyrir höndum er nú að taka upp öfluga baráttu h'rir nýrri og bættri sveitarstjórnar- löggjöf og ég segi það alveg hiklaust, að ég tel enga von um lausn í því efni fyrr en ákveðn- ar rökstuddar tillögur koma fram frá þessu sambandi um lausn málsins. Annað mikilvægt viðfangsefni væri það einnig, að koma á fót endurskoðunar-skrif- stofu, sem tæki að sér endurskoðun allra sveitarsjóðsreikninga landsins og legði grund- völlinn að sameiginlegu bókhaldskerfi fyrir sveitarfélög landsins. Sú skrifstofa ætti að starfa í nánu sambandi við skrifstofu sam- bandsins. Þá liggur það einnig fyrir að gera tímaritið Sveitarstjómarmál enn betur úr garði en hægt hefur verið til þessa, og að koma á föst-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.