Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 28
24 SVEITARST J ÓRNARMÁL sambandsins að beita sér fyrir því, að á næsta Alþingi verði gerð sú breyting á lögum nr. 50 frá 1946 um almannatrygg- ingar, að úr lögunum verði felld þau ákvæði 109. gr. er mæla fyrir um gjald- skyldu sveitarsjóða um greiðslu iðgjalda þeirra einstaklinga, sem hafa svo rýrar tekjur og eignir að þeirn verði talið fjár- hagslega um megn að greiða sjálfir ið- gjöld sín, ef þeir eru ekki á sveitarfram- færi.“ Samþykkt að vísa tillögunum til alls- herjarnefndar. 15. Útsvarsmál: Sigurgrímur Jónsson, oddviti Stokkseyr- arhrepps flutti fyrir hönd fulltrúaráðs sambandsins eftirfarandi tillögu og gerði grein fyrir henni: „Landsþing Sambands ísl. sveitarfé- laga skorar á Alþingi að setja ákvæði í útsvarslögin, er veiti skýlausa heimild fvrir sveitarfélögin til álagningar útsvars á fasteignir í eigu aðila búsettra utan sveitarfélaganna, til að standast a. m. k. þau útgjöld, sem sveitarfélögin verða að greiða vegna þeirra í tryggingarsjóð og til sýsluvegasjóðs, eða af öðmm ástæð- um.“ Eftir nokkrar umræður var tillögunni vísað til allsherjarnefndar. 16. Fræðslumál: Ásmundur B. Olsen, oddviti Patreks- firði, bar frarn og skýrði svohljóðandi til- lögu f. h. fulltrúaráðs sambandsins: „Landsþing Sambands íslenzkra sveit- arfélaga ályktar að beina þeim tilmælum til stjómar sambandsins, að hún stuðli að því að aukin verði fræðsla varðandi sveitarstjórnamrál almennt, til dæmis með útvarpserindum um þessi mál. Ennfremur heimilar þingið stjóminni, ef fært þykir kostnaðar vegna, að efna til námskeiða um þessi efni á vegum sambandsins eða í samstarfi við aðra að- ila, þar sem áhugamönnum um sveitar- stjómarmál og starfsmönnum sveitarfé- laga gefist kostur á að njóta fræðslu um framkvæmd þessarra mála. Þá telur þingið heppilegt að sveitar- stjórnum verði framvegis sendar sér- prentanir þeirra laga og reglugerða er sérstaklega snerta hag og rekstur sveitar- félaga.“ Tillögunni var vísað með samhljóða at- kvæðum til allsherjamefndar. 17. Samræming fjárhagsáætlana og reikn- inga sveitarfélaga: Fomiaður sambandsins, Jónas Guð- mundsson, lagði fram eftirfarandi til- lögu, sem \'ar vísað mótatkvæðalaust til allsherjarnefndar: „Landsþing Sambands íslenzkra sveit- arfélaga beinir því til félagsmálaráðu- neytisins að það stuðli að því, að meira samræmi verði látið ríkja um form fjár- hagsáætlana og reikninga sveitarfélag- anna en nú er, svo að auðveldara sé um að gera sér grein fyrir efnum og ástæð- urn viðkomandi sveitarfélaga frá ári til árs, og til samanburðar við önnur.“ 18. Frumvarp til laga um öryrkjahæli að Arnarholti á Kjalarnesi: Jónas Guðmundsson, fonn. sambands- ins, lagði fram frumv. þetta ásamt grein- argerð. Hafði fn’. og greinargerðin ver- ið sarnin af stjórn sambandsins og tveim- ur mönnum, er Reykjavíkurbæ hafði kos- ið til samstarfs við stjómina um þetta mál. Fm. var vísað í einu hljóði til hælis- nefndar og útbýtt fjölrituðu til þing- fulltrúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.