Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Qupperneq 29

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Qupperneq 29
SVEITARST J ÓRNARMÁL 25 19. Réttur sveitarfélaga, þegar þau gerazt hluthafar: Guðmundur G. Kristjánsson, bæjarfull- trúi á ísafirði, flutti eftirfarandi tillögu og fylgdi henni úr hlaði með ræðu: „Landsþing Sambands ísl. sveitar- fclaga háð á Þingvöllum 26.-27. ágúst 1950 telur að breyta þurfi 31. gr. laga um hlutafélög þannig, að sveitar- og bæjarfélög geti neytt atkvæðisréttar síns í hlutafélögum í samræmi við hluta- fé sitt að fullu.“ Samþykkt var umræðulaust að vísa tffl. til allshn. Fundi frestað kl. 5 síðdegis til nefndar- starfa. En kl. rúmlega 6 síðd. var fundur aftur hafinn og fyrir tekið: Tillögur til afgreiðslu: 20. Breyting á lögum Sambandsins: Laganefnd skilaði áliti og hafði Steindór Steindórsson, bæjarfulltrúi á Akureyri framsögu f. h. nefndarinnar. Lagði nefndin til að aftan við tillögu sambandsstjómar og fulltrúaráðs (sjá 10. lið fundargerðar þessarar) komi nokk- ur viðbót, og var þá tillagan um laga- breytingar svo hljóðandi: „Landsþing kernur saman til fundar einu sinni á hverju kjörtímabili sveitarstjórna, næsta ár eftir að kosningar hafa farið fram og skal samkomudagur þess að jafnaði vera í júnímánuði." Tillagan var þannig orðuð samþ. í einu hljóði. Ennfremur lagði laganefnd til, að úr 17. gr. laga Sambandsins væru felld orðin: „til tveggja ára í senn.“ Sú till. var einnig samþ. í einu hljóði. 21. Fjárhagsmál Sambandsins: Guðmundur Ásbjömsson, forseti bæjar- stjómar Reykjavíkur, flutti eftirfarandi tillögur frá fjárhagsnefnd og gerði grein fyrir þeim: a. Nefndin leggur til, að „ársreikningar Sambandsins fyrir árin 1948 og 1949 séu samþvkktir.“ b. Nefndin leggur til, að árgjaldið verði ákveðið 50 aurar af íbúa sveitarfélags fyrir árið 1950 og framvegis, þar til annað verður ákveðið af landsþingi. c. Fulltrúaráð og stjórn geri fjárhagsá- ætlun í samræmi við árgjald 50 aurar á íbúa sveitarfélags.“ Allar þessar tillögur voru samþykktar hver um sig með samhlj. atkv. 22. Tímarit Sambandsins: Þorsteinn Víglundsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum lagði fram eftirfarandi tillögur f. h. tímaritsnefndar og fylgdi þeim úr garði með framsögu: a. Tímaritsnefnd leggur til, að þingið samþykki: Ársgjald „Sveitarstjórnar- mála“ hækki frá næstu áramótum upp í kr. 30.00. — b. Útgáfustjórnin miði stærð ritsins við það, að ritið beri sig fjárhagslega, Jafnframt bendir nefndin á, að það muni vænlegt til tekna fyrir ritið, ef hægt væri að mynda í því viðskipta- skrá, sem sérstaklega miðist við bæjar- og sveitarfélög.“ Báðar þessar tillögur voru bornar upp hver fyrir sig og samþykktar með öllum greiddum atkvæðum. 23. Öryrkjahæli: Ásmundur B. Ólsen oddviti Patreksfirði, lagði fram svohljóðandi tillögu frá hæl- isnefnd og skýrði hana: „Sambandsþing ísl. sveitarfélaga hald- ið á Þingvöllum 26—27. ágúst 1950 ályktar að brýn nauðsyn beri til að stofnað verði hið fyrsta öryrkjahæli, sem sé eign allra sveitar- og bæjarfélaga í land-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.