Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Qupperneq 30

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Qupperneq 30
26 SVEITARSTJ ÓRNARMÁL inu. Sambandsþingið lýsir sig samþ. í meginatriðum frumvarpi því til laga um öryrkjahæli, sem útbýtt hefur verið á þinginu. En þar sem vitað er, að sam- komulag næst ekki um að reisa slíkt hæli að Arnarholti á Kjalarnesi, samþ. þingið að fela stjórn og fulltrúaráði að hefja framkvæmdir um byggingu slíks hælis svo fljótt sem auðið er.“ Tillagan var eftir stuttar umr. samþ. mótatkvæðalaust. 24. Álit allslierjarnefndar og tillögur: Helgi Hannesson, bæjarstjóri, Hafnar- firði, lagði frarn ályktanir og tillögur nefndarinnar og gerði grein fyrir þeim jafnharðan: a. Allsherjarnefnd mælti með tillög- unni um samræmingu íjáihagsáætl- ana og reikm'nga sveitarféJaga (sjá lið 17 hér að framan). Tillagan síðan borin undir atkvæði og samþ. í einu hljóði. b. Nefndin mælti með tillögu þeirri, er fram hafði komið um íiæðslumál (sjá 16. lið hér að framan). Tillagan borin upp og samþ. samhlj. c. Nefndin lagði til, að tillögu Guðm. Kr. Kristjánssonar (sjá lið 19) um aukinn rétt sveitarfélaga í hluta- félögum yrði vísað til stjómar Sam- bandsins og fulltrúaráðs til athugun- ar. Þingið samþ. með öllum greiddum at- kvæðum tillögu allshn. og var málinu þannig vísað til stjórnar og fulltrúa- ráðs Sambandsins. d. Nefndin lagði til, að framkominni tillögu I. um tryggingarmál (sjá lið 14) yrði vísað til stjórnar Sambands- ins. Tillaga nefndarinnar var samþykkt mót- atkvæðalaust. e. Nefndin mælti með því, að fram- komin tillaga II um tiyggingaimál (sjá 14. lið að framan) yrði samþ. þannig orðuð: „Landsþing Sambands ísl. sveit- arfélaga, haldið á Þingvöllum, dagana 26.-27. ágúst 1950, beinir til stjórn- ar sambandsins að beita sér fyrir því, að á næsta Alþingi verði gerð sú breyting á lögum, nr. 50 frá 1946, um almannatryggingar, að úr lögunum verði felld þau ákvæði 109. gr. er mæla fyrir um gjaldskyldu sveitar- sjóða um greiðslu iðgjalda fyrir aðra en þá, sem eru á sveitarframfæri." Þingið samþykkti með samhlj. atkv. tillöguna eins og hún nú lá fyrir. f. Nefndin lagði til, að framkomin til- laga um bieytingu á útsvarslögum sjá 15. lið að framan) yrði samþ. þannig orðuð: „Landsþing Sambands ísl. sveitar- félaga skorar á Alþingi að setja ákvæði í útsvarslögin, er veiti sveitar- félögum skýlausa heimild til álagn- ingar útsvars á fasteignir í eigu að- ila búsettra utan sveitarfélaganna eða að breyta lögum um fasteigna- skatt til hækkunar, svo að sveitar- félögin fái staðizt a. m. k. þau út- gjöld, sem þau verða að greiða vegna þeirra í tryggingarsjóð, sýslusjóð, sýsluvegasjóð eða af öðrum ástæð- u um. Eftir talsverðar umr. var till. samþ. með samhlj. atkv. 25. Áskorun til sambandsstjórnar og- full- trúaráffs. Svohljóðandi tillaga kom fram frá Páli Þorbjömssyni, fulltrúaráðsmanni úr Vestmannaeyjum, Jóni Jónsson, odd- vita Hofi og Þorleifi Jónssyni, bæjar- fulltrúi, Hafnarfirði:

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.