Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 31
SVEITARSTJORNARMAL 27 „Þingið skorar á stjóm sína og fulltrúa- ráð að hafa áhrif á að hraðað verði endur- skoðun útsvarslaganna og setningu nýrra laga um útsvör. Jafnframt leggur þingið fyrir stjórn sína og fulltrúaráð að vera vel á verði um. að tekið verði fullt tillit til þeirra samþykkta og ábendinga, sem koma fram á þessu þingi og fyrri þingum um breytingar á útsvarslögunum". Tillagan var samþykkt í einu hljóði. 26. Sérfundur bæjarstjóra og oddvita. Jón Kjartansson, bæjarstjóri, Siglufirði, flutti ásamt Ásgrími Hartmannssyni, bæjarstjóra í Ólafsfirði, svofellda tillögu og gerði grein fyrir henni í ræðu: „IV. þing Sambands ísl. sveitarfélaga samþ. að skora á sambandsstjórnir að taka til athugunar, hvort ekki sé rétt, að hún eftirleiðis í sambandi við sambands- þingin efni til tveggja funda, annars með bæjarstjórum hins með oddvitum, er þing sækja. Jafnframt athugi stjórnin möguleika á fundum oddvita og bæjar- stjóm milli þinga." Tillagan var samþykkt samhljóða. 27. Nýir meolimir: Formaður Sambandsins, Jónas Guð- mundsson, skýrði frá því, að 21 sveitarfé- lög hefði gengið í Sambandið síðan að síðasta landsþing var háð. (Nöfn þeirra eru birt í skýrslu formannsins á bls. n hér að framan). Væru því meðlimir Sambandsins nú orðnir 125 að tölu. Fundarmen:. buðu með almennu lófataki hin nýju sveitarfé- lög velkomin í Sambandið. Þegar hér var komið var kl. orðin rúmlega 10 að kvöldi og fundi frestað til næsta dags. Hinn 27. ágúst kl. 10 árdegis, var fundur- inn settur á sama stað. Dagskrá framhaldið þannig: 28. Stækkun sveitarfélaganna og fram- kvæmdarstjórn þeirra, Jónas Guð- mundsson, skrifst.stj. flutti mjög skil- merkilegt erindi um þetta efni. Birtist erindi þetta á öðrum stað í ritinu. Lagði hann að ræðulokum fram sem tillögu eftirfarandi ályktun: „Landsþing Sambands íslenzkra sveit- ar félaga beinir þeirri áskorun til ríkis- stjórnarinnar, að hún láti á næsta ári fara fram ýtarlega rannsókn á eftirfar- andi atriðum: 1. Hvort ekki sé tímabært að stækka sveit- arfélóg landsins með því að sameina þau þannig, að ekki sé undir 500 íbúum í neinu s\'eitarfélagi nema sérstakar, land- fræðilegar ástæður liggi til. 2. Hvort ekki séu tök á að setja sérreglur um stjóm þeirra sveitarfélaga, sem kaup- tún vaxa upp í, sem tryggi það, að kaup- túnið geti fengið nokkra sjálfsstjóm í eigin málum án þess að verða að fullu skilið frá móðurhreppnum fyrr en íbúa- tala þess er orðin yfir 500 manns. 3. Hvort ekki mundi heppilegra fyrirkomu- lag að bæjarstjórar og væntanlegir sveit- arstjórar verði fastráðnir starfsmenn sveitarfélaganna, er ekki láta af störfum sínum við almennar kosningar, eins og nú gerist, heldur sé með skipunarbréfi eða ráðningarsamningi tryggt starf sitt, nema út af beri í embættisfærslu." Eftir nokkrar umræður bar Karl Kristjáns- son bæjarstjóri í Húsavík, fram tillögu um að vísa ályktuninni til stjómar og fulltrúaráðs Sambandsins til ýtarlegri athugunar og með- ferðar. Var sú tillaga samþ. með samhlj. atkv. 29. Kosin stjórn sambandsins: Erlendur Bjömsson, bæjarstjóri, Seyðis- firði, lýsti tillögum kjömefndar. Formaður sambandsins var kosinn:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.