Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 34
30 SVEITARSTJÖRNARMÁL samt lét hann svona lengi eftir sér bíða. Sennilega hefði verið horfið frá að bíða eftir gosinu, ef ekki hefðu verið hinir erlendu gestir, sem fundarmenn vildu eigi að færu á mis við það að sjá hverinn gjósa. Veður var gott og skemmtu menn sér við samræður og söng. Drukkið var kaffi í veit- ingaskála staðarins. Loks er gosið kom var það hið stórfengileg- asta og stóð yfir í fullar 20 mínútur. Allir virt- ust sammála um, að biðin hefði fullkomlega borgað sig. Þá var ekið að Selfossi og snæddur kvöld- verður í Tryggvaskála í boði Árnessýslu. Bauð sýslumaður Árnesinga fundarmenn vel- komna með ræðu og flutti sambandinu ám- aðaróskir. Formaður ávarpaði fundarmenn, þakkaði þátttöku og óskaði góðrar heimferðar. Sví- inn Erik Jung þakkaði fyrir hönd hinna er- lendu gesta móttökur og minntist íslands. Jónas Guðmundsson þakkaði Árnesingum rausn þeirra og minntist Árnessýslu. Steinn Steinsen þakkaði forseta fundarstjóm og minntist Selfossbyggðar. Samþykkt var að fela fundarriturum og forseta fult umboð til þess að ganga frá bók- un, án þess að hún væri upplesin. Sungið „ísland ögrum skorið." Landsþinginu slitið um kl. eitt að nóttu. Kail Kristjánsson Sigurður Bjömsson. L,axin oddvitau Á fundi stjórnar Sambands ísl. sveitarfé- laga, 4. des. 1950, voru tekin til meðferðar bréf, er borizt höfðu frá ýmsum oddvitum, þar sem spurzt var fyrir um hvemig laun þeirra skyldu reiknuð. En vegna breytinga á lögum um verðlagsuppbætur, lá þetta eigi eins Ijóst fyrir og skyldi. Stjóm sambandsins samþykkti af þessu til- efni að skrifa Alþingi og félagsmálaráðuneyt- inu með tilmælum um, að lög yrðu sett, er tækju af allan vafa um hver vera skyldu laun oddvita. Sama dag var félagsmm. skrifað, þar sem nokkur grein var gerð fyrir launagreiðslum tíl oddvita og á það bent, að laun starfsmanna ríkisins hefðu verið hækkuð verulega, en laun oddvita staðið að mestu í stað um árabil. Lagt var til, að ákveðið yrði með lögum, að laun oddvita skyldu hækka tíl samræmis við launahækkanir starfsmanna ríkisins. Alþingi var og skrifað um sama efni. Að tilhlutan félagsmálam. flutti síðan félags- og heilbrigðismálan. Nd. frv. um breytingu á sveitarstjórnarlögunum, að því er snertí 23. gr. þeirra, en hún fjallar um laun oddvita. Frv. varð að lögum nokkm eftir ára- mót. Samkvæmt lögum þessum skal 23. gr. laga nr. 12 frá 1927 orðast svo: „Oddviti skal hafa að launum um árið fimm krónur fyrir hvem mann í hreppnum samkvæmt manntali þess árs, er hann tekur laun fyrir, og auk þess minnst 2% — tvo af hundraði — af innheimtum útsvörum. Á laun oddvita, önnur en innheimtulaun, greiðist verðlagsuppbót eftir almennri vísi- tölu, eins og hún á hverjum tíma er greidd á laun starfsmanna ríkisins. Oddvitar skulu og framvegis njóta sömu og sams konar launa- hækkana og opinberir starfsrrienn hljóta hjá ríkinu og ríkisstofnunum." Oddvitar taka laun eftir lögum þessum frá 1. janúar 1951 að telja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.