Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Page 35

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Page 35
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL 31 STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON forsætisiáðhena: AVARP FLUTT Á ÞINGVÖLLUM 26. ÁGÚST 1950. Herra forseti. — Háttvirtu fulltrúar, er sitj- ið þing Sambands ísl. sveitarfélaga, og er- lendir gestir ykkar! Mér er það alveg sérstök ánægja að heilsa hér upp á stjóm sambands ykkar og þingfull- trúa þá, er hér eru mættir. Ég leyfi mér í nafni ríkisstjórnar íslands að bjóða vkkur velkomin til þings á þennan fomhelga stað. Hingað á Þingvclli, þar senr vagga hins foma íslenzka þjóðveldis stóð, þar sem þjóðveldið þroskaðist og varð máttug miðstöð ríkisins, en hnignaði svo aftur og lognaðist út af. I sögu vorri eru því bæði hugljúfar og sárar minningar bundnar við Þingvelli. Hér á þessu þingi mæta fulltrúar bæjar- stjóma og sveitarstjórna víðsvegar að af land- inu. Það fer einmitt að mínum dómi mjög vel á því, að þing Sambands ísl. sveitarfélaga sé háð hér á þessurn stað. Það er vegna þess á hvem hátt sveitarstjómarmálefni þróuðust á tímurn liins íslenzka þjóðveldis, á fyrstu öldurn íslandsbyggðar. Þá höfðu hreppamir — hin sérstöku bvggð- arlög eða sveitir — svo að segja fullkomna sjálfstjóm, en var stjórnað eftir ákveðnum reglum. Löghreppur skyldi hafa minnst 20 búendur. í hverjum hreppi skyldu kosnir 5 sóknarmenn, sem svara til hreppsnefndar- manna nú. Megin félagsleg verkefni hrepp- anna, sem sóknarmennirnir stjómuðu, var ónragaframfærslan, hún hvíldi lögum sam- kvæmt á nánustu ættingjum í sömu hlut- föllurn og erfðaréttur. Þegar það þraut urðu Steingrím ur Steinþórsson. hrepparnir að annast ómagaframfærslu. Var það gert með manneldi, matgjöfum og þurfa- mannatíund. Hrepparnir starfræktu einnig ábyrgðar- og vátrvggingarfélög, þar sem hreppsbúum \rar að nokkru leyti bættur skaði, er þeir urðu Rrir vegna dauða á búpeningi eða bruna á húsum. Allt slíkt fór fram eftir ákveðnum reglum. Sóknarmenn skvldu árlega lialda þrjár samkomur í hverjum hrepp, þar sem hrepps- mál skyldu rædd og sóknarmenn svara til saka.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.