Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 35
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL 31 STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON forsætisiáðhena: AVARP FLUTT Á ÞINGVÖLLUM 26. ÁGÚST 1950. Herra forseti. — Háttvirtu fulltrúar, er sitj- ið þing Sambands ísl. sveitarfélaga, og er- lendir gestir ykkar! Mér er það alveg sérstök ánægja að heilsa hér upp á stjóm sambands ykkar og þingfull- trúa þá, er hér eru mættir. Ég leyfi mér í nafni ríkisstjórnar íslands að bjóða vkkur velkomin til þings á þennan fomhelga stað. Hingað á Þingvclli, þar senr vagga hins foma íslenzka þjóðveldis stóð, þar sem þjóðveldið þroskaðist og varð máttug miðstöð ríkisins, en hnignaði svo aftur og lognaðist út af. I sögu vorri eru því bæði hugljúfar og sárar minningar bundnar við Þingvelli. Hér á þessu þingi mæta fulltrúar bæjar- stjóma og sveitarstjórna víðsvegar að af land- inu. Það fer einmitt að mínum dómi mjög vel á því, að þing Sambands ísl. sveitarfélaga sé háð hér á þessurn stað. Það er vegna þess á hvem hátt sveitarstjómarmálefni þróuðust á tímurn liins íslenzka þjóðveldis, á fyrstu öldurn íslandsbyggðar. Þá höfðu hreppamir — hin sérstöku bvggð- arlög eða sveitir — svo að segja fullkomna sjálfstjóm, en var stjórnað eftir ákveðnum reglum. Löghreppur skyldi hafa minnst 20 búendur. í hverjum hreppi skyldu kosnir 5 sóknarmenn, sem svara til hreppsnefndar- manna nú. Megin félagsleg verkefni hrepp- anna, sem sóknarmennirnir stjómuðu, var ónragaframfærslan, hún hvíldi lögum sam- kvæmt á nánustu ættingjum í sömu hlut- föllurn og erfðaréttur. Þegar það þraut urðu Steingrím ur Steinþórsson. hrepparnir að annast ómagaframfærslu. Var það gert með manneldi, matgjöfum og þurfa- mannatíund. Hrepparnir starfræktu einnig ábyrgðar- og vátrvggingarfélög, þar sem hreppsbúum \rar að nokkru leyti bættur skaði, er þeir urðu Rrir vegna dauða á búpeningi eða bruna á húsum. Allt slíkt fór fram eftir ákveðnum reglum. Sóknarmenn skvldu árlega lialda þrjár samkomur í hverjum hrepp, þar sem hrepps- mál skyldu rædd og sóknarmenn svara til saka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.