Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 36
32 SVEITARSTJORNARMAL Þessi sjálfstæða starfsemi hreppanna og það hve margir hreppsbúar hafa orðið að vinna að framkvæmd ábyrgðarmikilla starfa í þágu almennings, hefur átt ríkan þátt í að efla þroska þjóðarinnar, félagshneigð og al- hliða menningu. Stjórn og starfstilhögun for- feðra okkar á þjóðveldistímanum í sveitar- málefnum er því svo merkur þáttur í þroska- ferli þjóðarinnar, að hann má ekki vanmeta. Margt er að sjálfsögðu breytt nú um sveit- arstjómarmál frá því sem áður var. Löggjöf vor grípur nú meir inn á starfssvið bæja- og sveitarfélaga. Yfirleitt mun það vera til góðs. Ríkið veitir sveitarfélögunum margvíslegan stuðning og fyrirgreiðslur og aðstoðar sveit- arstjórnir við störf þeirra á ýmsa vegu. Jafn- framt hefur ríkið eftirlit og veitir hæfilegt aðhakl varðandi störf sveitarstjórna. Þó ráða enn að mestu hin sömu grundvallaratriði um stöðu bæjar- og sveitarfélaga gagnvart Alþingi og ríkistjórn og áður. Þessar deildir þjóðfélagsins hafa víðtæka sjálfstjórn enn og eru á mörgum og veigamiklum sviðum óháð afskiptum löggjafar- og framkvæmdarvalds meðan stjórn þeirra er í sæmilegu lagi. Að mínum dómi er það mikilsvert, að sveitarfclögin hafi rúmt athafnafrelsi og geti á eigin spýtur stjórnað ýmsum mikilvægum málum innan þess ramma, sem löggjafarvald þjóðarinnar setur. Þar sem einræði nær að festa rætur í ein- hverri mynd, þá sækir það alltaf á að ganga á sjálfstjórn hinna smærri deilda þjóðfélags- ins. Einræðið leitast ávallt við að draga allt vald í einn stað, láta allar fyrirskipanir koma að ofan. Fólkið verður síðan gagnrýnislaust að hlýða því, sem fyrir það er lagt. Slíka fram- vindu tel ég að beri að varast. Sé þannig fram haldið, er stefnt að múgmennsku, sjálfsbjarg- arhvöt fólksins deyfð og fólkið á þann hátt tamið til þess að láta aðra hugsa fyrir sig. Hæfileg sjálfstjórn bæjar- og sveitarfélaga er styrk vörn gegn slíku. Frelsi og sjálfs- ákvörðunarréttur sveitarfélaganna um sérmál sín eru mikilsverð réttindi og að mínum dómi ein styrkasta stoð þjóðfrelsis, sem nauðsynlegt er að alls staðar ríki, ef fólki á að geta liðið vel. Það er því nauðsynlegt að „sóknarmenn" (sveitarstjórnir og bæjarstjórnir) vorra tíma vinni störf sín vel, vinni þau af skyldurækni og með ábyrgðartilfinningu. Þessir kjörnu fulltrúar starfa fyrst og fremst sem trúnaðar- menn þess fólks, sem í hverju sveitarfélagi býr, en jafnframt er verksvið þeirrar stöðu umfangsmeira og nær til alls þjóðfélagsins. Þeim ber að vera á verði, ef ríkisvaldið vill seilast til ofmikilla afskipta af sérmálum sveitarfélaga og héraða. Þetta er mikilvægt verkefni, sem engin góð sveitarstjórn má vanrækja að gera sér grein fyrir. En hitt er og jafn nauðsynlegt, að sveitarstjórnir hefji sem bezt samstarf við ríkisvaldið — og á þann hátt einan má vænta góðs árangurs. Samband ísl. sveitarfélaga, sem heldur þing sitt nú í dag, er meðal annars stofnað til þess: Annars vegar að gæta réttar hinna einstöku sveitarfélaga og vera á verði um, að frelsi þeirra og ákvörðunarréttur sé ekki skertur um of. — Hins vegar er sambandið stofnað til þess að stuðla að sem beztri sam- vinnu milli sveitarfélaganna og ríkisvaldsins. Bæði þessi verkefni eru mikilvæg. Samband- ið er aðeins 5 ára gamalt, og má því ekki vænta mikils árangurs enn, þar sem fyrstu ár slíkra samtaka, á hvaða sviði sem er, fara oftast til þess að koma skipulagi á innri starfsháttu og þreifa fyrir sér um starfsaðferð- ir. Ég veit þó um mörg einstök mál, þar sem sambandið hefur gert mikið gagn. Hitt veit ég með jafnmikilli vissu, að eftirleiðis verður starf þess miklu meira og kemur að almenn- ari notum. Sambandi ísl. sveitarfélaga ber að gæta þess, að hver einstök sveitarstjórn starfi vel og af fullri ábyrgðartilfinningu. Það hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.