Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 38
34 SVEITARSTJORNARMAL JÓNAS GUÐMUNDSSON, skiiístoíustjórí: Framkvæmdarstjórn sveitarfélaga. Frá því er sveitarstjórn hófst hér á landi, í þeirri mynd, sem hún nú er, hefur fram- kvæmdarvaldinu í sveitarstjómarmálum lengst af verið þannig fyrir komið, að for- maður sveitarstjórnarinnar, oddvitinn, hefur haft framkvæmd alla á hendi, nema þegar einhver mál hafa sérstaklega verið öðrum falin með þar um gerðri samþykkt eða á- kvörðun sveitarstjórnar. Oddvitinn er kjör- inn af kjörnum lireppsnefndarmönnum fyrir allt kjörtímabilið og verður ekki séð að hreppsncfnd geti skipt um oddvita síðar á kjörtímabilinu þótt málin kynnu að skipast svo, að meirihluti hreppsnefndar yrði odd- vita andvígur. Framkvæmdan'aldið er því í hreppnum falið oddvita um fjögurra ára skeið. Oddvita ber að framkvæma samþykktir hreppsnefndar þótt hann sé þeim jafnvel andvígur, ef þær eru lögum samkvæmar eða sveitarstjóm liefur rétt til slíkra ákvarðana almennt. Framkvæmdarvaldi sýslufélaganna er aft- ur á móti skipað á annan veg. Sýslunefndir kjósa sér ekki formann eða oddvita til að fara með framkvæmdarvaldið, heldur er stjórn- skipaður embættismaður — sýslumaðurinn — sjálfkjörinn formaður sýslunefndar og framkvæmdarstjóri hennar. Fyrst eftir að kaupstaðir tóku að myndast hér var bæjar- fógetinn einnig sjálfkjörinn formaður og framkvæmdarstjóri bæjarstjómarinnar. Fyrsta breytingin, sem gerð var á þessu skipulagi hér á landi, var þegar bæjarstjóm Reykjavíkurkaupstaðar fékk með lögum, nr. 86 1907, rétt til að kjósa sérstakan borgar- Jónas Guðiminclsson. stjóra. Það fyrirkomulag hélzt, að því er Reykjavík snerti, til 1914, þá var ákveðið, að borgarstjórinn í Reykjavík skyldi kosinn af bæjarbúum, en því var aftur breytt með lögum, nr. 59 1929, sem ákváðu að bæjar- stjóm skyldi kjósa borgarstjóra og skyldi kjörtímabil hans vera hið sama og kjörtíma- bil bæjarstjórnarinnar. í öðrum kaupstöðum en Reykjavík var bæjarstjóri aldrei kosinn beint af kjósend- um, heldur varð breytingin þar mcð þeim hætti, að bæjarstjóri, kjörinn af bæjarstjórn, tók við af bæjarfógeta, sem þá hætti að vera framkvæmdarstjóri bæjarins og formaður bæj- arstjómarinnar. I fyrstu gafst þetta fyrir- komulag ekki mjög illa, en eftir því sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.