Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Qupperneq 39

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Qupperneq 39
SVEITARST J ÓRNARMÁL 35 flokkabaráttunnar tók að gæta rneira innan bæjarstjórnanna tók að bera á margs konar göllum á þessu fyrirkomulagi og mun ég drepa nánar á þá síðar í erindi þessu. Eftir því sem þorpin við sjávarsíðuna urðu fjölmennari tók að bera á ýmsurn erfiðleik- um þar um stjórn sveitarmálefnanna, jafn- vel þótt kauptúnið liefði alveg verið skilið frá móðurhreppnum. Þeir rnenn, sem völd- ust til sveitarstjórnar, áttu oft erfitt með að taka að sér umfangsmikil og tímafrek odd- vitastörf, þótt þeir gætu vel sinnt starfi sem h reppsnefndarmenn. í fjölmennustu kauptúnunum, þar sem sýslumenn voru ekki búsettir, bar einnig á nrargs konar óreglu og öðrurn örðugleikum í sambandi við löggæzlumál og varð þetta hvort tveggja til þess að alþingi \reitti á nokkr- um stöðum heimild til þess að skipa sérstaka lögreglustjóra, sem einnig mátti fela oddvita- störfin í kauptúninu. Varð þetta eins konar millistig milli hrepps og kaupstaðar. Fyrst var þessi tilhögun reynd á Siglufirði og síðan var hún einnig lieimiluð á Ólafsfirði, Kefla- vík, Akranesi og Bolungarvík. Ekki verður sagt, að þessi tilhögun hafi gefizt vel, og nú eru allir þeir staðir, þar sem hún hefur verið leyfð, búnir að fá kaupstaðar- réttindi nema Bolungarvik. Vegna þess hve þetta lögreglustjóra fyrirkomulag gafst yfir- leitt illa hefur ekki verið haldið lengra á þeirri braut, og verður sennilega ekki. Hins vegar er það mál enn óleyst, hvemig bezt rærður skipað framkvæmdarstjóm stærri kauptúna. í sambandi við lausn þessa vanda- máls kernur óhjákvæmilega til athugunar hvort ekki beri einriig að brevta til um skipu- lag á framkvæmdastjóm kaupstaðanna, því á síðari árum hefur tekið rnjög að bera á því, að sú skipan, sem nú er búið við í þeim efn- um, sé stórgölluð. Á alþingi 1948—’49 flutti Bemharð Stef- ánsson, þingmaður Eyfirðinga, svohljóðandi tillögu til þingsályktunar, er samþvkkt var í sameinuðu þingi: „Alþingi álvktar að skora á ríkisstjórn að taka til athugunar, hvernig stjórn hinna stærri kauptúna verði bezt og haganlegast kornið fyrir, og að undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar um það efni fyrir næsta al- þingi“. Eins og tillagan og greinargerðin, sem henni fylgdi, bera með sér, er þess vænzt, að ríkisstjórnin reyni að finna lausn á þessu vandamáli, og það kemur greinilega fram, að ástæðan fyrir flutningi tillögunnar er sú, að oddvitastörfin í stórurn kauptúnum eru orðin of umfangsmikil til þess, að þeim verði gengt með þeim hætti, sem sveitarstjómar- lögin ætlast til. Nú er rétt að geta þess strax, að sveitar- stjórnir geta, með samþykki syslunefndar, bæði hækkað svo laun oddvita sinna, að þeir geti gefið sig óskiptir að oddvitastarfinu, og enn fremur fengið oddvita aðstoð, senr launa má úr sveitarsjóði, geti hann ekki óskiptur gefið sig að oddvitastarfinu, eða það verður of umfangsmikið fvrir einn mann. En sveit- arstjórnarlögin heimila ekki ráðningu sér- staks manns, utan sveitarstjórnar, til fram- kvæmdarstjóra- eða oddvitastarfs. Einhvern þeirra, sem kjörinn hefur verið í sveitarstjórn- ina, verður að velja fyrir oddvita, sem þá jafn- frarnt af sjálfu sér verður framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins, og gegn vilja hans getur sveitarstjórn tæpast skipað honum aðstoðar- rnann eða falið öðrurn störf, sem honum ber lögum samkvæmt að hafa á hendi. Þegar félagsmálaráðuneytinu var falið að gera drög að frumvarpi samkvæmt þings- ályktunartillögu Bemliarðs Stefánssonar, varð þegar augljóst, að ekki var nerna um eina leið til lausnar því að ræða, og hún var sú, sem farin hafði verið í kaupstöðum, að heimila sveitarstjóm í kauptúnum, sem liöfðu náð ákveðnum íbúafjölda að kjósa

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.