Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 40
SVEITARSTJORNARMAL sér sérstakan framkvæmdarstjóra sem hefði svipað verksvið og bæjarstjórar í kaupstöð- mu nú hafa. En þetta mátti gera á tvennan hátt: Ann- ars vegar, að þeir menn, sem í frumvarpi ráðu- neytisins fengu hið virðulega nafn: sveitar- ráðsmenn, væru valdir til sama tíma og sveit- arstjórnin sjálf — m. ö. o., að bæjarstjóra fyrirkomulagið yrði tekið upp óbreytt að kalla í kauptúnunum, en hins vegar, að þeir væru ráðnir sem fastir starfsmenn sveitar- félaganna og ráðningþeirra væri þvíekkibund- in við kjörtímabil sveitarstjórnarinnar, held- ur væri reynt að gera þá sem allra óháðasta flokkaskiptingunni í sveitarstjórninni, og hinum pólitísku breytingum þar. Að mjög vel athuguðu máli valdi ráðuneytið síðari leiðina, og samdi frumvarp sitt á þeim grund- velli. Flestum, sem hér eru, munu vera kunn afdrif þessa máls á alþingi. Þótt ekki sé meira sagt, báru þau sorglegan vott um skilnings- leysi alþingis á vandamálum sveitarfélag- anna, auk þess sem öll meðferð málsins á alþingi ber greinilegan vott um, að enginn hugur fylgdi máli hjá þingmönnum um lausn þess. Eftir að frumvarpið hafði verið limlest svo í efri deild alþingis, að ekki var annað eftir en vesöl heimild til þess að ráða sveitarstjóra, sem var enn ósjálfstæðari, enn öryggisminni um framtíð sína og enn verr settur á allan hátt en hinar verst settu bæjar- stjórar eru nú, lognaðist málið út af milli deilda, og voru það óefað beztu endalokin, sem það gat fengið úr því sem komið var. Ég hef fjölyrt nokkuð um þetta sveitar- ráðsmanns frumvarp vegna þess, að það er fyrsta tilraun, sem gerð hefur verið hér á landi til þess að breyta um stefnu, að því er snertir framkvæmdarstjórn í sveitarstjórnar- málum. Með því var ætlunin að víkja af þeirri braut, að starfsmenn sveitarfélaga skyldu fyrst og fremst ráðnir eftir pólitískum verð- leikum, án þess nokkuð væri litið á starfs- hæfni þeirra eða hæfileika til að fara með þau mál, sem átti að trúa þeim fyrir, og inn á þá braut að reyna að láta starfshæfni og mannkosti vera í fyrirrúmi fyrir pólitískum verðleikum. Vér höfum nú hér á landi búið í rúma tvo áratugi við það skipulag í framkvæmdar- stjórn kaupstaðanna, að pólitískur bæjarstjóri, kjörinn til sama tíma og bæjarstjórnin, hefur farið með framkvæmdarvaldið í kaupstöðum landsins. Ég held að menn séu nú nokkuð al- mennt að komast á þá skoðun, að þetta fyr- irkomulag sé stórgallað þó ekki sé meira sagt. Vér skulum nú athuga nokkra augljósustu galla þess, og svo auðvitað kosti þess einnig, ef einhverjir kynnu að finnast. Fyrsti og augljósasti ágalli þess skipulags, sem nú er á þessum málum, er öryggisleysi og ósjálfstæði bæjarstjórans, þess manns, sem falið er að hafa með höndum framkvæmd flestra þýðingarmestu málefna bæjarfélags- ins. Alla jafna getur enginn orðið bæjarstjóri nema hann sé af sama eða svipuðu pólitísku sauðahúsi og bæjarstjórnarmeirihlutinn, sem ræður hann. Fyrsta skilyrðið til þess að geta orðið bæjar- stjóri er því það að vera tryggur flokksmað- ur. Þess heyrist aldrei getið, að minnihlutinn í bænum, eða fylgjendur annarra flokka en þess, sem af hendingu nær meirihluta, á mjög mikið undir starfi þessa manns, bæði fjárhagslega og stundum einnig persónulega — og hef ég þar fyrst og fremst í huga fram- færsluþurfana. — Pólitískur bæjarstjóri hlýt- ur ávallt að spyrja fyrst og fremst -um flokks- hagsmuni, áður en hann spyr um hagsmuni bæjarfélagsins eða einstaklinga þess. Slíkur bæjarstjóri er því ekki fyrst og fremst þjónn heildarinnar, heldur þjónn ákveðins stjóm- málaflokks eða flokkssamtaka, sem náð hafa mcirihluta í sveitarstjóminni. Ósjálístæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.