Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Page 40

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Page 40
36 SVEITARST J ÓRNARMÁL sér sérstakan framkvæmdarstjóra sem hefði svipað verksvið og bæjarstjórar í kaupstöð- mu nú hafa. En þetta niátti gera á tvennan hátt: Ann- ars vegar, að þeir menn, sem í frumvarpi ráðu- neytisins fengu hið virðulega nafn: sveitar- ráðsmenn, væru valdir til sarna tíma og sveit- arstjómin sjálf — m. ö. o., að bæjarstjóra fyrirkomulagið yrði tekið upp óbreytt að kalla í kauptúnunum, en hins vegar, að þeir væru ráðnir sem fastir starfsmenn sveitar- félaganna og ráðn ing þeirra væri því ekki bund- in við kjörtímabil sveitarstjórnarinnar, held- ur væri reynt að gera þá sem allra óháðasta flokkaskiptingunni í sveitarstjórninni, og hinum pólitísku breytingum þar. Að mjög vel athuguðu máli valdi ráðuneytið síðari leiðina, og samdi frumvarp sitt á þeim grund- velli. Flestum, sem hér eru, munu vera kunn afdrif þessa máls á alþingi. Þótt ekki sé rneira sagt, báru þau sorglegan vott um skilnings- leysi alþingis á vandamálum sveitarfélag- anna, auk þess sem öll meðferð málsins á alþingi ber greinilegan vott um, að enginn hugur b'lgdi máli hjá þingmönnum um lausn þess. Eftir að frumvarpið hafði verið limlest svo í efri deild alþingis, að ekki var annað eftir en vesöl heimild til þess að ráða sveitarstjóra, sem var enn ósjálfstæðari, enn öryggisminni um framtíð sína og enn verr settur á allan hátt en hinar verst settu bæjar- stjórar eru nú, lognaðist málið út af milli deilda, og vom það óefað beztu endalokin, sem það gat fengið úr því sem komið var. Ég hef fjölvrt nokkuð um þetta sveitar- ráðsmanns frumvarp vegna þess, að það er fvrsta tilraun, sem gerð hefur verið hér á landi til þess að breyta um stefnu, að því er snertir framkvæmdarstjóm í sveitarstjórnar- málum. Með því var ætlunin að víkja af þeirri braut, að starfsmenn sveitarfélaga skyldu fyrst og fremst ráðnir eftir pólitískum verð- leikum, án þess nokkuð væri litið á starfs- hæfni þeirra eða hæfileika til að fara með þau mál, sem átti að trúa þeim fvrir, og inn á þá braut að revna að láta starfshæfni og nrannkosti vera í fvrirrúmi fyrir pólitískum verðleikum. Vér höfum nú hér á landi búið í rúma tvo áratugi við það skipulag í framkvæmdar- stjórn kaupstaðanna, að póhtískur bæjarstjóri, kjörinn til sama tíma og bæjarstjórnin, hefur farið með framkvæmdarvaldið í kaupstöðum landsins. Ég held að menn séu nú nokkuð al- mennt að komast á þá skoðun, að þetta fyr- irkomulag sé stórgallað þó ekki sé meira sagt. Vér skulum nú athuga nokkra augljósustu galla þess, og svo auðvitað kosti þess einnig, ef einhverjir kynnu að finnast. Fyrsti og augljósasti ágalli þess skipulags, sem nú er á þessum málum, er ön'ggisleysi og ósjálfstæði bæjarstjórans, þess manns, sem falið er að hafa með höndum framkvæmd flestra þýðingarmestu málefna bæjarfélags- ins. Alla jafna getur enginn orðið bæjarstjóri nema hann sé af sama eða svipuðu pólitísku sauðahúsi og bæjarstjórnarmeirihlutinn, sem ræður hann. Fyrsta skilyrðið til þess að geta orðið bæjar- stjóri er því það að vera tryggur flokksmað- ur. Þess heyrist aldrei getið, að minnihlutinn í bænum, eða fylgjendur annarra flokka en þess, sem af hendingu nær meirihluta, á mjög mikið undir starfi þessa manns, bæði fjárhagslega og stundum einnig persónulega — og hef ég þar fyrst og fremst í huga fram- færsluþurfana. — Pólitískur bæjarstjóri hlýt- ur ávallt að spvrja fyrst og fremst nm flokks- hagsmuni, áður en hann spyr um hagsmuni bæjarfélagsins eða einstaklinga þess. Slíkur bæjarstjóri er því ekki fyrst og fremst þjónn heildarinnar, heldur þjónn ákveðins stjóm- málaflokks eða flokkssamtaka, sem náð hafa mcirihluta í sveitarstjóminni. Ósjálfstæði

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.