Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Qupperneq 41

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Qupperneq 41
SVEITARST J ÓRNARMÁL 37 þessa manns verður því algjört þegar mest á ríður, en það er þegar rekast á hagsmunir þess tlokks, sem hann er raunveruJega starfs- maður h/a og hagsmunir svcitarfélagsins, og í langflestum tilfellum hikar hann ekki við að láta hagsmuni heildarinnar víkja fvrir flokkshagsmunum, ímynduðum eða raun- verulegum. Ég gæti nefnt þess ekki allfá dæmi, að bæjarstjórar hafa beinlínis gefið stjórnarráðinu rangar upplýsingar um þýð- ingarmikil atriði, eingöngu vegna flokkshags- muna, og má þá geta nærri, hvemig „af- greiðslu“ allur almenningur fær hjá slíkum starfsmönnum. Oftast er það svo, að það er aðeins lítill munur á minnihluta og meirihluta í hverju bæjarfélagi, — stundum aðeins örfá atkvæði. Þessi litli meirihluti á samkvæmt núverandi skipan rétt á því að ráða til flokksfram- kværnda h'rir sig illvigan andstæðing minni- hlutans og láta hann framkvæma hreinar flokkslegar ákvarðanir, — sem stundum brjóta hreinlega í bág við lög, eins og ég mun síðar nefna dæmi um, — en láta svo minni- hlutann borga framkvæmdina að verulegu levti. Þetta er Ijót mynd, en hún er dagsönn eins og ástandið er nú orðið sumsstaðar í kaupstöðum landsins. En svo kemur einnig annað til. Með fjölg- un flokkanna hefur farið svo, að það má heita viðburður, ef einhver einn flokkur nær hreinum meirihluta í bæjarstjóm. Af þrett- án kaupstöðum hér á landi eru nú aðeins þrír, þar sem einn flokkur hefur hreinan meirihluta. í hinum öllum — svo og flestum kauptúnum, — er enginn hreinn meirihluti til og þá fyrst byrja örðugleikamir fyrir al- vöru. Þá hefjast sanmingar milli tveggja flokka eða fleiri, um ráðningu bæjarstjóra. Og þá er ekki urn það spurt, hvem hæfastan mann er að fá til starfsins, heldur um það, um hvað er hægt að semja. Stórkostlegir örð- ugleikar r’oru nú eftir síðustu kosningar um ráðningu bæjarstjóra í flestum kaupstöðun- um. Ég sagði áðan, að þess væru dæmi, að hin- ar flokkslegu ákvarðanir bæjarstjórnanna neyddu flokks-bæjarstjórana, til þess að þóknast flokksmeirihlutanum. Þetta kemur margoft fyrir, þó það oftlega komi ekki að mikilli sök. En þess eru einnig nokkur dæmi, að það kemur beinlínis að sök. Greinilegustu dæmin þar um, er hve freklega margir bæj- arstjórar brjóta það ákvæði, að fylgja fjárhags- áætlun kaupstaðar síns. Þess eru mörg dæmi og gæti ég nefnt þau, þar sem bæjarstjóri hefur ár eftir ár vanrækt að greiða lögboðin gjöld, sem innheimt hafa verið hjá gjald- þegnunum, en tekið féð þess í stað og varið því til annars, sem þá í svipinn þótti líklegra til pólitísks framdráttar fyrir flokk hans. Vafalaust er slíkt gert fyrst og fremst eftir skipun frá hinum ráðandi meirihluta, en bæjarstjórinn verður að hlýða þeirri skipun, hvort sem honum líkar betur eða verr. Þá er og önnur hlið á þessu máli, sem ekki ber síður að líta á, og það er sú, sem snýr að bæjarstjóranum sjálfum. Bæjarstjóri er nú ráðinn til fjögurra ára og að þeim tíma liðnum er starf hans laust. Hann á það al- gjörlega undir því, hvemig kosningar fara, hvort hann heldur starfinu áfram eða missir það. Honum er það því mikil freisting, að beita sér ötullega flokkspólitískt í kosning- um og þá liggur einnig sú freisting nærri að misnota stöðu sína, ef taflið stendur tæpt. Það fer því ekki hjá því, að með harðvítugri baráttu skapi bæjarstjórinn sér ýmsa örðug- leika og óvinsældir, sem á margan hátt geta síðar ton'eldað starf hans í þágu bæjarins. Éari nú svo, að flokkur bæjarstjórans tapi kosningunni, eða nái ekki meirihluta, stend- ur bæjarstjórinn uppi atvinnulaus og verður þá endirinn jafnan sá, að hann flytur burt í annað byggðarlag og reynir að fá sér þar öruggara starf.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.