Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 42
38 SVEITAKSTJORNARMAL Með því fyrirkomulagi, sem nú er á þess- um málum hér á landi, er stefnt að síauknu öryggisleysi bæði að því er snertir bæjarfélög- in sjálf og bæjarstjórann. Það verkar ákveðið í þá átt að gera þennan nauðsynlega starfs- mann heildarinnar, bæjarstjórann, að flokks- verkfæri, sem allir hljóta að vantreysta nema hans eigin flokksmenn. Það er nú líka svo komið, að mjög erfiðlega gengur að fá menn til þess að taka þetta starf að sér, og nú um skeið hafa helzt valizt til starfsins ungir, óreyndir menn, en í bæjarstjórastarf þurfa að veljast reyndir og gætnir menn, sem þekkja vel til bæjarmála. Á það verður og að benda, að bæjarstjórun- um er að lögum ætlað nokkurt sjálfstæði gagnvart bæjarstjóminni, en það sjálfstæði glatast alveg þegar bæjarstjórinn er orðinn flokksþjónn fyrst og fremst. Má þar nefna það ákvæði í bæjarstjórnarlögum, að bæjar- stjóri geti fellt úr gildi samþykkt bæjarstjórn- ar, sem honum virðist „gagnstæð lögum eða skaðleg fyrir kaupstaðinn, eða að hún miði til að færast undan skyldum þeim, er á kaup- staðnum hvíla", unz æðra stjómarvald legg- ur þar á úrskurð sinn. Slíkt ákvæði sem þetta verður auðvitað með öllu dauður bókstafur — og hefur reynzt það — þegar bæjarstjórinn er flokksþjónn, en ekki embættismaður heildarinnar. Ég sé að mál mitt verður of langt, ef ég held lengur áfram gagnrýni á núverandi skip- an þessara mála, enda hef ég nú nefnt aug- ljósustu og verstu ágallana. Ég lofaði að nefna einhverja kosti þessa skipulags, og hef leitað þeirra og verð að segja, að ég hef enga fundið, sem teljandi séu. Mér virðist og reynslan tala þar skýrustu máli, því að það er alveg hrein undantekning ef bæjarstjóri er lengur í starfi en eitt kjörtíma- bil, og hér á landi eru það aðeins tveir kaup- staðir, þar sem bæjarstjórar hafa orðið sæmi- lega „langhfir", — það er á Akureyri og Seyð- isfirði. í einu bæjarfélagi voru hvorki meira né minna en fjórir bæjarstjórar á síðasta kjör- tímabili og þó andaðist enginn þeirra. Eini og einasti kostur þessa fyrirkomulags er sá, ef kost skal kalla, að hægt er, án upp- sagnar, að losna við bæjarstjóra á fjögurra ára fresti, og er það að vísu kostur, ef um lítt hæfan mann hefur verið að ræða. En hjá þeim þjóðum, sem tekið hafa upp það skipu- lag, að hafa í bæjarstjórastarfi fastan embætt- ismann, er uppsagnarfrestur á starfinu sex mánuðir, reynist viðkomandi því á einhvern hátt ekki vaxinn, svo að þegar allt kemur til alls, er þessi „kostur" einnig „ókostur" því það er bæði erfitt og getur verið skaðlegt að verða að sitja með lítt hæfan starfsmann í f jögur ár. Allt það, sem ég hef sagt um bæjarstjóra- starfið og skipan þess á eins við um sveitar- ráðsmenn og sveitarstjóra, verði slík embætti upp tekin. Ég hef viljandi dregið myndina af því ástandi, sem nú ríkir í þessum efnum nokkuð dökka, en ég hef gert það með vilja. Ég vænti þess, að allir þeir menn, sem hér eru saman komnir og flestir hverjir hafa um margra ára skeið, — sumir jafnvel áratugum saman — sinnt sveitarstjórnarmálum, geti í eigin hóp rökrætt vandamálin hispurslaust og án veru- legra pólitískra umbúða, enda á félagsskapur vor, meðal annars að miða að því að gera oss hæfa til að líta á og tala um vandamál vor af hispursleysi, skilningi og sannleiksást, og leggja til hliðar, a. m. k. meðan vér erum hér, flokkspólitisk sjónarmið, en reyna í þess stað að kryfja málin til mergjar með hag og heill þeirrar heildar, sem vér nefnum sveitarfélag, og oss er ætlað að starfa fyrir og með hann einan fyrir augum. Ég vona því, að bæjarstjór- ar þeir, sem hér eru, og aðrir fyrirsvarsmenn bæja og kauptúna, firrist ekki af þessari ádeilu minni. Henni er ekki stefnt gegn neinum ein- stökum aðila, hvorki einstaklingi né sveitar- félagi, heldur aðeins dregnar fram hinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.