Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 43
SVEITARST JÓRNARMÁL 39 dekkri hliðar þessa skipulags, í heild sinni, eins og þær koma mér nú fyrir sjónir, eftir nærfeld 30 ára afskipti af sveitarstjómarmál- um. Frá mínum bæjardyrunr séð er nú kominn tími til þess, að sveitarstjómarmenn fari f}r- ir alvöru að hugleiða, hvort ekki sé athugandi að taka upp nokkuð breytta skipan á fram- kvæmdarstjórn sveitarfélaganna frá því, sem nú er. Engum kemur til hugar að hægt verði, né heldur æskilegt sé, að hverfa frá flokka- skiptingu við kosningar til sveitarstjóma. En hitt ber vel að athuga, hvort ekki á að gera bæjarstjórastarfið óháðara átökum flokkanna og tmggja bæjarstjórann betur en nú er gert. En það verður ekki nema sú stefna verði tekin upp að ráða bæjarstjórana sem fasta embætt- ismenn og banna þeim bein afskipti af stjórn- málum, meðan þeir gegna þ\rí starfi. Frænd- ur vorir Norðmenn hafa tekið upp þá skipan og gefizt hún vel. Ég læt þá máli mínu lokið, en vil að lok- unr bera fram eftirfarandi tillögu til álykt- unar varðandi þau sjónarmið, sem koma fram í því erindi, sem ég hef hér flutt: „Landsþing Sambands íslenzkra sveitar- félaga beinir þeirri áskorun til ríkisstjómar- innar, að hún láti á næsta ári fara fram ýtar- lega rannsókn á eftirfarandi atriðum: 1. Hvort ekki sé tímabært að stækka sveit- arfélög landsins með því að sameina þau þannig, að ekki sé undir 500 íbúum í neinu sveitarfélagi nerna sérstakar, landfræðilegar ástæður liggi til. 2. Hvort ekki séu tök á að setja sérreglui um stjóm þeirra sveitarfélaga, sem kauptún vaxa upp í, sem tryggi það, að kauptúnið geti fengið nokkra sjálfsstjórn í eigin mál- um án þess að verða að fullu skilið frá móð- urhreppnum fyrr en íbúatala þess er orðin yfir 500 manns. 3. Hvort ekki mundi heppilegra fyrir- komulag að bæjarstjórar og væntanlegir sveit- arstjórar verði fastráðnir starfsmenn sveitar- félaganna, er ekki láta af störfum sínum við almennar kosningar, eins og nú gerist, held- ur sé með skipunarbréfi eða ráðningarsamn- ingi trvggt starf sitt, nema út af beri í embættisfærslu“. Upplýsin^a óskað um kristfjárjarðir og aðrar gjafajarðir. Hinn 19. apríl 1950 var samþykkt á Alþingi svo hljóðandi þingsályktun um kristfjárjarðir. „Alþingi álvktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram athugun á eignar- og umráðarétti vfir kristfjár- jörðum og öðrum eignum, er líkt stcndur á um, og gefa Alþingi skýrslu um niðurstöðu þeirrar athug- unar svo fljótt sem verða má.“ \úð athugun, sem félagsmálaráðuneytið hefur fram- k\’æmt, en það fékk ályktun þessa til meðferðar, hef- ur komið í ljós, að skýrslur þær um þessi efni, sem fyrir lágu, \'oru hvergi nærri fullnægjandi til þess, að á þeim vrði byggð örugg skýrsla um jarðir þær, sem þingsályktunin fjallar um. Ráðuneytið taldi því ekki verða hjá því komizt að afla upplýsinga þessara beint frá sveitarstjórnunum sjálfum. Með bréfi, dags. 20. febr. 1951, er sent var öllum oddvitum og bæjarstjórum, fór ráðuneytið þess á leit, að því verði látin í té vitneskja um nokkur til- greind atriði, varðandi kristfjárjarðir og ennfremur spurt um hr'ort í sveitarfélaginu séu jörð eða jarðir, sem séu eign opinberra sjóða eða „legata“ og líkt stendur á um og kristfjárjarðir, og þess óskað að sam- svarandi upplýsingar verði ráðuneytinu látnar í té varðandi slíkar jarðir. Sveitarstjórnarmál vilja hér með minna oddvita og bæjarstjóra á bréf þetta og hvetja þá til að senda skýrslur um þetta efni til félagsmálaráðuneytisins fyrir 1. maí 1951. Það er í alla staði hið æskilegasta, enda nauðsynlegt að löggjöf verði sett um eignir þessar, er sé í sam- ræmi við nútima aðstæður, en vilji gefendanna þó virtur og þeim tilgangi náð, sem þeir höfðu með gjöf sinni, ef þess er kostur. Framan getin skýrslusöfnun á að stuðla að því að svo megi verða.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.