Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 45
SVEITARST J ORNARM AL 41 Frumvarp um öryrkjahæli. Á Landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga á Þingvöllum var gerð grein fyrir störfum stjómar sambandsins í því slcvni að komið yrði upp hæli fyrir andlega og líkamlega ör- yrkja. Þörf á þess konar hæli er brýn og að- kallandi. Fjöldi sveitarfélaga hafa fleiri eða færri slíkra öryrkja á sínu framfæri og ýmis heimili eru að leggjast í rústir vegna þeirra. Einstaka sveitarfélögum utan Reykjavík- ur er algerlega urn megn að koma upp sér- stökum vistarheimilum fyrir þetta fólk en öllum sameiginlega er þeim það fært. Að því var unnið af hálfu sambandsstjóm- arinnar að fá Reykjavíkurbæ til samstarfs við önnur sveitarfélög um heildarlausn þessa vandamáls með því, að hælið að Amarholti á Kjalamesi, sem er eign Reykjavíkurbæjar, yrði stækkað verulega og gert að sameign allra sveitarfélaga landsins og rekið af þeim. Eins og upplýst var á Landsþinginu hefur Reykjavíkurbær ekki enn gefið kost á slíku samstarfi. Enda þótt margt benti til, að sú lausn hefði verið æskilegust og fljótvirkust, kom ekki til mála að leggja hendur í skaut þótt hún brigðist, heldur leita nýrra úrræða. Landsþingið samþykkti og ályktun, þar sem stjórninni var falið að halda málinu áfram og vinna að því, að slíkt hæli yrði reist svo fljótt sem auðið yrði. í samræmi við það ræddi stjórnin mál þetta á fundum sínum enn á ný og varð að ráði, að frv. urn öryrkjahæli, er útbýtt var á þing- inu á Þingvöllum, var tekið til nýrrar með- ferðar og því breytt nokkuð. Haft var samráð við Karl Kristjánsson, alþm. um breytingar þessar. Við það var miðað í þessu nýja frv., að Sam- bandi ísl. sveitarfélaga yrði veitt heimild til að korna upp öryrkjahæli f. h. sveitarfélaga landsins, enda er það sá aðilinn, sem helzt kemur til greina að veita slíkt umboð. Hæl- ið skyldi vera sameign allra sveitarfélaga lands- ins, en Reykjavíkurbæ veitt undanþága um þátttöku í stofnun og rekstri þessa hælis, meðan hann rekur öryrkjahæli að Arnarholti á Kjalamesi. Haldið er þó opnum þeim mögu- leika, að öll sveitarfélög að Reykjavík með- talinni sameinist urn hæli að Amarholti. ef samningar þar um geta tekizt. Að öðm leyti er frv. að mestu samhljóða fyrra frv. Fram- lögin eru þó hækkuð nokkuð. Til þess að unnt verði að hefjast handa um framkvæmdir að byggingu öryrkjahælis, er nauðsynlegt að hið fyrsta verði sett lög, er ákveði um skyldu til þátttöku og framlög svo og um stjóm og annað það er máli skipt- ir. Frv. þetta var og samið með það fyrir augum, að það yrði lagt fyrir Alþingi til endanlegrar afgreiðslu. Karl Kristjánsson, alþm. tók að sér að flytja frv. á Alþingi. Það var flutt í efri deild og útbýtt á þinginu 22. jan. s. 1. og bar heitið: Frv. til Iaga um öiyrkjahæli. Málið var tekið til meðferðar næsta dag og gerði flutnings- maður rækilega grein fyrir efni þess og til- gangi. Fn'. fylgdi og ýtarleg greinargerð. Þingmenn tóku málinu vel og ræddu það af skilningi og viðurkenndu þörf á byggingu slíks hælis. Frv. var síðan sarna dag vísað til heilbr,- og félagsmn. Ed. Nefndin hélt fund urn frv. og ræddi það frá ýmsum liliðum og var afstaða nefndarmanna hin vinsamlegasta. Var samþvkkt að leita umsagnar nokkurra að- ila um málið og félagsmálaráðuneytinu falið að kynna sér afstöðu allra sveitarstjóma til efnis frv. Við það var miðað, að umsagnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.