Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 47
SVEITARSTJORNARMAL 43 Árið 1947 ......... kr. 202.239.679 —; 1948 ......... — 221.411.150 — 1949 ......... — 284.714.827 — !95° ......... — 298-333-9Í9 í 23. gr. fjárlaganna eru ákvæði um, að á árinu 1951 skuli greiða sérstakar uppbætur á laun opinberra starfsmanna ríkisins, sem hér segir: Á laun samkvæmt I.—III. flokks launa- laga 10%. Á laun samkvæmt IV. flokki launa- laga 12%. Á laun samkvæmt V.—IX. flokki launa- laga 15%. Á laun samkvæmt X.—XV. flokki launa- laga 17%. Við það er miðað að lágmarksvinnutími verði 38V2 klukkustund. Lög um laun starfsmanna ríkisins eru nr. 60 frá 1945. Stærstu lögin sem afgreidd voru frá þing- inu eru Jög um meðferð opinberra máJa, sem er lagabálkur mikill í 202 greinum. En þau mál öll, sem handhafar ríkisvaldsins höfða til refsingar lögum samkvæmt, skulu fara eftir ákvæðum laga þessara, nema þau sæti meðferð sérdómstóla, er lög þessi taka ekki til. Ný Ábúðaíög voru sett á þinginu og eru þaunr. 8 frá 1951. Lög, er einkum snerta sveitarstjórnarmál og afgreidd voru á þinginu, voru þessi helzt: 1. Lög um sveitarst/óra. (Nr. 19 frá 1951.) Samkvæmt lögum þessum er hreppsnefnd í hreppi, þar sem íbúar eru fleiri en 500, heimilt að fela sérstökum manni, er þá ber starfsheitið sveitarstjóri, stjórn og fram- kvæmd hreppsmála. Lög þessi eru birt á öðrum stað hér í ritinu. 2. Breyting á lögum um sveitarst/ornar- Jcosningar. (Nr. 24 frá 1951.) Með lögum þessum er 17. gr. laganna, nr. 81 frá 1936, breytt og orðast hún nú svo: „Allar kosningar samkvæmt lögum þessum skulu vera leynilegar. Bæjarstjórnir og hrepps- nefndir í hreppum, þar sem fullir 34 íbú- anna eru búsettir í kaupstað, skal kjósa hlut- fallskosningu. Nú kemur enginn framboðs- listi fram áður en framboðsfresti lýkur, og skal þá kjósa óhlutbundinni kosingu. í hreppum, þar sem fleiri en Va íbúanna er búsettur utan kauptúns, skal kjósa hlutfalls- kosningu, ef V^q kjósenda krefst þess bréf- lega við oddvita kjörstjórnar 6 vikum fyrir kjördag. Þó nægir, að 25 kjósendur krefjist þess." Breytingin er sú ein að fram er tekið, að kosið skuli óhlutbundinni kosningu í þeim sveitarfélögum, sem kjósa eiga hlutbundinni kosningu, ef enginn listi kemur þar fram áður en framboðsfresti lýkur. Áður voru engin fyrirmæli um hvernig að skyldi fara ef list- ar bærust ekki innan tilskilins tíma, og leiddu af því nokkur vandræði við síðustu sveitarstjórnarkosningar. 3. Lög um bieyting á sveitarst/ornarlógunum. (Nr. 34 frá 1951.) Lög þessi eru um laun oddvita og er getið annars staðar. 4. Lög um vinnumiðlun. (Nr. 41 frá 1951.) Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 4 frá 1935, um vinnumiðlun og vinnumiðlunarskrifstofur þær,' er nú starfa samkvæmt þeim, hætta störfum 1. marz 1951. Hin nýju lög eru aðeins heimildarlög og greiðist allur kostnaður við vinnumiðlunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.