Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 48
44 SVEITARST J ORNARM AL skrifstofur, er settar eru á stofn samkvæmt þeim, úr hlutaðeigandi bæjarsjóði. I lögunum segir svo: I kaupstað hverjum er bæjarstjórn heimilt að ákveða, að þar skuli stofnuð og starfrækt vinnumiðlunarskrifstofa. Nú kemur fram tillaga í bæjarstjóm um, að stofnuð skuli vinnumiðlunarskrifstofa í kaupstaðnum, og skal hún þá rædd á tveim fundum bæjarstjórnar með eigi minna en viku millibili. Nú ákveður bæjarstjóm, að stofnsett skuli vinnumiðlunarskrifstofa, og skal hún þá semja reglugerð um starfsemi hennar, þar sem nánar sé kveðið á um rekstur og starf- svið skrifstofunnar. Félagsmálaráðuneytið staðfestir reglugerðir þessar. Þá eru og ákvæði um hlutverk skrifstof- unnar og um skyldur atvinnurekenda til að láta henni í té afrit af kaupgjaldsskrám o. s. frv. Stjórn vinnumiðlunarskrifstofunnar skal skipuð fimm mönnum. Skulu þrír þeirra kosnir af hlutaðeigandi bæjarstjórn með hlut- fallskosningu en verkalýðsfélagið á staðnum og félag atvinnurekenda þar tilnefnir hvor sinn mann. Kjörtími stjómarinnar er 4 ár. Stjórnin kýs sér sjálf formann. Heimilt er ráðherra að ákveða, að sett skuli á stofn vinnumiðlunarskrifstofa í kauptúni, sem hefur eigi færri íbúa en 500, ef sveitar- stjóm í kauptúninu æskir þess, og fer þá um stofnun hennar og starfrækslu eftir þessum lögum. Bæjarstjómum er hér með sérstaklega bent á að kynna sér lög þessi hið fyrsta. 5. Breyting á almannatryggingarlögunum. (Nr. 51 frá 1951.) Á síðasta þingi voru gerðar tvennar breyt- ingar á lögunum um almannatryggingar en voru felldar í eitt og birtar þannig í stjórn- artíðindunum með því númeri, sem að ofan greinir. I lok laga þessara eru ákvæði Handbók um um að Tryggingastofnun rík- tryggmgarmal. ' ... isins skuli eins fljótt og við verður komið láta semja og gefa út handbók um tryggingarmál, er veiti aðgengilegt yfir- lit yfir gildandi lagaákvæði um almanna- tryggingar, einkum réttindi og skyldur hinna tryggðu og annarra aðila, er lögin snerta. Ástæða er til að fagna ákvörðun um út- gáfu slíkrar handbókar, því að lögin um tryggingarmál eru orðin all viðamikil og ekki eins aðgengileg og skyldi. Góð handbók um þessi mál yrði því kærkomin öllum þeim, er fylgjast þurfa og vilja með í þessum efnum. í lögunum frá þessu þingi eru ýmis þýð- ingarmikil atriði til breytinga og viðauka á heildarlögunum, nr. 50 frá 1946, og verða nokkur þeirra rakin hér. Grunnupphæðir iðgjalda Grunnupphæðir 0g framlaga til trvgging- iðgjalda og fram- .,.», . , "., , íaga «11954. ars)oos skulu vera til ars- loka 1954 sem hér segir: 1. Árleg iðgjöld liinna tryggðu, skv. 107. gr.: a. Kvæntír karlmenn: Á 1. verðlagssvæði .... kr. 390.00 Á 2. ------ .... — 310.00 b. Ókvæntir karlar: Á 1. verðlagssvæði .... — 350.00 Á 2. ------ .... — 280.00 c. Ógiftar konur: Á 1. verðlagssvæði .... — 260.00 Á 2. ------- .... — 210.00 2. Iðgjöld atvinnurekenda skv. 112. gr.: Á 1. verðlagssvæði ........ kr. 4.65 á viku Á -¦ ------ ........ — 3-5° — 3. Heildarupphæð framlags sveitarfélaga samkv. 114. gr. laganna: 10,8 millj. ki. 4. Fast framlag rikissjóðs samkv. 116. gr. lag- anna: 17,4 millj. kr. Iðgjöld þessi skulu innheimt með álagi samkvæmt meðalvísitölu næsta árs á undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.