Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 3

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 3
SVEITARSTJORNARMAL 0 1 l.ÁRGANGUR í 951 3. HEFTI TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA ÚTGEFANDI: samband islenzkra sveitarfelaga RlTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: EIRIKUR PALSSON Ritnefnd: Jónas Guðmundsson, Karl Kristjánsson, Þorsteinn Þ. Vig- lundsson, Björn Guðmundsson og Erlendur Björnsson. Utanáskrift: SVEITARSTJÓRNARMÁL, Pósthólf 1079, Reykjavik. TUGSTAFAKERFI við skrásetningu skjala og bréfa varSandi bæja- og sveitarstjórnarmál. EFTIR LÁRUS SIGURBJÖRNSSON, UMSJÓNARMANN SKJALASAFNS REYKJA- VÍKURBÆJAR. Helztu erfiðleikar við skrá- Erfíðieikar við setningu bréfa og skiala, sem berast yfirvöldum og skrif- stofum bæja- og sveitastjóma, koma oft ekki í ljós fyrr en rekja skal mál eða fá handhægt yfirlit yfir alla málsmeðferð eða finna ein- stök málsatriði, bréf eða önnur gögn. Þó við- höfð sé einstök gát, hættir ávallt við ruglingi milli mála, og málin grípa hvert inn í annað, svo að öll niðurröðun verður á reiki, þegar til lengdar lætur. Þessa erfiðleika þekkja all- ir skrásetjarar bréfa og skjala, sem berast bæja- og sveitastjómum. Fer oft mikill tími í leit að málsskjölum, þegar svo vill til, að nokkur tími er umliðinn frá því síðustu gögn bárust í viðkomandi máli og ef til vill eru frumdrög málsins skrásett hjá öðmm mál- efnaflokkum, vegna þess að á því stigi hafði engan órað fyrir, að nýtt og umfangsmikið mál væri í uppsiglingu. Segja má, að hver Lárus Sigurbjörnsson skrásetjari hafi sína aðferð við skrásetning- una, og byggir hann þá oftast á eigin reynslu, sem oft nær skammt, eða hagræðir í hendi sér gömlu kerfi, sem hann kemur að í em- bættinu. Um samræmi í skrásetningu bréfa

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.