Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 4
2 SVEITARST J ÓRNARMÁL og skjala hefur alls ekki verið að ræða hér á landi. Algengast mun vera, að skrásetja eftir dagsetning- um (tímatalsskrásetning), viðtakendum (persónu-skrásetning) eða málefnum í mjög einföldum flokkum eftir tíðni mála á hverj- urn stað. Auðkenning einstakra mála verð- ur samkvæmt þessu hlaupandi töluröð, staf- rófsröð eða blönduð tölu- og stafrófsröð. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur notað skrásetningarkerfi frá því 1914, s'em byggt er á síðastnefndu aðferðinni. Þar eru málefnaflokkar auðkenndir með upphafs- stöfum A—Ö og einstökum málum raðað innan þeirra eftir töluröð. Augljósasti gallinn við þær aðferðir, sem hafðar hafa verið til þessa, er sá, að sveigjan- leikinn er svo sem enginn og málsskjöl, sem hagkvæmast væri að skrásetja út af fyrir sig, lenda iðulega í flokkum, sem þau snerta aðeins lauslega. Ramminn utan urn skrásetn- ingaraðferðina í skjalasafni Reykjavíkur er þannig sprengdur fyrir löngu, málsskjöl hafa hlaðizt upp þar, sem illmögulegt er að finna þau eftir nokkur ár, breytt sjónarmið og ný tækni hafa gert slíkan usla í kerfinu, að heilir málefnaflokkar hafa ýtzt til hliðar og aðrir tekið við óskyldum málurn. í þessu efni næg- ir að benda á sem dæmi, að flokkurinn T = Ýmsir tekjustofnar telur nú aðeins þessa und- irflokka: 1. Mótak, 2. Slægjur, 3. Grjótnám, 4. ístaka á Tjöminni og 5. Málmleit, en G- flokkurinn, sem upphaflega var ætlaður gas- málum, hefur verið látinn taka við rafmagns- málunum að auki, þegar þau komu til sög- unnar. Með sífelldri aukningu bæjarmál- NanSsyn a efna hefur það orðið æ meir að- fostu kcrfi. r kallandi að finna fast kerfi til þess að skrásetja eftir komin og farin bréf og önnur gögn, sem leggjast eiga fyrir í skjala- safni bæjarins. Það liggur í augurn uppi, að slíkt kerfi þarf að uppfvlla eftirtalin skilyrði: 1. að auðvellt og fljótlegt sé að leita að mál- unum eftir skrásetningarnúmerum. 2. að öll skrif og gögn varðandi sama mál séu skrásett á sama hátt og geymd sam- an. Þetta þýðir, að skrásett sé eftir efnis- innihaldi en hvorki m. t. t. viðtakenda eða annarra einstaklingseinkenna máls- skjala. 3. að kerfið sjálft þarf að vera svo víðtækt, að ný sjónarmið eða viðhorf sprengi ekki rammann utan af því, og sjálfvirk út- þennsla geti átt sér stað. 4. að kerfið sé svo fast í skorðum, að eng- inn einn skrásetjari geti breytt því eða aukið við það eftir eigin höfði, heldur verði öll aukning í samræmi við heildina og ákveðin með samráði allra aðila, sem kerfið nota. 5. að kerfið sé svo sveigjanlegt, að það komi að notum jafnt í litlum sem stór- urn embættum. Ýrnis skrásetningarkerfi hafa verið fundin upp, sem uppfylla sum skilyrðin, varla nokk- urt, sem uppfyllir þau öll, nema tugstafakerf- ið, svo kallað, á útlendu máli: Decimal-BClassi- fikation. í heild sinni hefur kerfið verið not- að við niðurröðun í bókasöfnum, en út frá því hefur verið unnið sérkerfi til notkunar fyrir bæja- og sveitastjómir. Reynt hefur verið að byggja upp skrásetningarkerfi með tugskiptingu líkt og í D. K.-kerfinu, en án þess að fylgja efnisskiptingu þess. Sem dæmi um slíkt kerfi má nefna: N. H. F. Arkivsyst- em for den kommunale sentraladministra- sjon, utgitt av Norges Herredsforbund, 1950. önnur kerfi hafa verið notuð erlendis, byggð á efnisskiptingu eftir liðum fjárhagsáætlana eða hagskýrslna. í Skjalasafni Reykjavíkur- bæjar var á árunum 1946—1948 gerð ýtarleg tilraun til að byggja upp sjálfstætt kerfi með tugskiptingu og efnisskiptingu með tilliti til hagfræðilegrar niðurröðunnar. Agnúamir á því kerfi voru margir, en einn þó augljós-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.