Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 8
6 SVEITARSTJÓRNARMÁL hafði ekki, svo sem bæjarútgerð og hitaveitu. Hefur ekki unnizt tírni til þess að fá stað- festingu á réttmæti þeirrar nýflokkunar hjá allsherjarsamtökum, enda skiptir það ekki rniklu máli, þar sem íslenzka kerfið er al- gerlega á tilraunastigi enn þá. Til þess að koma auga Grundvallarsjónarmið á þau grundvallarsjÓnar- ogj samanburður. \ ° 1 mið, sem tugstafakerfið hvílir á, er ef til vill hægast að gera saman- burð á nýja kerfinu og t. d. því kerfi, sem hefur verið notað síðustu áratugina hjá Reykjavíkurbæ. Þar eru málefnin flokkuð eins og áður segir eftir bókstöfum A—Ö. Svo að nefndir séu nokkrir flokkar: A. Bæjarfulltrúar og aðrir kjörnir starfsmenn. F. Fátækramál. G. Gas- og rafmagnsmál. H. Iiafnarmál. I. Kosningar. O. Eignir til almennings-afnota. T. Ýmsir tekjustofnar. o. s. frv. Þessir flokkar eru svo sundurgreindir með tölustöfum og korni nýtt málefni fyrir, sem ekki er tiltekið áður, er einfaldlega bætt við nýrri tölu eða númeri undir þeirri aðalfyrir- sögn, sem skrásetjari telur eðlisskylda nýja málinu. Þannig verður t. d.: I. Kosningar I. 1 Kosning niðurjöfnunamefndar 30/11 1914. I. 65 Hallveigarstaðir. Á milli I. 1 og I. 65 eru svo alþingiskosningar á ýmsum tímum, þjóðaratki'æði um bann- lög (I. 48) o. s. frv. án þess að nokkurt sam- band sé á milli liðanna annað en það, að ein- liverntíman hefur verið kosið og enginn mun- ur gerður á almennum kosningum og mjög sérstæðum nefndarkosningum (sbr. Hallveig- arstaði). Sjónarmiðið, sem hér hefur verið haft, byrjunareinkenni máls (kosningar), er svo víðtækt, að það verður villandi. Málefni eins og Loftvarnanefnd (I. 57) og Ungmenna- dómur (I. 58) eru greinilega flokkuð undir kosningum vegna þessarar sjónarmiðsskekkju. Segja má, að þetta komi ekki að sök, meðan einn og sami maður vinnur að skrásetning- unni, en komi nýr maður að starfinu, er engin trygging fyrir því, að hann finni það á sér, að t. d. sandpokahleðslur eða skvndi- brottflutningur úr bænúm eigi að bókast undir kosningum. Varla tekur betra við, þeg- ar knýjandi nauðsyn hefur sprengt aðalflokka og allt samband milli undirflokkanna er horfið. Upphaflega var þannig stafnum P ætlað að vera einkennisstafur fyrir: Skemmti- og veitingastaði, en af því að hvergi fannst annar staður fyrir Stofnanir til almennings- þarfa, var þeirri fyrirsögn bætt við. Útkoman hefur orðið þessi: P. Skemmti- og veitingastaðir, stofnanir tií almenningsþarfa. P. 1 Hringekja. P. ; Hótel ísland. P. 10 Styttur og minnismerki. P. 14 Jarðskjálftamælir. P. 16 Strætisvagnar Reykjavíkur. P. 17 Alþingishátíðin 1930 og P. 20 Elliheimilið Grund. Þessa sögu þarf ekki að segja lengur. Til- viljun ræður miklu eða öllu um sundurgrein- ingu efnisins í gamla kerfinu að nokkrum flokkum undanteknum, sem skilja sig al- gjörlega úr eins og t. d. B-mál: Byggingarmál, F-mál: Framfærslumál og M-mál: Skólamál (Menntamál) og er þó sjálfri ‘sundurgrein- ingunni innan þessara aðalflokka ábótavant. í tugstafakerfinu ræður ekki tilviljun nið- urröðun efnisins, heldur ekki upphafsstafir flokksheita (B-mál, F-mál o. s. frv.). Eðlis- skyldleiki málefna ræður ekki einasta röð að- alflokka, heldur líka allri sundurgreiningu í undirflokkum. Svo langt er gengið í þessu efni, að t. d. skipulagsmálefni eru ekki talin sjálfstæður málefnaflokkur, eða litið á skipu-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.