Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 14
12 SVEITARSTJÓRNARMÁL Tn'ggingargjald samkvæmt 113. gr. Skírteinisgjald (í eitt skipti). Sjúkrasamlagsgjald. Eignakönnunarskattur og stóreignaskattur, ef svo ber undir. Til bæjarfélagsins: Fasteignaskattur af landverði. Fasteignaskattur af húsverði. Lóðargjald. Vatnsskattur. Holræsagjald. Útsvar. Kirkjugarðsgjald. Kirkjugjald. Vera má, að eitthvað sé enn ótalið. Aúk alls þessa eru ýmis gjöld, sem menn inna af hendi af frjálsum vilja til opinberra þarfa án lagafyrirmæla í formi félagsgjalda og frjálsra samskota. Af þessari upptalningu er ljóst, að víða er komið við og fjáröflunarleiðir hins opinbera eru allyfirgripsmiklar og víðfeðma, og má segja, að þær rnæti okkur svo að segja í hverju fótmáli, enda þarf mikils við. Á sama hátt mætti segja, að endurgjaldið mæti þegn- unurn hvarvetna og hvenær sem er. Vissulega eru öll þessi gjöld mörgum þungur baggi, og vafalaust vantar mikið á, að þau komi svo réttlátlega niður, sem segja má að til sé ætlazt. En ég ætla ekki að ræða um það, hvort öll þessi gjöld til samans, eða hvert í sínu lagi séu of há eða ekki, en varpa fram þeirri spumingu, hvoit álagningu þeirra og innheimtu sé svo haganlega fyiiikomið sem æskilegt væii. Allir ættu að geta verið sammála innheimta um Það> að nauðsvnlegt og raun- opinberra ar sjálfsagt er, að þessurn fram- gjaida. kvæmdum sé sem haganlegast fyrir kornið, þannig að beinn kostnaður við þær verði sem minnstur, jafnframt því að vera þó sem bezt af hendi leystar, svo og að gjald- þegnunum sé ekki gert erfiðara fyrir að inna gjöldin af hendi en óumflýjanlegt er. Fyrsti undirbúningur er sá, að gjaldþegn- ar eru látnir telja fram tekjur sínar og eignir. Ekki get ég séð, að hægt sé að komast hjá því. Það næsta er að vinna úr framtölunum, reikna þau út og sannprófa eftir því, sem við verður kornið. Einnig það sýnist óhjá- kvæmilegt. Þá er næst að leggja á gjöldin eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja. Við það virðist mér vinnubrögðin óþarflega margbrot- in og tímafrek. Það er þá í fyrsta lagi, að tekjuskattur er lagður á einn og sama aðila í mörgu lagi: tekjuskattur, tekjuskattsviðauki og stríðs- gróðaskattur (auk eignakönnunarskatts og stóreignaskatts). Allt að fimrn tegundir af tekjuskatti geta menn því fengið að greiða á sanra tírna. öllum þessum sköttum verður að halda sundurgreindum í bókhaldi. Alls hefur mér talizt til, eins og áður er greint, að beinir skattar til ríkisins séu í íjliðum.Ættiaðmega gera ráð fyrir, að eitthvað af þessu rnætti sam- eina að skaðlausu. Þessi mikla sundurliðun hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með sér mikla vinnu og kostnað, bæði við álagn- ingu, innheimtu og bókhald. Sumar gjalda- upphæðirnar eru lágar, en verður þó að sundurliða í enn smærri upphæð- ir. Þannig borga ég í fasteignaskatt til ríkisins 21 kr., en það er talið nauðsynlegt að sundurliða þessa upphæð í kr. 4,35 af landverði og kr. 16,65 húsverði. Fleira er þessu líkt. Þegar búið er að leggja á alla þessa skatta til ríkisins eftir öllum þeirn kúnstunr, sem fyrir er mælt, setjast aðrir aðilar á rökstóla og leggja aðra skatta á sömu aðila, eftir sönru gögnum, en eftir allt öðrum leiðum og eftir hreyfanlegum skattstiga, sem sarninn er ár- lega og getur verið mjög mismunandi milli ára og milli byggðarlaga á sama árinu. Á ég þar einkum við útsvörin.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.