Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 15
SVEITARSTJÓRNARMÁL 13 Alls telst mér svo til, að gjöld til bæjarins séu í 8 liðum. (Vera má þó að tvö þeirra, þ. e. kirkjugjald og kirkjugarðsgjald, beri frernur að telja til ríkisgjalda en bæjargjalda). Þessi gjöld eru innheimt í sex atrennum. Fyrst kemur reikningur yfir fasteigna- skatt (sundurliðaður í skatt af húsverði og skatt af landverði), þá tilkynning um fvrir- framgreiðslu upp í útsvar, síðan útsvarið, þá fasteignagjöld (vatnsskattur, lóðargjald, hol- ræsagjald), þá kirkjugjald og loks kirkjugarðs- gjald. Alls hafa þá verið skrifaðir sex reikningar (fyrir utan þingseðilinn) á einn og sama gjald- andann á einu og sarna árinu, og þetta endur- tekur sig í sífellu ár eftir ár, eins og óhjá- kvæmilegt sé .að hafa svona mikið fyrir þessu. Sex sinnum verður að renna um bæinn með þessa miða til þess að tilkynna gjald- endum þennan sama boðskap ár eftir ár. Síðan koma rukkaramir hver. á hælunum á öðrum og verða að sjálfsögðu að skrifa nýja kvittun fyrir hverju einu í hvert skipti. Hvers vegna ekki að sameina öll þessi gjöld á einn og sama reikning og fara eina ferð með þá í staðinn fyrir sex ferðir, og spara með því bæði vfirboðurum og undirgefnum bæði kostnað og fyrirhöfn? Þá er það athugandi, hvort ekki væri heppilegast að öll gjöldin væru lögð á af sama aðila eftir einum ákveðnum reglurn og innheimt af einni og sömu stofnun. Skipta síðan tekjunum rnilli þeirra aðila, sem hlut eiga að máli, og þá fyrst og fremst milli ríkis og bæjar- og sveitarfélaga. Ymsir annmarkar kunna að vera á þessu. Eitt er það, að tekjuþörf bvggð- arlaganna er misjöfn. Ef samanlagðir skattar til ríkis og bæjarfélaga væru jafnháir, hvar sem er á landinu, kynni því hlutur þeirra bvggðarlaga, sem lagt hafa á há útsvör, að verða of lítill, og hinna, sem komizt hafa af með lág útsvör, óþarflega mikill. Því að sjálfsögðu yrði partur ríkisins að vera jafnhár af sörnu skattskyldum tekjum, hvar sem er á landinu, eins og verið hefur. Hjá þessu mætti komast með því að hafa skattstigann færanlegan, þannig, að það, sem bætist við gjöldin til ríkisins væri mis- jafnlega rnikið í hinum ýmsu byggðarlögum eftir því, hve tekjuþörfin er álitin mikil á hverjum stað á hverjum tírna. — Ef það væri ekki gert, virðist óhjákvæmilegt að rniða við það byggðarlag, sem mest þarf. En hætt er við, að þeim, sem vanir eru lágu útsvörunum, þætti sá kostur ekki góður. Þó skeði í raun- inni ekki annað en það, að þeir fengju meira í sameiginlegan sjóð til félagslegra þarfa en áður. Væri því ekki neitt meira af þeim tek- ið, þegar á heildina er litið. Og vel gæti svo farið, að það yrði byggðarlaginu til félagslegs framdráttar, sem væri því meira virði en sú upphæð, sem hverjum einstaklingi sparaðist með lægri útsvörunum. Mér sýnist, að báðar leiðirnar ættu að geta komið til greina, og jafnvel fleiri. Þá vil ég víkja að því, hvort innheimtunni er svo haganlega fyrirkomið sem verða má með tilliti til greiðslugetu fólksins? Nú er það svo, að allt að t\'ö ár geta liðið frá því að unnið er fyrir þeirri upphæð, sem goldið er af, þar til skatturinn kemur til inn- heimtu. Stundum vill því fara svo, að lítið er eftir af fénu til þessara þarfa, en það verð- ur að takast af tekjurn yfirstandandi árs. Fljótt á litið mætti virðast, að þetta kæmi í sama stað niður. En svo er þó oft og tíðum ekki. Einkurn er þetta háskalegt, þar sem tekjur eru mjög misjafnar frá ári til árs, eins og hér vill oft verða. Menn verða þá að greiða háu gjöldin af lágu tekjunum, og þó að lágu gjöldin hafi komið á háu tekjumar, kemur það oft að litlu liði, hvað þetta snert- ir. Gjöldin séu ákveðin í einu lagi og inn- hcimt af einni

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.